Búnaðarrit

Volume

Búnaðarrit - 01.08.1915, Page 92

Búnaðarrit - 01.08.1915, Page 92
250 BÚNAÐARRIT vegna þess hve allur gróður var hægfara framan af sumrinu. Á Suðurlandi var víðast byrjað að slá 20.— 25. júlí. Grasvöxtur var þá orðinn sæmilegur; en svo hélt áfram að spretta fram til miðs september, svo grasvöxtur mátti kallast ágætur, er á leið sumarið. Nýting á heyjum varð afleit um ait Suðurland. Margir áttu nokkuð af heyi í vatni eftir rigningarnar í ágúst og september, sumir svo mikið, að skifti hundr- uðum hesta, og náðist það hey aldrei. Hey, sem slegið var eftir 20. sept., náðist sumt aldrei, því að aldrei kom þur dagur til enda alt haustið. Var því mikið hey hjá almenningi, sem aidrei náðist. Heyskapur með rýr- asta móti og mjög misjafn. Á þurlendisjörðum heyjað- ist allvel, en illa á votlendisjörðum. Skemdist hey viða um haustið, bæði af lekum og af vatnsuppgangi í hlöðum. í Borgarfjarðarhéraði og i Dölum verkuðust töður sæmilega, en úthey hröktust alian engjasláttinn og fram á haust. Á ailmörgum tiæjum í Borgarfirði náðist aldrei nokkuð af heyjunum. Á Vestfjöiðum byrjaði sláttur 3 vikum siðar en næsta ár á undan. Töður nýttust sæmilega víðast hvar, en að þeim hirtum hófust rigningar og mátti heita að eftir það næðist enginn baggi óhrakinn. Var útheyinu að lokum dembt inn í október, víða hvar því nær alveg ónýtu, og töluvert varð úti á eigi allfáum bæjum. Út- heysskapur hörmulega lítill hjá mörgum og sumstaðar því nær enginn. Urðu sumir bændur að lóga því nær öllum sauðfénaði sínum. I Fljótum grasvöxtur góður en nýting ill. I Eyjafirði byrjaði sláttur ekki alment fyr en 20. júií. Tún alment í lakara meðallagi sprottin. Útengjar urðu i betra meðallagi og viða mjög góðar. Nýting góð, bæði á töðunr og útheyi. Á Austurlandi var ágætisspretta, er á leið sumarið. Heyfengur varð í góðu meðallagi og jafnvel meira. Hey- skapartiðin var einkar-hagstæð.

x

Búnaðarrit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.