Nýtt land - 01.01.1936, Blaðsíða 11

Nýtt land - 01.01.1936, Blaðsíða 11
N Ý T T L A N D 9 ur en svo sómi að lausaleikskrökkum. En að þetta hafi svo verið nokkuð írekar skýrt ... Ja, livað finnst þeim liklegt, sem hafa reynsluna? . .. Svo kann það nú að hafa komið eitlhvað við liana Hóla-Jónu, þó liún væri gróf- gerð um sig og varla að sjá nema hálfkláruð frá skaparans hendi, þeg- ar verið var alstaðar að þýfga hana um föður hans Sigga lilla, eins og hún hefði stolið drengnum og það þyrfti endilega að koma lionum til skila. Hver veit. IJún var ekki málug, liún Jóna. Það liöfðu þær rekið sig á, frúrnar, sem liöfðu hana í vinnu. Það gat verið ergilegt og nxeira en það, að fá ekkerl upp úr lienni um neitt, sem fyrir hennar skilningarvit har seint um kvöld og snemma um morgna í liúsum, en það liafði líka sina kosli að liafa liana i kringum sig, i minnsta lagi stundum — manneskju, sem stóð kannski á verði, þó það aldrei væri nefnt við liana einu orði — í staðinn fyrir það, sem allur fjöldinn er eins vís lil að standa á hleri, þó liins sé jafnvel óskað svona undir rós. II. Eins og ég er búinn að segja ykkur frá, gekk Hóla-Jóna hæði í vask og reitavinnu. Og hún var í Verlcalýðs- félaginu. En það hafði hún ekki geng- ið í af sjálfsdáðum. Hvað átti hún að gera með að fara i það? Hún hafði nóga vinnu, og það sat nú kannski eklci á henni að standa í illdeilum — og síst við það fólk, sem veitli henni alla vinnuna. En þetta pakk i Verka- lýðsfélaginu var allt al' í einhverjum illindum við betri menn bæjarins og hlýddi livorki guðs né rnanna lögum. Hún ansaði þeim ekki einu sinni, sem voru að orða svoleiðis félagsskap við hana, og þá fyrst ofbauð lienni nú alveg, þegar verkstjórinn liennar, hann Eyjólfur Sveinsson, sem hún átti það næst guði að þakka, að liún hafði getað séð fyrir þessum hörnum sinum, kom til hennar og sagði lienni, að nú væri ekki um annað að gera fyrir hana, ef hún vildi lialda vinnunni, en að ganga í Verkalýðsfélagið. Hún rak upp á liann augun, rétt eins og liún Gunna litla, þegar hún var sem mest hissa. Og hún sagði ekki eitt orð. Hún hað ekki íyrir sér — og hún blót- aði ekki, enda gerði hún það nú sj aldan. — Já, sagði Eyjólfur. — Þeir eru nú ekki merkilegri, þessir sjeffar liérna, en það, að þeir haí'a látið krata- djöflana lcúga sig til að lofa, að Verka- lýðsfélagspakkið gangi fyrir vinnu. Og nú eru forsprakkarnir að djöflast í mér með að láta ykkur fara, sem ekki eruð í félaginu! Annars segjast þeir stoppa alla vinnu á mánudaginn. Nú rétti Hóla-Jóna úr sér og kast- aði lil höfðinu: — Það þarf hara að setja sýslu- manninn á þá! — Tja. Það er von þú segir það . .. En heldurðu kannski að hann þori að gera nokkuð, eins og stjórnin er þá líka fyrir sunnan? En það er það sem þyrfti — og meira til. Það þyrfti að hafa það eins og i Þýskalandi og Italiu. Það þyrfti að gefa þeinx eina sivala i ennið, þessunx andskotum! Það kom eins og hálfgert hilc á hana Hóla-Jónu. Hún þekkti svo litið til i Þýzkalandi og ítalíu — og hafði ver- ið vanin á það heima, að snúa sér undan, þegar kindur voru skornar. Svo sagði hún þá:

x

Nýtt land

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt land
https://timarit.is/publication/606

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.