Nýja stúdentablaðið - 01.12.1962, Blaðsíða 4

Nýja stúdentablaðið - 01.12.1962, Blaðsíða 4
4 NÝJA STÚDENTABLAÐIÐ Enn hafa stúdentar sýnt það með hátíðahöldum sínum á fullveldisdegi okkar, 1. desember, að þeim er síður en svo treystandi til að gera hann að þeim hátíðisdegi, sem hon- um ber að vera, ekki einungis degi stúdenta heldur þjóð- arinnar allrar. Þeir gera sig nú með hverj u árinu sem líður að hjákátlegri og lítilmótlegri peðum á skákborði flokks- pólitíkurinnar í landinu. Þeir stúdentar, sem muna 1. des. hátíðahöld fyrir 20— 30 árum, minnast þessa dags með hrifningu, þegar dagur- inn var dagur stúdenta og málefni þeirra og háskólans voru aðalmál hans. En smátt og smátt tók þetta að breytast. Dagurinn varð að minningardegi fullveldisins, og nú varð hann hátíðisdagur allrar þjóðarinnar, þó að stúd- entar héldu áfram að annast alla framkvæmd. veru og náms akademískra fræða á Islandi, þegar stúd- entar koma fram sem boðberar og forsvarsmenn harðpóli- tiskra flokksstefnumála. Meðan stúdentar héldu daginn hátíðlegan til að berjast fyrir sameiginlegum hagsmunamálum sínum og allrar þjóðarinnar, t. d. Stúdentagarðinum og síðan sjálfstæðis- málinu, var litið á stúdenta sem styrka heild og afl í þjóð- félaginu, sem tekið var mark á og ekki gengið framhjá. Ungir menntamenn hófu daginn til vegs og ætluðu ekki að bregðast honum. En það hafa þeir því miður gert, af því að þeir hafa snúið frá því að koma fram sem sjálf- stæður aðili. Nú starfa þeir eins og leikbrúður á póli- tísku leiksviði landsmálanna. Af þessu má sjá þann reginmun, sem er á afstöðu há- STÚDENTAR 0G AFSTAÐA ÍSLANDS til ríkjasamsteypa framtíðarinnar Svavar Sigmundsson, stud. mag. Þegar 17. júní var orðinn þjóðhátíðardagur, voru uppi raddir um, að nú yrði 1. desember ekki lengur hátíðlegur haldinn. Svo varð þó ekki. Rödd úr Stúdentablaðinu 1. des. 1944 hefur talað fyrir hönd margra Islendinga þá. Þorkell Jóhannesson, prófessor skrifaði: „Þjóðhátíð vetrarins má með engu móti niður falla, minningin um 1. desember á að lifa, einnig hjá öld- um og óbornum. Æskan, hinir ungu menntamenn, hófu þennan dag til vegs og þeir munu ekki bregðast honum. Minningarhátíð á hann að vera, en jafnframt almennur heitdagur þjóðarinnar, helgaður framtíðinni, einhverri sér- stakri þjóðnýtri framkvæmd eða hugsjón hverju sinni.“ Farið hefði betur, ef þessi orð hefðu rætzt. Æðstu sjálf- stæðismál þjóðarinnar voru sett á oddinn ágreiningslaust lengi vel, en hin síðari ár hefur sú þróun orðið, að dagur- inn hefur verið gerður að áróðursdegi fyrir skoðanir, sem mikill hluti stúdenta skoðar ekki sem sínar eigin. Síðan hafa verið fengnir menn úr röðum umdeildra pólitíkusa til að flytja áróðursræður sínar öllum landslýð. Hér hefur stundum verið um að ræða mál, sem liggja utan þeirra marka, sem háskólastúdentum er sómasamlegt að setja á oddinn á þessum degi. Það láir enginn íslenzkum útvarps- hlustendum þennan dag, þótt þeir efist um gildi háskóla- skólastúdenta til háskólans og íslenzkra sjálfstæðismála nú og þá. Hlutur stúdenta nú er ekki glæsilegur í þeim saman- burði. Þetta hefur enn sannazt áþreifanlega í ár. Ákveðinn stjórnmálaflokkur í landinu virðist ekkert annað sjá en kommúnisma, og að hans dómi skiptir eiginlega ekkert annað máli. Þegar brýnasta hagsmunamál og mesta sjálf- stæðismál íslenzku þjóðarinnar, síðan landið varð lýð- frjálst, er á dagskrá og ríður á öllu fyrir þjóðina að ræða það og kanna frá ótal sjónarhornum, þá neitar naumur meirihluti stúdenta að taka það upp á slíkum degi sem 1. des. Ilvar eru stúdentar settir í slíku þjóðfélagi, eða hvers eru þeir metnir af öllum þorra fólks í landinu, þar sem þeir sneiða hjá að ræða slíkt mál sem afstöðu Islands til ríkjasamsteypa framtíðarinnar? í því felst að sjálfsögðu sérstaklega afstaða Islands til Efnahagsbandalags Evrópu, bæði sem efnahagslegrar og ekki sízt stjórnmálalegrar stórsamsteypu ríkja. 1 stað þess að ræða þetta efni frá hlutlægu sjónarmiði af valinkunnum mönnum á þessum degi, er tekið upp á því að ræða sjálfstæði Islands og þá hættu, sem því stafar af ólýðræðislegum stjórnmálastefnum, eins og það sé brýnna mái sjálfstæði Islands í dag en yfirvofandi efna- hagsblökk ýmissa rikja Vestur-Evrópu og sú bráða hætta, 1

x

Nýja stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/608

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.