Nýja stúdentablaðið - 01.12.1962, Blaðsíða 17

Nýja stúdentablaðið - 01.12.1962, Blaðsíða 17
NÝJA STÚDENTABLAÐIÐ 17 ÁRNI B ERGMANN: Námslaun í Sovét plumaði sig prýðilega í raunsæilegu verki. En þetta tvennt fellst ekki í faðma í einu og sama verki, heldur æpir hvort á annað yfir djúpa gjá. Ég veit ekki, hvort einhverntíma kynni að finnast leikstjóri, sem teldi ómaksins vert að koma þessum per- sónum fyrir í umhverfi draums og ævintýrs og afnæmi um leið símból- íkina úr sprengjuatriðinu; en þetta leikrit verður ekki flutt með árangri fyrr en það hefði verið gert — ef það dygði þá til. Þetta er að mínu viti það atriði, sem mestu varðar þegar dómur er lagður á Prjónastofuna. En ýms smærri atriði standa sömuleiðis í tákni ófullkomleikans. Hér kveður til dæmis enn rammt að því, eins og í Strompleiknum, að persónur rekja hver fyrir annarri sögur, sem þær nauðþekkja sjálfar — af því að höf- undurinn kann ekki önnur ráð til að koma þeim á framfæri við lesendur eða áhorfendur. Hvað á þessi handa- lausi maður yfirleitt að fyrirstilla; og hvað er hann til dæmis að gera frá blaðsíðu 26 þar sem hann er að hlæja og þangað til á blaðsíðu 33 þegar hann tekur til rnáls ? Hefur hann ver- ið að hlæja allan tímann? Eða hugsa sér andríkið í þessum texta, drottinn minn dýri: „Sólborg: Stundum hrakt- ist taðan svo kýrnar bjuggust ekki einusinni til af henni. — Ibsen Ljós- dal: Bjuggust þær ekki til? Þú fyrir- gefur að ég er prentari. Til hvers bjuggust ekki kýrnar?“ Eða hvers- konar aulafyndni birtist í þessum nafngiftum: Ibsen Ljósdal, Sine Ma- nibus, Þrídís, Moby Dick (um kven- mann) ? Eitt pínulítið atriði bendir til þess, að höfund skorti þá sviðs- sjón sem leikskáldi er nauðsynleg. Á bls. 39 límir Fegurðarstjórinn (Feil- an ó. Feilan í Silfurtunglinu) plagg- at „uppá (svo!) hurðina vinstra megin“. Á bls. 46 límir 'hann annað plaggat „upp á (svo!) vinstri hurð- ina, virðir síðan ánægður fyrir sér (Framh. á bls. 24.) Pyngja stúdentsins hefur lengst af verið tóm síðan háskólar voru stofnaðir. Því mið- ur. Þróun nútímaþjóðfélags krefst stórra herja af sérfræðingum. Æðri menntastofnunum fjölgar. Tala stúdenta margfaldast. Og það hefur verið gert margt fyrir stúdenta, þeim veitt ýmis fríðindi, námsstyrkjum fjölgað. Samt sem áður er enn varla hægt að nefna nc.kkurt það land, þar sem efnahagsvandræði stúdenta hafa verið leyst svo vel, að allir megi vel við una. Enn heyrist ekki það sæld- arhljóð í pyngjum stúdenta heimsins, sem þá hefur dreymt um í margar aldir. í borgaralegu þjóðfélagi hefur æðri mennt- un verið forréttindi auðugra manna fyrst og fremst. Á íslandi hefur haldizt töluverð lýð- ræðisleg breidd í menntun vegna þess, að við höfum stutt námsár og allmikla eftirspurn eftir vinnuafli. Sósíalísku löndin hafa reynt að leysa þenn- an vanda á annan hátt. Þar er sú meginregla lögð til grundvallar, að ríkið sjái hverjum stúdent fyrir lífsþörfum, meðan á námi stendur. Þetta ætti svo að tryggja, að val manna til æðri menntunar færi eftir hæfi- leikum en ekki eftir þjóðfélaglegri aðstöðu. Hvernig lítur þetta svo út í framkvæmd? Ég þekki ekki vel til annarra sósíalískra landa en Sovétríkjanna; þar að auki skal ég játa, að ég hef engar skýrslur að vitna í. En fyrirkomulagið er í stórum dráttum þetta: Þegar ég kom til Sovétríkjanna fengu menn námsstyrki einungis eftir einkunnum; mig minnir þeir hefðu t. d. ekki mátt fá meira en tvær aðrar einkunnir á semestri til að missa ekki styrkinn til næstu prófa. Þetta var strangt kerfi — en þó var bót í máli, að tiltölulega auðvelt var að fá að taka próf upp aftur. Nokkru síðar var þessu breytt, og þá voru þeir sviptir styrk, sem áttu hálaunaða for- eldra, en töluvert dregið úr áhrifum eink- unna á styrkina til annarra. Styrkurinn er núna 30—45 rúblur á mán- uð; *) (lægri upphæðir algengari), en getur í einstöku tilfellum farið upp í 55—60 rúblur. Stúdentar í framhaldsnámi fá milli 70 og 80 rúblur. Þessi upphæð fer langt með að leysa þann vanda, sem kallast „brýnustu daglegar þarfir“. Til nánari skýringar þarf auðvitað að nefna nokkrar tölur um verðlag. Nú er það svo í Sovét, að hægt er að éta fyrir allar hugsanlegar upphæðir og gildir þetta líka um stúdentamatstofur. Hádegis- *) 1 rúbla = kr. 100; 1 rúbla = 100 kópekar. verður fæst fyrir 50 kópeka á slíkum stað; það kostar 3 kópeka að ferðast með spor- vagni. Bíómiði kostar 40—50 kópeka; vodka- flaskan um og yfir 3 rúblur. Bækur eru ódýrar, þar að auki sjá bókasöfn skólanna að mestu fyrir bókaþörf. Svona mætti lengi telja. En hvort sem talið er lengur eða skemur, þá sést, að styrkur manna nægir til dæmis ekki fyrir fatnaði eða skóm, en slík vara er yfirleitt dýr í landinu. Það er því bersýnilegt að menn þurfa yfir- leitt á nokkru aukafé að halda. Þetta fé fá þeir með ýmsu móti. Yfirgnæfandi meiri- hiuti manna nýtur nokkurrar aðstoðar heim- anað. Margir stunda einhverja sumarvinnu (sumarleyfi er tveir mánuðir og halda menn styrknum á meðan) — það var til dæmis vinsælt um tíma að fleyta timburflekum niður ár. Og eftir því sem á líður námið hafa menn fleiri möguleika til að taka að sér einhverja ígripavinnu öðru hvoru i sambandi við sína grein: málastúdentar eru í ein- hverju þýðingastússi, listaskólamenn setja eitthvað á svið, mála leiktjöld í klúbbum o. s. frv. En að öllu samanlögðu vinna stúdent- ar samt miklu minna en við eigum að venj- ast hér heima. Hér með eru ekki öll kurl komin til graf- ar. Síðustu ár verður það t. d. æ algengara að menn hljóti æðri menntun jafnhliða ein- hverju föstu starfi. Á þessu er margvíslegt skipulag. Stundum hafa menn ýmis lögboðin fríðindi á sínum vinnustað í sambandi við framhaldsnám — eitthvað styttri vinnutíma, ákveðinn fjölda frídaga án þess að kaup sé skert. Annars staðar er komið upp útibúum frá tækniháskólum við stórar verksmiðjur: þar vinna menn þrjá daga en læra í þrjá — og eftir því sem sígur á námstímann eru þeim fengnar ábyrgðarmeiri stöður í verk- smiðjunni (og eru þá tveir stúdentar um eina stöðu). Kerfi námslauna og námsstyrkja í Sovét- ríkjunum er alltaf að verða margbreytilegra og á sjálfsagt eftir að taka miklum breyt- ingum enn. Það er ekki allt tómur rjómi, en það er mjög virkt: það gerir sovézkum kleift að útskrifa fleiri sérfræðinga og tæknifræð- inga en flestar aðrar þjóðir gera. Banda- ríkjamenn eru löngu búnir að fó höfuðverk yfir öllum þeim fjölda verkfræðinga, sem marsérar út úr sovézkum háskólum og út í þjóðlífið. Menn vita nefnilega, að allt þetta menntaða fólk mun ekki sitja auðum hönd- um. Enda er það nú í dag ágætasta eign síns þjóðfélags. Á. B.

x

Nýja stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/608

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.