Nýja stúdentablaðið - 01.12.1962, Blaðsíða 22

Nýja stúdentablaðið - 01.12.1962, Blaðsíða 22
22 NÝJA STÚDENTABLAÐIÐ STÚDENTAR OG AFSTAÐA ÍSLANDS (Framh. af bls. 5.) mennum lýðréttindum, eða hversu Islendingar taka því að verða að leysa landfestar sínar og leggja skipi sínu við strönd Norðursjávar við það akkeri, sem erfitt verður að ná upp síðar meir, þegar því hefur einu sinni verið kastað. Með of nánum tengslum við EBE óttast menn um tungu- málið, og hvað verður þá um sjálfar bókmenntimar, þá fjársjóði eina, sem tilvera okkar sem þjóðar byggist á? Til eru dæmi um svipleg endalok tungumála og eru degi ljósari. Sumum finnst kominn tími til, að við förum að trúa meir á afkomendurna en forfeðurna, og miða þessir menn allt við það. En það eitt gagnar ekki hjá þjóð, sem alltaf hefur haft svo náin tengsl við það, sem á undan gekk, og missti ekki sjónar á ákveðnum þræði, sem kom ofan úr liðinni tíð og var sterkari en víða annars staðar. Það er sá þráður, sem erlendar þjóðir þekkja ekki nema af afspum og vita ekki, í hverju styrkur hans er fólginn. Þjóðin getur ekki slitið þennan þráð, og aðrir geta það heldur ekki fyrir hana, þótt þeir vildu. Hún er alls ekki undir það búin að kasta öllu fyrir róða, sem heyrir til gamalli tíð. Ekki er úr vegi að minna á það, sem gerðist 1179 austur í Höfðabrekku í Mýrdal, þegar Þorlákur biskup neitaði að vígja þar kirkju, nema með því skilyrði, að hún gengi undir vald hans um leið. Jón Loftsson í Odda hafði Iátið reisa kirkjuna, og þóttist hann eiga að ráða henni. Biskup spyr Jón, hvort hann hafi heyrt boðskap erkibisk- ups um kirknaeignir. Jón svarar: „Heyra má eg erkibisk- ups boðskap, en ráðinn er eg í að halda hann að engu, og eigi hygg eg, að hann vilji betur né viti en mínir foreldrar, Sæmundur hinn fróði og synir hans. Mun eg og eigi fyrir- dæma framferðir biskupa vorra hér í landi, er sæmdu þann landssið, að leikmenn réðu þeim kirkjum, er þeirra foreldr- ar gáfu guði og skildu sér vald yfir og sínu afkvæmi." Á þessa eða svipaða leið munu íslendingar svara, þegar þeim berst hingað boðskapur hinna stjórnmála- og fjár- málalegu erkibiskupa sameinaðrar Vestur-Evrópu af stóli þeirra í Belgíu, París eða Bonn. Þarna er sjónarmið, sem ekki fellur inn í rafmagnsheila þá, sem gera þær hagskýrslur, sem óneitanlega eru stjórn- arskrá og grundvallarlög hinnar nýju blakkar. Þjóðernis- sjónarmið smáþjóða eiga samkvæmt því ekki að skipta neinu máli. Risi á í fullu tré við dverg og getur neytt upp á hann menningu sinni miskunnarlaust. Varðveizlu tungu- máls er ekki hægt að tryggja með samningum á opinber- um stjórnarskrifstofum eða telja tölum; íslenzka dygði skammt í slíku stórríki, þar sem hagmál er hin lögboðna tunga. Ef erlendir aðilar fá hér aðstöðu til fiskveiða innan land- helgi og reisa hér bækistöðvar í landi til vinnslu sjávarafla eða annarra hráefna, hlýtur það að leiða til svo mikillar röskunar í öllu þjóðlífinu, að þjóðfélagsleg einkenni Is- lendinga verða í bráðum háska. Það er ekki að undra, þótt sannir Islendingar kenni uggs um sjálfstæðið, þegar þeir standa andspænis slíkum alda- hvörfum í sögu Evrópu, þessari geigvænlegu sameiningar- stefnu. Smáríkin standa alltaf á öndinni, þegar risaríkin bylta sér, og spurningin um það að vera háður eða ekki háður er þá svo brennandi, að allt annað fellur í skuggann. Það er einmitt það, sem íslenzka þjóðin óttast nú mest, að stjórnarvöldin í blindum ótta við þvingunaraðgerðir stórveldanna gefi þeim herrum í vald allt of mikið af sjálf- sögðum réttindum hennar og hlekki hana um aldur og ævi við aðila, sem búast má við, að viðurkenni engan þann rétt, sem henni ber til að vera sjálfstæð þjóð. Svavar Sigmundsson. PALA (Framh. af bls. 18.) styrkja ríkisheildina. Á Pala: Til þess að verða fullþroska og sjálfvitandi mannverur.“ Þótt þau þurfi að taka tillit til ríkisheildar, þá er það hlutverk uppeldis á Pala, að börnin geti síðar þjónað þeim markmiðum, sem felast í fullkomnum einstaklingsþroska. Eins og margir hafa heyrt, þá hefur Huxley sérstaklega mikinn áhuga á lyfjum, sem geta veitt mönnum hugljóm- un og komið þeim í milliliðalaust samband við þann raun- heim, sem er ekki sértækur. Árið 1953 var Huxley fenginn til að vera „tilraunadýr" við prófun á nautnalyfinu meska- lín. Um þessa reynslu sína hefur Iluxley ritað tvær baikur: The Doors of Perception (1954) og Heaven and Hell (1956). Jafnvel í framtíðarríkinu, sem hann lýsir í „Brave New World“ nota menn soma, sem er nokkurs konar meskalín, við hátíðlegar athafnir. Á Pala nota menn lyfið moksha, sem er unnið úr sveppum. Börnin taka inn moksha í fyrsta skipti við mjög hátíðlega athöfn, sem myndi samsvara fermingu hjá okkur. Þessi athöfn verður þeim hin dýr- legasta trúarhátíð. — Notkun þessa lyfs gengur sem rauð- ur þráður gegnum alla bókina og er raunverulega uppi- staða alls tilfinninga- og trúaruppeldis eyjarskeggja. Ibúar Pala leggja því aðaláherzlu á listina að lifa. Að lokum langar mig að taka fram, að það virðist aug- ljóst mál, að Huxley vísar máli sínu til vanþróuðu land- anna, einkum landbúnaðarlanda hitabeltisins, og reynir að sýna þeim, hvernig þau geti leyst vandamál sín án þess að falla fyrir öfgastefnum. Huxley er í rauninni mjög siðvæddur í þessari skáld- sögu. Hann hugsar mjög mikið um vandamál einstaklings- ins og innri hamingju hans. Þetta er mesti styrkur Hux- leys, þótt oft virðist svo, að hann gleymi einföldum efnis- legum staðreyndum í sinni einlægu óskhyggju um innri sælu einstaklingsins. Guðlaugur Guðmundsson.

x

Nýja stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/608

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.