Merki krossins - 01.01.1926, Page 20

Merki krossins - 01.01.1926, Page 20
Guðlegt veldi giftu alda gisti þjóð við höfin yztu, bar oss Róma bláan himin, blessaði oss í dýrri messu. Reisti stoðir Róma traustar ríki því, er hófst án líka; auðnu saga Islands þjóðar yrkir sæmdir Róma-kirkju. Hlymja alda hengiflaumar, hlakka þyrstir gýgjar blakkar, falla þráreip feigum öllum, fitjungar í náttstað vilja, sókndeig hrör úr sessi þoka, sveitir ungar bekkja leita, hrynja log um halla vígi; helgum dómi yppir Róma. Sundli þá, er verkin vanda vítisdökkum glóðasnýti, öndvert Drottins inni standa, illúð rammri heiminn fylla, hreppnir nóg, er óðlát yppast eiðaspjöll á hengileiðum, mílskubýtar dvala dælskum, draga öfga, sefa göfgi. Brysti á hregg úr bólstra muggu, brunnu skært úr heimi sunnan nítján alda nátta vitar — nöfnin Drottins höfuðvotta. Reis gegn illum rökkurþysi Róma dýrstur aldasómi, efsta kallið, alheimsgiftan, eilífa borgin þjóðar torga. Glæst hún stóð af Guði traustust, geislaskálm og sigurhjálmur, heillabæn í heimsins villu, helgistjarna foldarbarni. Róma kyndir eins og endur eldinn helga jarðarveldi; brenna Drottins björtu ranni bál van Rossums kardínála. Víða sótti vökuglæðir, »varrbáls hötuðr kardínáli«; falinn hásögn frelsismála fór með boðum aldaroðans, (vegsemd æðsta valdi þegin, verðugum afbragðs heimangerðir). Komufagur kristnum heimi, kirkjuljósið suður-ósa. Austurríki ítur gisti, eigi týnist hylli Vínar; keisari lands að kveðju sendi kærum gesti vagn og hesta: fákar átta fylkis drótta fyrir kunnum vagni runnu. Allir hrósa öðlings snilli; öldin lýtur drottni völdum. Holland fagnar hirði signdum, (háu skauta viggjabrautir), hundruð eika heiman rekur hjallann upp til svanafjalla; hyllir þjóð á hranna-velli heiðfrömuð og snýr til leiðar; aringlæður ítrum býður öldin teit og borgar leitar. Merki krossins. — 20 —

x

Merki krossins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Merki krossins
https://timarit.is/publication/611

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.