Sunna - 01.10.1932, Síða 7

Sunna - 01.10.1932, Síða 7
S U N N A 3 Fífillinn á sléttunni. (Ur enslru). Þetta er saga, sem Indíánarnir segja um fífilinn: Langt, langt í suðurátt, þar sem óendanlegt sumar ríkir, á Suðri heima. Suðri er feitur og latur náungi. Alla daga liggur hann úti í glóandi sólskininu, afskiptalítill og kærulaus. Einu sinni þegar Suðri lá og starði norður eftir, sá hann nýgræðing standa einmana, langt, langt norður á sléttunni. Nýgræðingurinn var hár og grannur. Suðra sýndist þetta vera kvenvera í yndislegum grænum kjóli og hárið á litinn eins og fagurgullnir sólargeislarnir. Suðri var ekki fyrr búinn að koma auga á þessa fögru veru, en hann fór að stara á hana með djúpri aðdáun og ást. Dag eftir dag lá hann og starði norður eftir og stundi af þrá og ást. En hann var of feitur og of latur til þess að fara sjálfur norður og biðja hennar. Dag nokkurn, þegar hann horfði í norðurátt, sá hann að gullna hárið hennar var orðið hvítt. Suðri varð nú mjög angraður og sorgbitinn, af því að hann hélt að bróðir sinn, Norðri hinn kaldi, hefði lagt íshönd- ina sína á þessa fögru veru og gert lokkana hennar mjall- hvíta. Suðri andaði þunglega af harmi, svo allir hvítu lokkarnir á verunni fuku burtu, en loftið sýndist fullt af snjóflyksum. En veran var horfin með öllu. Vesalings Suðri hélt, að hann hefði elskað kvenveru, en í stað þess var hann ástfanginn í einmana fífii á sléttunni. Fiðurlokkunum hans hafði Suðri blásið burtu með andvarpi sínu. — Enn þá situr Suðri og andvarpar. Hann elskar alla, sem eru í grænum kjóli með gullið hár. G. M. M.

x

Sunna

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunna
https://timarit.is/publication/612

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.