Sunnudagsblaðið

Tölublað

Sunnudagsblaðið - 04.10.1925, Blaðsíða 2

Sunnudagsblaðið - 04.10.1925, Blaðsíða 2
10 Sunnudagsblaðið. Fall Senekeribs. Byron Lávarður. Ofan æðandi AssJ'rar geystust, Sem vargar bölvísir Að bóli kvía; Skein á fylkingar Fagurbúnar, Gulli glæstar, Skrýddar guðvefjum. Stóðu geislar Af geirum bláum, Sem þá mærar Um miðnætti Stjörnur í öldu Endurskína A græði djúpum Galílea. Sem þá á svásu Sumri skrýðist Fjölsettur laufi Fagurlimi, Fríðir, fjölmennir, Með fánum glæstum, Sáust dólgmegir Um dagsetur. Sem lauf litverp, Liggja á mörkum, Hrakin haustvindum, Hélu slegin, Svo lágu liðar Lífs andvana. Og dauðir í dagsbrún litu. Pví að drápægur Dauðans engill Vængi váskeytta A vindum þandi, Og lífköldum blés Á lofða augu Feigðar gusti Er hann fram hjá þaut. Og sofendur Sjónum stirðnandi, Hálfbrostnum augum í húm störðu. Við dauða draum Dapurlegan Brá við hjarta — Sú var bifun hinst. Marr makkaprúður Lá á moldarþröm, Gengið var fjör, Ginu honura nasir, Né þær móðugum Másandi freyddu, Sem þá vals Yfir völlu sendist. Hafði fnæsandi í fjörbrotum A fold græna Froðu spúið Brimi hvítari, Brimi kaldari, Fví er löðrar Um lægis dranga. Lá þar riddari, Hafði lit brugðið, Úfrynn í andláti Og afrekslaus. Var dáins brún Döggu slegin, En ryðborinn Róða serkur. Hljótt var í tjöldum At herja liðna Ágrundulágugunnfánar,. Né þeir geyst óðu, Bjartar kesjur, Né til böls reiddar. Hvellir lúðrar Voru hvergi þreyttir. Hátt klökkva ekkjur í Assýrs landi, Brotin eru skurðgoð í Baals hofi. Hjaðna lét hinn hæsti Heiðið veldi, Vopnbitið þeygi. Sem á vori mjöll. Stgr. Th. þýddi. Mosul-málið. Maður að nafni Henry de Korab skrifar allskemtilega grein um Mosul- málið í Parísarblaðið »Le Matin«. Amerískt tímarit birtir kafla úr grein hans og er hann á þessa leið: »Ég hefi nýlega lesið bók þá um Mosul, sem þar til skipuð nefnd Al- þjóðabandalagsráðsins samdi. Nefndin átti að rannsaka þetta mál og koma fram með tillögur um, hvað gera ætti. Væri réttast, að Tyrkland fengi yfirráðin, eða nýja enskarabiska konungsríkið Irak, sem Emir Feisal stjórnar, en Bretar hafa lögregluvarðgæslu á hendi i? Það eru sennilega um 800,000 íbúa í Mosul- héruðunum og þjóðflokkarnir eru minst tuttugu. Eitt héraðið byggja Tyrkir á sumrum og Kúrðar á vetrum. En ef einhver spyr, hvers vegna er svo mikið rifist um þetta ófrjóa auðnarland, þá er svarið altaf: Olía. Þar er svo mikil olía í jörð, að ráði EDgland þar lögum og lofum þá hefði þeir þann nægtabrunn handa flota sín- um, sem seint, kanske aldrei, mundi þurausinn verða. Sú var ástæðan, að það lá við styrj- öld milli Breta og Tyrkja fyrir liðlega ári síðan. Ekki minkaði glóðin í kolun- um, þegar Feisal konungur, að ráði Curzons lávarðs, seldi rétt sinn á þýð- ingarmiklum olíulindum. Bretar keyptu og þeir áttu að taka við umráðunum þann 14. sept. 1925. (Sbr. æsinguna út af þessu máli einmitt nú.) Henry de Korab vitnar síðan í skýrslu nefndar- innar: »Frá þvi sögur fara af hefir Mosul verið eign Iraks«, stendur í tilkynningu frá Curzon. En nefndin svarar: »Við höfum athugað öll skjöl, upp- drætti o. s. frv. Mosul hefir aldrei verið eign Iraks«. »það er ekki einn Tyrki í borginni MosuI«, stendur i annari brezkri til- kynningu. Nefndin svarar: wÞeir eru 16,672«. Og svo mætti lengi áfram halda. Það er ekki efamál, að báðir aðiljar hafa úti allar klær til þess að fá yfirráðin yfir landinu nú. Og sennilega væri það íbúunum og landinu fyrir beztu, að það væri lagt undir Irak. Að vísu, segja nefndarmenn, hafa flestir ibúanna samúð með Tyrkjum, en — margir þeirra sjá það fyrir, að hag þeirra sjálfra og framtíð landsins væri betur borgið undir »brezkri« stjórn — í Irak. Á meðan Bretar hafa lögreglugæzlu á hendi í landinu vilja þeir gjarnan vera Irak-ar, en fari þeir, munu þeir gerast »tyrk- neskir« mjög án tafar. íbúarnir sjálfir sjá sem sagt sitt ráð vænst, að haga sér eftir því sem vindurinn blæs. Komið hefir til orða, að Brelar hafi löggæslu á hendi í landinu fyrir Alþjóðabanda- lagið, um 25 ára skeið. En ekkert bendir á, að Tyrkir muni una slíku. Tyrkir og Bretar hafa fyr elt grátt silfur. Margir óttast að Mosul-málið muni fæða af sér styrjöld, er verði upphaf nýrrar heims- styrjaldar, enn ægilegri en heimsstyrj- öldin mikla var. Vonandi rætast þær hrakspár ekki, en það er síður en svo, að nú sé friðvænlegt í heiminum. (Mosul er bær við Tigris í Mesopota- miu. Héruðin umhverfis kölluð Mosul- héruðin. íbúar borgarinnar eru 60.000 (7« kristnir). Baðmullarvöruiðnaður. — »MusseIin« er dregið af Mosul. Bretar hafa haft þarna löggæslu á hendi siðan 3. nóv. 1918.) Ambátt sheiksins heitir kvikmynd, sem nú verður sýnd f Nýja Bíó. Kvikmyndin er ein hinna mörgu ágætu kvikmynda, sem hér verða sýndar í haust. Sagan gerist í Norður- Afríku, æfintýralandinu, og er aðalefni hennar ástaræfintýri fagurrar dansmeyj- ar af Arabakyni og fransks yfirforingja. Kvikmyndin er að mörgu áhrifamikil og hugðnæm. Norma Talmadge Ieikur annað aðalhlutverkið af venjulegri snild. Er hún einhver vinsælasta kvikmynda- leikkona, sem nú er uppi. Á móti henni i þessari kvikmynd leikur Joseph Schild- kraut. Hann mun nú mega telja heims- frægan leikara. Þeir, sem sáu kvikm. »Einstæðingana« (De to Foreldreslöse), muna sjálfsagt hve vel hann Iék í henni. Hann virðist vera ágætlega til þess fall- inn, að leika það hlutverk, sem hann hefir á hendi í »Ambátt sheiksins«. — Ýms önnur hlutverk í þessari mynd eru vel leikin, t. d. leikur E. Carew Ramlika mjög vel.

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.