Sunnudagsblaðið

Tölublað

Sunnudagsblaðið - 04.10.1925, Blaðsíða 3

Sunnudagsblaðið - 04.10.1925, Blaðsíða 3
Sunnudagsblaðið. 11 Jackie Coogan. Á hann var minst í siðasta tbl. Þess var getið nýlega í amerísku tímariti, að vegna skólanáms mundi hann ekki leika í ýkjamörgum kvikmyndum næstu ár. Er hann og að vaxa upp úr þeim hlut- verkum, sem hann er frægastur fyrir. Enn eru þó margar kvikmyndir hans ókomnar hingað, og má það vera gleði- efni kvikmyndavinum hér. Er og ekki óliklegt, hvað sem skólanámi líður, aö leiklistin hafi þau tök á þessum litla leikara, að hann haldi áfram á þessari braut, og að enn fjölbreyttari leikhæfi- leikar komi í ljós hjá honum síðar. Brófaskrína. »N. N.« Gloria Swanson er af sænsk- um ættum, eins og nafnið bendir til. það er mjög alment, að Skandinavar vestra, sem eru Svendson, Svendsen eða jafnvel »Sveinsson«, breyti nafni sínu í Swanson. þannig eru margar vesturfsl. fjölskyldur vestra, sem nú bera nafnið Swanson. — — Gloria Swanson giftist eigi alls fyrir löngu, frönskum mark- greifa. Fyrsti eiginmaður hennar var Wallace Beery, sem leikur ræningja- þorparann i »Haferninum«. Auglýsendur, sem skifta við Sunnudagsblaðið eru beðnir að senda auglýsingar sínar á af- greiðsluna fyrri part vikunnar, er þeir geta því við komið, þá hefir auglýsand- inn tryggingu fyrir, að auglýsing hans sé sett svo honum líki. Fall Trójuborgar. Helena, drottiiing Grikklands, Ieíkín af Edy Darclea. Þetta er stórkostleg kvikmynd í 10 þáttum, gorö af þýsku félagi, og leikin af úrvalsleikurum þýskum, t. d. Albert Bassermann. Af öðrum leikurum má sérstaklega nefna: Edy Darclea, sem leikur Helenu Grikklandsdrottningu, Carlo Aldini, íþróttamanninn fræga, sem leikur Akkilles, vaskasta hermann Grikklands. Akkilles, leikinn af Aldini, Efnið er, eins og kunnugt er, forn- sögulegt, og hið stórfenglegasta. Munu flestir hafa lesið fornsagnir þær, sem kvikmyndin byggist á, á æskuárum. Þær eru til í úrvalsþýðingum íslensk- um. Geysi miklu fje hefir verið varið til þess, að gera kvikmyndina sem best úr garði. Er tilkomumikið að sjá or- usturnar, á sjó og landi, kappreiðarnar og hátíðabúnaðinn í öllum veislunum. Enginn kvikmyndavinur mun sitja sig úr færi að sjá þessa mynd. Kvikmynd- in verður sýnd í Gamla Bio. Molar. Henry Ford keypti nýlega 200 skip, sem Banda- ríkjastjórn lét byggja á ófriðarárunum til flutninga. Kaupverðið var $ 1,700,000, enda verða flest skipin rifin, og efnið síðar notað í bifreiðar og mótora. Bestu skipin ætlar Ford þó að hafa í förum með varning úr verksmiðjum sinum. Yei'kamannasambandið ameríska. (American Federation of Labor), hef- ir tilkynt, að það muni framvegis styrkja þann stjórnmálaflokk, sem best sé trú- andi til þess að gæta hagsmuua verka- mannanna. Verkamannasambandið legg- ur nú mikla áherslu á„ að vekja áhuga kvenna fyrir málum, er snerta hag verkamanna. Leiðtogar verkam. vestra hafa ekki farið dult með það, að það hafi verið óráð, að heita Follette-wheeler hreyfingunni fylgi sitt, í síðustu forseta- kosningunni, því þrátt fyrir það fylgdi allur fjöldi verkamanna öðrum hvorum gömlu flokkunum í kosningunum. Atvinnuleysi hefir verið mikið á írlandi undanfarið. Einkum bar á skorti i Clommel og Tipperary. í Clommel dóu 2 börn úr hungri og krafðist írska verkamanna- sambandið þess þá af báðum stjórnum frlands, að fólkinu í landinu yrði séð fyrir vinnu. Snndþrautir. Tvær stúlkur reyndu í sumar að synda yfir Ermarsund. Önnur þeirra heitir Jane Sion og er frakknesk og átti hún að eins ósynt l1/* mílu að ströndinni við Dover, en varð að hætta vegna kuida Enginn kona hefir komist neitt líkt því eins nálægt að vinna þessa þraut af hendi og Jane Sion. þrettán klukku- tíma og 30 mínútur var hún í sjónum. Veður var óhagstætt. — Lillian Harrison, frá Argentínu, átti 5 mílur ófarnar, er hún gafst upp. Edda Mussolini. Mussolini á sér dóttur, 15 vetra að aldri, og heitir hún Edda. Sýndi hún af sér mikið snarræði eitt sinn í sumar. Var hún stödd á baðstað einum suður við Adríahaf. Stormur skall á og var stúlka ein komin að drukknun. Edda henti sér þá út, náði í stúlkuna, og hélt henni uppi, uns björgunarbátur kom að. Myndin af systur Therese, er var í 1. tbl., var gerð eftir málverki, sem nunna ein, stallsystir Therese, málaði í klaustrinu. Ólafur Hvanndal bjó til myndmótið, fyrir Sunnudagsbl., eftir prentaðri mynd útlendri, en myndmót Ólafs er svo vel gert, að prentmyndirnar eftir því eru betri.

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.