Hænir


Hænir - 08.03.1924, Blaðsíða 2

Hænir - 08.03.1924, Blaðsíða 2
HÆNI R 4» Hveiti Rúgmjöl Hrísgrjón Rúsínur Sveskjur Hafragrjón Seyðisfirði hafa fyrirliggjandi: Kaffi Kaffibætir Molasykur Strausykur Maísmjöl Margarine Mjólk Kex 3 teg. Stángasápu Handsápu m. teg. Bárujárn 6, 9, 10 Appelsínur þingi, að láta Alþingi ísiendinga verðahéreftir háð annaðhvert ár, 9. Fækkun ráðherra. Samþykt meö miklum meiri hluta at- kvæða: Fundurinn skorar á Alþingi, að fækka ráðherrum, svo að þeir verði ekki fleiri en tveir. 10. Embættaskipun. Svo hljóðandi tillaga var samþykt í einu hljóði: Fuhdurinn skorar á Alþingi að athuga embættaskipun landsins vandlega, og fækka embættum, þar sem það virðist kleyft. Þegar hér var komið fundinum, var orðið svo áliðið nætur, að ekki vanst tími til að taka fyrir öll þau mál, er sett höfðu verið á dagskrá. Loks var svo hljóðandi yfirlýsing samþykt: Svo verður að álíta, að stjórn- málafundir þeir, sem haldnir eru í sambandi við námskeiðið hér á Egilsstöðum, séu eða ættu að geta verið, bæði vegna aðsóknar úr dreiföum sveiíum kjördæm- annaogbættraraðstöðu við undir- búning fundarmálefna, veiga- mestir þess háttar mannamóta í Múlasýslu. Með tilliti til þessa, lýsir fundurinn rnegnri óánægju sinni yfir því, að þingmenn sýslnanna skuli leyfa sér það tómlæti, að mæta eigi á fundi þessum, þrátt fyrir bein tilmæli frá kjósendum þeim, er til fund- arins stofnuðu. Þó undanskilur fundurin 1. þm. Sm. Svein Ólafs- son, er einn þingmanna hefir forföil svo kunn séu, en jafn- framt er þó hinn eini þeirra, sem skjallega hefir látið fundin- um í té aðstoð sína í tæka tíð. Fundargerð lesin upp og sampykt. Fundi slitið. Asmundur Guðmundsson. Björn Þorkelsson. Þórhallur Jónasson. Aths. Fundargerð þessi barst ekki ritstj. í hendur fyr en 3. þ. m. með e. s. „Esju“ þótt undarlegt sé, þar sem meðfylgj- andi bréf frá fundarstj. er dags. 29. jan. En fyr var því ekki hægt að birta hana. "♦ — Hræöilegt ofsaveöur geysaði eftir endilöngum Noregi 24— 26 jan. síðastliðinn, og olli miklutjóni, einkanlega á skipum og líftjóni fjölda sjómanna. En hið eftirminnilega af- spyrnurok skall hér yfir rúml. 3 dögum seinna, 29—30. janúar. Um sama leyti ólmaðist stormurinn í Danmörku, eink- um vesturströnd Jótlands og olli fleiri skipsströndum. Grænlandsmáiið. Samningsuppkast dansk- norsku nefndarmannanna Nefndirnar sátu á rökstólum í Kristjaníu 14.—28. jan s.l. og komu sér saman um samnings- frumvarp sem hér segir: „Til þess að útiloka ágreining, sem virðist ríkjandi, hefir verið reynt að fá lausn á hagkvæmum vafaatriðum, sérstaklega að því er snertir dýra- og fiskiveiðar á Austur-Grænlandi, og hafa báðar nefndirnar orðið á eitt sáttar um að mæla með því, hvor við síma stjórn, að gera svofeldan samning: 1- gr. Ákvæði samnings þessa snerta Austur-Grænland, sem ber að skilja þann hluta af austurströnd Græn- lands með aðliggjandi siglinga- svæði, sem nær frá Lindenovsfirði (60° 27’ norðl. breiddar), til Norð- austuraxlarinnar (Nordöstrunding- en)(81° norðl. breiddar) þáað und- anskiidu Angmagsalíkhéraðinu. 2. gr. Innan svæðis þess, er um ræð- ir í 1. gr., er með fastbundnum skilyrðum samings þessa, skipum frjáis aðgangur; skipshöfn og aðr- ir skipverjar hafa rétt til þess að fara í land, vera þar vetrarlangt og stunda dýra-og fiskiveiðar. 3. gr. Dýra-og fiskiveiðar má ekki stunda á ógætilegan hátt, svo af geti stafað hætta á gereyðingu sjaldgæfra eða nytsamra dýrateg- unda.svosem moskusnauta og æö- arfugls. Svoframarlega, að fengin reynsla geri æskilegt, að í hvoru landinu fyrir sig verði gerð ákvæði, svo sem bann gegn innfiutningi veiði- afurðanna, til þess með því, að koma í veg fyrir gereyðingusjald- gæfra eða nytsamra dýrategunda, eða til þess, að vernda og auka viðhald slkra dýrategunda, eru báð- ir aðiljar ásáttir um hvenær sem er, að leita samkomulags um sam- hljóða ákvarðanir í því tilliti. 4. gr. Innan svæðis þess, er um ræð- ir í 1. gr., er heimilt einstakling- um eða félögum, að taka lóðir dil umráða og notkunar, þegar það svæði, sem tekið er, á verulega að vinna eða nytfæra sér til bú- staðar eða reksturs, eða á annan þarflegan hátt, og það ekki er áð- ur tekið til notkunar af öðrum. Rétturinn fyrnist, þegar ábúandi eða fulltrúi hans ekki hefir kom- ið á staðinn fimm ár í röð. 5. gr. Innan svæðis þess, er um ræð- ir í 1. gr., er heimilt að setja á fót stöðvar til veðurathugana, skeytasendinga og talsíma, og koma upp stofnunum í vísindalegu og líknarsömu augnamiði. 6. gr. Ef tii þess kemur, að hið fyrir- hugaða Eskimóaþorp við Scores- bysund myndist, skulu ákvæði þessa samnings ekki verða því til fyrirstöðu, að til þess fáist nægi- legt landrými afskamtað, og að hægt sé að koma að sérákvæðum þeim sem útheimtjst með tilliti til hinna sérstöku lifnaðarhátta hinn- ar innfæddu grænlenzku þjóðar 7. gr. Aðiljarnir áskilja sér eftir sam- Símskeyti frá Fréttastofu íslands. Rvík a9/a (Sfmsbilun. Móttekið 2. m«rz). Belgastjórn fallin. Verkbanniö norska vex, 12000 manns viðbætst. Mussoline vill auka ítalaflota, vegna aukningar Bretaflota í Miðjarð- arhafinu. Henderson, innanríkisráöherra, hefir ráðist á friðarsamning- ana; telur þá tálma viðskiftalífi heimsins. Þingfréttir: Kjöttollsmálið rætt á leynifundi í gær, ekki útrætt enn. Eftirlits- starfi banka og sparisjóða veittur Jakobi Möller. Fangahús ísafjarðar brann í nótt. Unglingsmaður brann inni. Rvík '/«• Andstæðingar Sovjetsjórnar hafa áráðist Sinovief, sakandi hann um hafa eytt þriðjungi gullforða ríkisins til undirróðurs í Suðuramerríku og Suðurafríku. Kameneff og fleiri háttstandandi menn hersins afsett- ir fyrir fylgi við andstæðinga. Þjóðernissinnar í Þýzkalandi æskja forsetakosninga jafnframt þingkosningum ogframbjóða sonarson. Bis- marcks. Bandaríkjastjórn vill selja kaupskip ríkisins, alls 1333. Hen- erson hefir náð kosningu í Burnley. Neöri málstofa Breta hefir sam- þykt jafnan kosningarrétt kvenna og karla yfir 21 árs. Tyrkir veitt stórfé til aukningar flotanum. Slríð yfirvofandi milli Jugoslava og Bulgara. Engar þingfréttir. Rvík 4/». Formaður strandgæzlu Bandaríkjanna hefir óskað 10 miljón doll- ara fjárveitingu til aukningar gæzlu vegna smyglaranna, og skýrir frá, að smyglararnir hafi 34 hafgeng gufuskip, 132 seglskip, auk fjölda afarhraðskreiöra vélbáta til smyglunarinnar hafa þeir síðustu 26 mánuði smyglað inn 1246000 spriítkössum frá Norður-Evrópu. Skýrslan vekur feiknaathygli í Ameríku. Póiverjastjórn hefir veðsett ríkisskógana Frökkum fyrir 400 miljón franka láni til hervarnar. Rvík 5/«. Tyrkjastjórn afsett kalífann. Búist við þingrofi í Bretlandi og nýj- um kosningum í maí. „Fylla“ handtók þýzkan togara, er hét „Berlín“, og var hann dæmdur í 10 þús. kr. sekt. Þingfréttir: Jónas Jónsson og GuðmundurÓlafsson bera fram þingsályktun um skipun sparnadanefndar, sem eigi að rannsaka möguleika til sparn- aðar í starfsmannahaldi, einkum í Reykjavík. Stjdrnarfráför yfirvof- andi. Rvík b/b. Forsætisráðherra tilkynti í dag að kóngur hefði veitt stjórninni lausn í gær. Óvissa um viðtakendur; einkum eru tilnefndir Jón Þor- láksson og Jón Magnússon. Bernhard framber frumvarp um bygðar- leyfi, bannaidi mönnum að setjast að í hreppi eða kaupstað, nema með leyfi sveitastjórnar. Átta íhaldsmenn í efri deild frambera frum- varp um að hœtta að prenta umræðupart Alþingistíðinda. Vélbátur, „Björg“, sökk Vestmannaeyjum í nótt. Togari bjargaði áhöfninni. Útlent: Svartidauði geysar við Kaspiahaf. Fjárlagafrumvarp Breta ráðgerir 37338145 sterlingspund sparnað.

x

Hænir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hænir
https://timarit.is/publication/620

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.