Hænir


Hænir - 08.03.1924, Page 3

Hænir - 08.03.1924, Page 3
n ÆN I K komulagi, að kotna að breyting- um og viðaukum í þennan samn- ing, sem fengin reynsla kann að leiða í ljós að æskilegt sé. 8. gr. Ef að á milli hinna tveggja stjórna skyldi koma upp skoð- anamunur með tilliti til útskýr- inga á einhverju ákvæði í samningi þessum, eru aðiljar ásáttir um, að sá skoðanmunir skuli verða end- anlega útkljáður af alþjóða gerð- ardómi Þjóðbandalagsins í Haag. 9. gr. Samningur þessi gengur í gildi 1. maí 1924 og gildir óuppsegj- anlega í tuttugu ár með endurnýj- un fyrir samsvarandi tímabil, nema því að eins að annarhvor aðili segi honum upp minst tveim- ur árum áður en tuttugu ára tíma- bilið er útrunnið. Þessu til staðfestingar hafa báðir fulltrúar hlutaðeigandi stjórna und- irskrifaðsamning þennan.sem gerð- ur er í 2 samritum á norsku og dönsku. Kaupmannahöfn..... Greinargerö nefndanna. Um leið og ofanritað samnings frumvarp er undirskrifað, óska nefndirnar að gefa svofelda skýr- ingu: Þar eð Angmagsalikhéraðinu, með tilkynningunni frá 10 okt. 1894, voru ekki settar ákveðnar landamerkjalínur, gera nefndirnar ráð fyrir því, að þar verði sett nákvæm landamörk, og ef nauð- sýn krefur fastákveðin og tilkynt af dönsku stjórninni, eftir venju- legum reglum (sbr. auglýsing 26/3. 1757). Svæðið, sem um ræðir í 6. gr. fyrir hina ráðgerðu Eskimóabygð, verður sennilega farið með sama hátt. Báðum nefndunum er þaö ljóst, að með tilliti til Eskimóa, sem hafast við á nálægum svæðum norðan við Lindenovsfjörð, kunni að verða nau^sýnlegt að gera sér- stakar ráðstafanir, til þess, að vernda þær fyrir þeirri hættu, sem eftirlitslaust samneyti við umheim- inn getur leitt af sér fyrir þá. Þess vegna er fyrir því séð, að ákvæði samningsins ekki skuli standa í vegi fyrir því, að stjórn þeirra, ef nauðsýnlegt þykir, setj sérstakar reglur, með tilliti til þess hvað lifnaðarhættir hinnar inn- fæddu þjóðar útheinita. Það er fyrirfram til skilið, að ef á Austur-Grænlandi verða sett ar upp stöðvar eða stofnanir, sem um ræðir í 5. gr., þá mega þær ekki vera notaðar á neinn hátt þannig, að komi í bág við alþjóð- legar hlutleysisskyldur. (Eftir „Ukens Nyt" — „Aftenposten"). Af því „Hænir" hefir nokkuð minst á þetta mál áður, telur hann rétt að lofa lesendum sínum að sjá samningsuppkast þetta. Þess má geta um leið, að blað það, sem samningsfrumvarpið er T H E R M A RAFSUÐU- OG CD| I RPVT HITUNARÁHÖLD Cí\U DCL I . Margra ára hérlend reynzla hefir sýnt það og sannað. Meðfylgjandi vottorð eru ein sönnunin. Árið 1916 keypti égaf herra Indriða Helgasyni „Therma“-rafsuðuvél og hefir hún verið notuð síðan daglega ng aldrei orðið neitt að, hvorki plötunni né bakaraofn- Seyðisfirði, 10. júlí 1923. Q. Lárusson, símritari. inum. Vorið 1914 keypti ég undirritaður 2 Therma-hitaplötur (rafsuðutæki), er að staðaldri hafa verið notaðar á hverjum degi síðan. Plötur þessar hafa reynst ágætlega, aldrei bilað og er mér Ijúft að gefa firmanu mín beztu meðrnæli. Seyðisfirði, 11. Júlí 1923. Þorst. Gíslason, símafulltrúi. Vorið 1914 keypti ég undirritaður 2 „Therma'‘-rafsuðuplötur, aðra 1000 watta, hina 300 vvatta. Báðar þessar suðuplötur hafa verið notaðar að staðaldri, og aldrei þurft aðgerðar við. Mér er því sönn ánægja að gefa þessari tegund af suðuplötum mfn beztu meðmæli. Seyðisfirði, 9. júlí 1923. Jóhann Sigurðsson, verkstjóri. Sumarið 1914 keypti ég undirritaður 1 rafsuðuplötu „Therma“, 900 watta. Plata þessi hefir verið notuð daglega síðan og reynst mér ágætlega. Er mér því sönn ánægja að gefa þessari tegund af suðuplötum mín beztu meðmæli. Seyðisfirði, 9. júlí 1923. N. 0. Nielsen, kaupm. Engum dettur því til hugar að fá sér önnur eldunaráhöld en „THERMA“, þótt ódýrari séu. — Upplýsingar um verð og annað geta menn fengið hjá herra bankaritara Theódór Blöndal á Seyðisfirði, sem einnig veitir pöntunum móttöku, eða með því að snúa sér til okkar. — Athygli Seyðfirðinga, sem þurfa að fá sér eldunar- áhöld í sumar, þegar rafstöðin verður stækkuð, skal vakin á því, að afgreiðsla hverrar pöntnnar frá verksmiðjunni tekur 2—3 mánuði Pantið því í tíma! „Therma“-áhöid ávalt fyrirliggjandi í miklu úrvali. — Akureyri, 9. febrúar 1924. ELEKTRO CO. Einkasalar 6 Norður- og Austurlandi — Fiskifloti Austfirðinga bíður ennþá stórfeldan hnekki. Skip til sölu. Seglkútter „Normann11, ca. 40 smálestir að stærð, brutto, sem sökk hér á hafnarbakkanum síðastliðið haust, er til sölu. — Skipið stendur að nokkru leyti upp úr sjó og verður selt í því ástandi sem það er. — Lysthafendur snúi sér til herra J. Landmark, um borð í m.k. „Ruby“ við hafnarbryggjuna hér, eða norska vicekonsulatsins á Seyðisf. Hí. Samein. ísl. verzl. kaupa tóm steinolíuíöt háu verði. tekið úr, mælir mjög meö því, og telur að báðar nefndirnar eigi skilið þakkir og velvild landanna fyrir starf sitt. En sum norsku blöðin eru óánægð. þar sem ekkert sé ákveð- ið um eignarréttinn, en Norð- mönnum aðeins leyfður afnota- réttur, fjárhagslega og vísindalega. Góð jðrð i boði. Klúka í Hjaltastaðarþinghá fæst til kaups eða ábúðar á næsta vori Klúku 15. febr. 1924 Stefán Bjarnason. Prentsmiðja Austurlands Síðan upp úr miðri síðustu viku hafa geysað stormar og snjó- byljir úr ýmsum áttum með mikl- um frostum öðru hvoru. Sjómennirnir hafa því ekki átt sjö dagana sæla, sem hafa verið að velkjast á hafinu. Vélskipin og bátarnir voru einmitt flestir ný- lagðir út til fiskjar héðan, þegar hretið skall á, en veiðar byrjuðu nokkru áður á svæðinu frá Fá- skrúðsfirði til Hornafjarðar. Veðrið hefir náð yfir alt Iandið, en orðið að mestu tjóni hér austan- ands, því mörgum bátum og skip- um hefir hlekkst á og sum farist. íammast kvað að þessu fyrir helgina síðustu. Á föstudaginn sökk vélbátur frá áskrúðsfirði út undan Strætishorni. Var hann hlaðinn fiski, og á leið- inni til lands móti frostbylnum varð hann svo klakaður, að hann gat ekki flotið til lands. En til allrar hamingju var annar bátur honum samferða, sem gat rent að hliðinni á honum rétt í því hann var að sökkva og tók mennina, svo þeir björguðust. Komst hann með naumindum inn til Stöðvar- fjarðar og lá þar, þar til veðr- inu slotaði. Báturinn, sem sökk, hét „Geysir“, og var| eign Stefáns Jakobssonar, kauprpanns á Fáskrúðsfirði ogHerm. Þorsteins- ■Sonar, kaupm. hér á Seyðisfirði. Sama dag var það og að vél- skipinu „Rán“ hlektist á svo það gekk fyrir ætternisstapa. Þegar veðrið skall á hélt „Rán“ inn á Hvalneskrók, og lagðist fyrir akker og lá þar til síðla föstudagsnaetur. Þá var skipið orðið svo yfirísað af fannkomu og frosthörku, að eigi þótti skipstj. Árna Vilhjálms- syni, álitlegt að liggja þar lengur, og varð að höggva á akkerisfest- arnar, sem voru orðnar svo frostn- ar að ekki þótti hægt að draga upp akkerin. Sigldi skipið síðan suður með og náði Hornafjarðar- ós snemma dags. En hörku útfall var í ósnum, og mikið í honum af krapa á reki innan úr firðinum. Og var því enginri vegur að hugsa til að sigla ósimÁ inn, án þess að tefla á tvær hættur, fyr en útfallið rénaði eða innfall kæmi, og sjór yrði hreinn og krapareksíáus. En skipverjar munu ekki hafa treyst sér að liggja lengur úti, vegna ís- þungans á skipinu, og lögðu því í ósinn. Þegar þeir voru komnir nokkuð áleiðis, stöðvaðist skipið af straumnum og krapastöppunni og rak það aftur á bak og til hliðar að vesturlandinu, og náði Hvanney áður en það ræki lengra út og komust skipverjar allir, 16 að tölu, í land á sigluránni. Mun hafa brotnað gat á skipið við það aö skellast að klettaurðinni og sökk þaö samstundis og menn-

x

Hænir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hænir
https://timarit.is/publication/620

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.