Melkorka - 01.05.1945, Síða 34

Melkorka - 01.05.1945, Síða 34
seni vanalega ekki er náð fyrr en við 7—8 mánaða aldur. Hreyfingar. Barnið hreyfir sig áður en það fæðist. Það hefur þörf á hreyfingu og þessi þörf eykst eftir fæðinguna og með aldr- inum. Hreyfingar barnsins eru í fyrstu mjög snöggar, margar aigerlega ósjálfráðar, „reflex“-hreyfingar, sem að framan eru greindar. Þessar fyrstu hreyfingar eru þó misjafnlega margar og snöggar hjá ýmsurn börnum. Ef við öftrum barninu frá að lneyfa sig, höldum því föstu, grætur það. Barninu er nauðsyn að hafa „frjálsar hénd- ur“ þegar frá byrjun. Þegar barnið byrjar að lteina athygli að hreyfingum sínum, verða þær fyrst í stað mjög hægfara, óvissar. Smám saman fær það vald á líkama sínum, limum og hreyfingum, það æfir sig og lærir af reynslunni. En það gagn, sem barnið hef- ur af reynslu.og æfingu, fer eftir þroskastigi þess. Þess vegna hefur það ekkert að segja og getur jafnvel verið skaðlegt, ef maður reynir að kenna því þá hreyfingu, sem ekki er eðlileg, of erfið fyrir þroskastig þess. Ég birti hér skrá yfir, livað börn geta á vissunr aldri, senr þó er á engan hátt óskeik- .ul, því að þroski hreyfinganna er mjög nris- jafn og stundum seinn án þess að nokkuð sé í ólagi: 3ja mánaða barn getur lyft höfðinu, þegar það liggur á bakinu, 4ja nránaða haldið liöfði, 5 nránaða setið nreð stoð, 6 mánaða staðið nreð stoð, velt sér af bakinu á magann, 7 mánaða setið sjálft, 8 mánaða sezt upp, 9 mánaða skriðið, 10 mánaða stað- ið upp með því að lialda sér í, 11 mánaða gengið, ef maður lreldur í hendur þess, 12 mánaða skriðið í þrepunr, 13 mánaða staðið sjálft, 14 mánaða gengið sjálft. Leikur. Þegar \/2— 1 nrán. barn liggur lilýtt, satt og notalega í rúnrinu sínu, hreyfir ]rað fingurna. Brátt beinist athygli barnsins að þessum hreyfingum, oftast þegar það er 1—2ja rrián., og þá getunr við sagt, að leik- urinn byrji. Tákn l'yrsta leiksins: 1) barnið leikur sér bara þegar það er ánægt, 2) leik- urinn er hreyfing limanna, 3) hreyfingarnar endurtakast. Gefunr við barninu leikfang eða einhvern hlut, getur það bara slegið með lronum, hrist hann eða kastað frá sér. En við sjáunr greinilega gleði lijá barninu yfir þessunr leik og það er því heppilegt, að barnið frá því það er 4 mánaða hafi leik- föng, senr það getur alltaf náð í sjálft, t. d. kefli eða liringi af ýmsunr stærðunr og með ýnrsum litum, þrædda á borða, senr er bund- inn við rúmið. Öft verður hreyfing, senr barnið gerir af tilviljun, að leik eða æfingu, eins og þessi frásögn Charlotte Biihler ber nreð sér: 11 mánaða barn stóð uppi í rúmi sínu, datt svo allt í einu franr á við beint á höfuðið. Barnið grét nú í 5 mínútur. Því var veitt nákvænr eftirtekt. Allt í einu Iiætti það, rétli úr sér og sló lröfðinu niður hvað eftir annað, 20—30 sinnunr, nákvæmlega eins og í fyrsta skipti. Það gerði þetta fyrst nreð at- hygli og áluiga og snrám saman nreð nrik- illi ánægju. 7 nránaða barn getur oftast haldið á tveimur hlutum og slegið þeinr sanran. 10—13 mánaða byrjar barnið vana- lega að stafla upp hverjum hlutnum ofan á annan, byggja. Barn þarf á þessum aldri að liafa nokkuð stór leikföng, helzt nreð skærum liturn og reglubundnu lagi, t. d. ýnrsar stærðir af kubbum, bolta, potthlemm, prik og hringi til að setja upp á prikið og svo kassa til að tína dótið upp í og hvolfa úr. Málið. Gráturinn er fyrsta nreðal barns- ins til að gera sig skiljanlegt. Frá því ]rað er 2—3 mánaða byrjar ]rað líka að hjala, en það hjalar bara, þegar það er ánægt. Hljóð barnsins gefur þannig til kynna, lrvort barn- inu líður vel eða illa, hvort það er reitt, satt eða svangt. ()11 börn hjala, líka þau sem síð- ar verða mállaus. Barnið leikur sér að mál- færunum, æfir þau og fær fram smám sam- an margbreytilegri og skýrari hljóð. Um ]rað bil l/2 árs segir barnið oft aftur og al'tur t iss hljóð, sem er létt l'yrir það að mynda, 30 MELKORKA

x

Melkorka

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.