Melkorka - 01.05.1945, Page 49

Melkorka - 01.05.1945, Page 49
mun kunnugt, sem eitthvað hafa gluggað í Gamla testamentið. En islenzkir höfundar liafa frá öndverðu gætt meiri liófsemi á þessu sviði og verið bæði raunsærri og mannúðlegri en stéttarbræður þeirra í heitara lofts- lagi. Lýsingin á Hallgerði langbrók er til dæmis vatns- bland eitt, þegar hún er borin saman við austurlenzka kvenskálka eða suðræna. Og annað er sérstaklega eftir- tektarvert: Höfundum fornbókmennta okkar þykir ekki alltaf nauðsynlegt að hafa kvenhetjurnar forkunnarfagr- ar eða uppábúnar, heldur eru yfirburðir þeirra fólgnir í líkamlegu og andlegu atgcrvi, mannkostum og dugn- aði, brjóstmildi og skapheilindum. En þær hafa sanu orðið okkur kærar, jafnvel þótt þær væru ekki einu sinni „vænar yfirlitum" og liefðu kartnögl á hverjum fingri. Hofróðan, sem silur í dyngju sinni ár og daga í óþægilega síðum lilhaldsklæðum og staðfestir vörugæði sín með pempíulegu dútli og skrælnuðu bænastagli, hef- ur nefnilega aldrei verið íslcnzkt bókmenntafyrirbæri, heldur aðflutt úr slæmum erlendum skáldskap. Það kemur oft fyrir í leiðinlegum sögum, að kvenpersónum af þessu tagi sé fagurlega lýst og loks hjálpað til að klöngrast upp í hjá einhverju miðaldra prúðmenni, sem selur gráfíkjur og sápu, en liitt er líka altítt, að þetta séu verstu skruggur, venjulega rauðhærðar og blánefj- aðar, sem pipra ýmist eða komast í tæri við hina hvim- leiðustu og óhlutvöndustu loftspekipaura, þrátt fyrir guðsorð, saumaskap og vartspjallaðan heilagleik. Þær hafa aldrei átt neinum vinsældum að fagna hér á landi, hvorki í bókmenntum okkar né þjóðlífi. Við höfum æv- inlcga kunnað því betur, að konan stæði föstum fótum á jörðinni og tæki þátt í baráttu okkar við stopul veð- ur, hrjóstruga náttúru, fátækt og örðugleika. Þetta sést glöggt á því, að í hugarheimi islenzkrar alþýðu hefur jafntiginni persónu sem Maríu mey verið fenginn ein- hver nytsamur starfi: hún hefur verið látin sitja yfir kvíám, líta eftir kúnum, hjálpa til við mjaltir, spinna, vefa og prjóna, en sökum trúarlegrar lielgi hefur henni þó verið lilíft við mesta slarkinu. Það cr óhætt að segja, að rithöfundum okkar hafi nær undantekningarlaust brugðizt bogalistin, þegar þeir hafa orðið fyrir andleg- um áhrifum frá furstadætrum Austurlanda, kastalafrúm riddarasagnanna eða blóðlausum draumálfuverum hinna hárómantískustu eða öllu heldur launslægustu útlendinga. Og afsprengi slíkra áhrifa liafa aldrei verið búin skarti sannrar og heiðarlegrar listar og þarafleið- andi farið á mis við almenna hylli eftir skamma stund, því að bókmcnntaleg forgylling getur ekki til lengdar villt um fyrir fólki né varðveitzt í huga þess. Mynd Sig- rúnar i Manni og konu máðist til dæmis fljótt og eydd- ist, en hinsvegar er óhætt að staðhæfa, að Elalla í Heið- arbýlinu og Salka Valka eigi eftir að verða býsna lang- lífar, einkum hin síðarnefnda. Ég minnist þess ekki heldur, að fulltrúar kvenna í mörgum beztu skáldverk- um, sem samin liafa verið á þessari öld, séu skinheilagar og aðgerðarlausar liispursmeyjar. Því er öfugt farið. Höfundar eins og Gorki, Dreiser, Nexö, Rolland, l’earl Buck, Steinbeck og Hemingway geta um j>að borið, svo að örfá nöfn séu nefnd af hundruðum. Og sömuleiðis mætti bæta því við, að María í For Whom the Bell Tolls, einhver rómantískasta kvenmynd, sem sézt hefur í skáldsögum síðari ára, er hvergi sparibúin, heldur klædd tötrum, hvergi með baldýringar milli handanna og al- gerlega laus við þann yfirdrepsskap í orðum og athöfn- um, sem heyrir til ógeðþekku innræti eða vanorku á- kveðinna kirtla. ÉG DRAP Á ÞAÐ hér að framan, að fátt væri hvim- leiðara og ólistrænna í bókmenntum en klæmni og lok- rekkjuhjal, sem ltefur jrað eitt að markmiði að lokka til sfn óupplýsta eða ókurteisa lesendur. En ég vil einnig taka skýrt fram, að ég álít leynipukur, hræsni eða læði- pokagang eins og kringum heitan graut ekki hótinu betra í jrcssum efnum. Hvorutveggja ber að skoða sem eftirstöðvar liðinna tíma og einkenni menntunarlcysis eða skorts á nauðsynlegri siðfágun. Sérhver nútíma rit- höfundur, sem vill vera starfi sínu trúr, hlýtur að gera sér ljóst, að sögupersónur hans, bæði karlar og konur, eru ekki aðeins skynverur, heldur líka kynverur. Ef hann lokaði augunum fyrir því, myndi hann afneita líf- inu, eðli jjess og lögmálum, það er að segja: gera sig að fífli. Ef hann hinsvegar sæi ekki annað en þennan mikilvæga Jrátt í eðli mannanna og gleymdi ýmsum öðrum viðlíka mikilvægum, myndu verk hans aldrei öðlast ]>á dýpl og vídd, sem gæti gefið ]>eim varanlegt og um leið almennt gildi. En |>ví verður ekki á móti mælt, að bókmenntir luttugustu aldarinnar hafa fjall- að um þessi mál af fyllri háttvísi, Jjekkingu og skilningi en áður, J>ótt vitanlega væri liægt að leita uppi nokkrar lélegar undantekningar til sönnunar hinu gagnstæða. Breytingar á þjóðfélagsháttum og stórkostlegar framfar- ir í sálvísindum og líffræði hafa stuðlað að J>ví, að rit- höfundum mætti takast við sköpun söguj>ersóna sinna að varj>a æ bjartara ljósi inn á J>au svið, sem fyrr voru hulin myrkri og leynd, án þess J>ó að gera öðruhvoru kyninu rangt til eða brjóta í bága við ýtrasta velsæmi. Rit Freuds og lærisveina hans hafa tii dæmis haft hin djúptækustu áhrif á bókmenntir þessarar aldar hvarvetna í heiminum, og fullvíst má telja, að rannsóknir Pavlovs í viðbragðsfræðum muni í framtíðinni verða skýrðar og túlkaðar í skáldskap, enda raunar strax farnar að liafa áhrif á sjónarmið og vinnubrögð mýmargra rithöfunda. Og ekkcrt er eðlilegra né sjálfsagðara, því að skáldskap- urinn hefur alltaf endurspeglað hagkerfi, hugmyndir og vísindi síns tíma. Þessvegna er það næsta hlálcgur barnaskapur að áfellast höfunda fyrir að sneiða ekki framhjá þeim hvötum mannanna, sem einatt reynast örlagarikari í hugsanalífi þeirra og athafna en flestar aðrar. Það er svipuð fjarstæða og að hallmæla vélfræð- ingi fyrir að kunna nokkur skil á rafmagninu. I'rá fyrstu tíð og fram að þessum dcgi bera verk heiðarlcgra Iiöf- M ELKORKA 45

x

Melkorka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.