Melkorka - 01.03.1960, Blaðsíða 9

Melkorka - 01.03.1960, Blaðsíða 9
ÞuriÖur FriÖriksdóttir, formaöur Þvoitakvenna- fél. Freyja svipta má vinnuarði lífsins, ættjörð og þjóðerni, án þess að þær geti haft nein áhrif á jrað." 1896 flytur Ólal'ía erindi um þátt ís- lenzkra kvenna í stjórnarskrármálinu. Þar ræðir hún af djörfung undirokun íslend- inga og stjórnarskrárfrumvarp Valtýs Guð- mundssonar, sem hún er eindregði á móti. Erindi sínu lýkur hún með þessum orðum: „Hver kona á íslandi, sem leggur lóð á vogina til þess að rýmka um vald þjóðar vorrar til þess að ráða eigin högum, og varðveita rétt hennar óskertan til kontandi tíma, luin hefur unnið þarft og gott verk, það þarfasta og bezta sem nokkur íslenzk kona getur unnið.“ Svo styrkum rómi tal- aði Ólafía Jóhannsdóttir til íslenzkra kvenna. Arið 1895 er mikið merkisár í kvenfrels- isbaráttunni hér á landi. Þá hefja göngu sína tvö íslenzk kvennablöð. Áttunda jan- úar kemur Framsókn út austur á Seyðis- firði, útgefendur mæðgurnar Sigríður Þor- steinsdóttir og Ingibjörg Skaptadóttir. Framsókn var hreinræktað kvenréttinda- blað, barðist fyrir kvenréttindum og bind- indismálum. í inngangi segja þær um Framsókn. „Erindi vill liún eiga við hvern þann mann, hvort það er karl eða kona, er kejrjra vill áfram til hins rétta og sanna, hins góða og fagra. Hún vill ryðja braut kúguðum en frjálsbornum anda fram til starfs og menningar." Þegar blaðað er í Framsókn, undrast mað- ur það víðsýni og þá menningarstrauma sem leikið hafa um ritstjórana. Það er eins og hurðum og gluggum sé hrundið upp og hressandi vorblær leiki um sálina. Hvílík huggun hrjáðum konum á íslandi fyrir 65 árum. Bríet Bjarnhéðinsdóttir tekur að gefa út Kvennablað sitt þetta sama ár. í fyrsta tölu- blaðinu, 21. febrúar 1895, ávarpar hún kon- ur þannig: „Eins og í boðsbréfinu stóð, á ekki blað þetta að flytja jrólitískar greinar, heldur eingöngu að gefa sig að konum og heimilum." Kvennablaðið átti þó fyrir höndum að verða með árunum beittasta vopnið í kvenfrelsismálum. Þegar Framsókn hættir að koma út, brýnir Bríet röddina Iivað meir og verður beinskeyttari og harð- skeyttari með hverju ári og hefur hún ótrú- legustu áhrif um allt land. Blaði sínu hélt frú Bríet út í 25 ár, en varð þá að hætta út- gáfunni sökum fjárskorts, ekki vegna þess að blaðið Iiefði ekki næga útbreiðslu held- ur vegna sinnuleysis kvenna að greiða ár- gjaldið. Á alþingi 1899 var lagt fram frumvarp til laga um fjárráð giftra kvenna og kjör- gengi og kosningarétt kvenna. Voru á þessu þingi samþykkt lög um fjárráð giftra kvenna, en lög um kjörgengi og kosninga- rétt fellt. Kvenfrelsisbaráttan í heiminum er farin að hafa, þegar hér er komið sögu, meiri áhrfi á konur víðsvegar, og komin á það stig að nauðsynlegt er að stofna kven- réttindafélög til samræmdra aðgerða um málefni kvenna. 1903 er boðað til Alþjóða- fundar í Berlín, og jrar er Alþjóðakvenrétt- indasambandið stofnað. Bríet hafði margsinnis í blaði sínu birt fréttir af baráttu kvenna úti í lieimi og haft bréfaviðskipti við margar erlendar konur. Nú taka henni að berast hvatningabréf um að mæta á næsta Alþjóðafundi sein halda MEI.KORKA 9

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.