Melkorka - 01.03.1960, Blaðsíða 14

Melkorka - 01.03.1960, Blaðsíða 14
Viðtal við Aðalbjörgu Sigurðardóttur Melkorka hefur beðið mig að svara eftir- farandi spurningum: 1. Hvað er langt síðan þú fórst að taka þdtt í réttindabaráttu kvenna? 2. Hvað telur þú hafa orðið þér mesta lyftistöngin i starfi þinu fyrir friði og mannréttindum? 3. Telur þú að kvenréttindabardttan sé til lykta leidd hér d landi, iog ef ekki, hvað telur þú helzt skorta d fullkomið jafnrétti karla og kvenna og hvernig verður þvi takmarki bezt ndð? Fyrst vil ég taka það fram, að ég mun svara 1. og 2. spurningu í einu lagi, því svörin eru óaðskiljanlega samtengd í vitund minna á hinar mörgu ónafngreindu konur, sem mikil áhrif höfðu og hafa í baráttunni, allar þær konur er ýttu við staðnaðri for- ustu og vöktu áhuga fyrir nýjum málum, nýjum verkefnum breyttra tíma. Flestar þesar konur hafa verið úr röðum hinna rót- tækari og verður þeirra hlutur seint full- metinn. Áhugaleysi kvenna fyrir almennum mál- um er of mikið, konur verða að fara að skilja þá ábyrgð sem samfara er almennum réttindum. Það er ekki ntVg að gæta feng- inna réttinda, lieldur verða konur að takast á herðar liinar þjóðfélagslegu kvaðir er þeim fylgja. Konur verða að skilja að þær eiga að beita sér fyrir þjóðfélagslegum um- bótum með því að knýja á löggjafarvaldið og til þess þurfa þær að hafa áhrif innan stjórnmálaflokkanna í baráttunni fyrir breyttum þjóðfélagsháttum. Aðalbjörg Sigurðardóttir minni og eiga rætur svo að segja í minni fyrstu bernsku. Ég lield að ég geti sagt að ég hafi tekið þátt í réttindabaráttu kvenna á einhvern hátt, að minnsta kosti í huganum allt frá því að ég komst til nokkurs vits. Manneskj- an, sem stendur á bak við þessa afstöðu mína er hún „Stína mín“, sem ég kaflaði svo og kalla enn. Hún var vinnukona hjá foreldrum mínum, ég svaf lijá henni og unni henni meir en flestum öðrum, sem ég hef mætt á lífsleiðinni. Ekki liélt hún þó yfir mér neinar kvenréttindaræður, en ég komst snemma að því, livað réttur hennar var lítill samanborinn við vinnumennina á heimilinu, bæði í sambandi við kaupgjald og ýms fríðindi, svo sem hvíld og frí. Þó var Stína mín furðanlega sjálfstæð í sinni stétt, og vissi vel, hvað hún vildi. Einn at- burður í þessu sambandi er mér svo minni- stæður, að hann getur gjarnan talizt sem fyrsta vakning til áhuga, sem mér hefur aldrei liorfið síðan. 14 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.