Melkorka - 01.03.1960, Blaðsíða 18

Melkorka - 01.03.1960, Blaðsíða 18
NOKKRAR I S LENZKAR LISTAKONUR i Áður fyrr munu konur mikið hafa fengist við að búa til myndir. Það er enginn til frásagnar um það hver teiknað hafi mynztrin eða skorið út stokka, liillur og aska, hver ofið hafi ábreiðurnar og saum- að veggteppin. Aldrei hefur hagleik kvenna verið sýnt meira 2 trúnaðartraust en þá, þegar Barði Guðmundsson rakti hnoða Valþjófsstaðahurðarinnar góðu aftur til konu nokkurrar er sögur hermdu að væri hög. Vísvitandi myndlist þar sem konur gengu lær- dómsbrautina og sækja strauma og stefnur til ann- arra landa handa íslenzkri myndlist hefst ekki fyrr en á fyrri helming 20. aldarinnar. Það má telja að Júlíana Sveinsdóttir og Kristin Jónsdóttir ryðji brautina. Kristín Vídalín er þó fyrsta konan sem stundar nám við listaskólann í Kaupmannahöfn. Síðan eru margar kallaðar. Til Islands koma h'ka erlendar listakonur giftar íslenzkum mönnum og leggja þær drjúgan skerf til myndlistar okkar. Höggmyndalistin þróast síðar en málaralistin. Myndvefnað og listiðnað má segja nokkuð nýjan af nálinni en þar virðast margar konur vilja hasla sér völl. Hér eru sýndar nokkrar myndir eftir íslenzkar konur. 3

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.