Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Blaðsíða 52

Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Blaðsíða 52
þekking, óskráðar reglur og viðhorf móta starfið og þá sérstaklega duldu námskrána (Félags íslenskra leikskólakennara, 2000). NÁMSKRÁRGERÐ – LIÐUR Í SKÓLAÞRÓUN Skólaþróun er hugtak sem gengur eins og ósýnilegur þráður í gegnum alla umræðu um árangursríkt skólastarf. Margir líta á námskrárgerð sem einn stærsta þáttinn í skólaþróun og álíta að allir skólar geti haft ávinning af skólanámskrárgerð vegna þess að hún miðar að því að laga það sem miður hefur farið eða bæta skólastarf yfir- leitt (Menntamálaráðuneytið, 1991). Vinnu að gerð skólanámskrár má líkja við þróunarstarf. Ein af meginforsendum þess að umbótaviðleitni beri árangur er að þróunarverkefni leiði til varanlegra breytinga á skólamenningu og vinnubrögðum í skólum (Rúnar Sigþórsson, Börkur Hansen, Jón Baldvin Hannesson, Ólafur H. Jóhannsson, Rósa Eggertsdóttir og Mel West, 1999). Til þess að slíkt megi takast þurfi slík verkefni að ná til skólasamfélagsins í heild, þjóna framtíðarsýn og stefnumiðum sem samstaða er um innan skólans og að sem flestir starfsmenn taki beinan þátt í þeim. Samhæfa þurfi margskonar þætti skólastarfsins þannig að úr verði skilvirk heild. Auk þess þurfi markviss forysta, samstarf kennara, starfsþróun, mat og gagnrýnin endurskoðun á skólastarfinu og áætlunargerð að ríma saman og styðja hvert annað til að þetta sé mögulegt. Ein frjóasta gerð samvinnu í skólum skapast þegar skóli telur sig vera skóla sem lærir og að slíku sameiginlegu námi er hægt að hlúa við ólíklegar og erfiðar aðstæður að mati Russel (1996). Einkenni þessa skóla eru að starfsfólki jafnt sem nemendum er gefinn kostur á námi í formi starfsþróunar. Hún segir jafnframt að hugmyndir að baki skóla sem lærir leggi áherslu á áhuga einstaklinga og þá trú að allir þátttakendur hafi sannan áhuga á gæðum og framförum (1996). Í sama streng taka Richert, Stoddard og Kass (2001) og segja nám vera hjarta skólaþróunar. Og þegar skólafólk lærir breytast vinnuaðferðir og menntastofnunin, sem það vinnur við, breytist. Þau benda á að nám fer fram þegar fólk stendur andspænis nýjum hugmyndum og reynslu og fær tækifæri til að ígrunda hvort tveggja. Þegar reynir á nýja þekkingu og hugmyndir eykst skilningur þess. Allar breytingar í stofnunum og skólum hafa áhrif á þá sem þar starfa. Gerð skóla- námskrár krefst mikils framlags af starfsfólki og oft fylgja breytingar í kjölfar hennar. Rust (1993) segir rannsóknir sýna að starfsfólk skóla bregðist gjarnan við nýbreytni á þrjá mismunandi vegu. Þeir einfaldlega hafna henni; þeir láta líta út fyrir að þeir séu að vinna samkvæmt henni en breyta engu í raun; eða þeir tileinka sér hana, aðlaga hana skólanum og laga sig síðan að henni. Hún segir að hversu flóknar breytingarnar séu og hvernig kennarar komi að þeim sé lykillinn að því hvert þessara þriggja við- bragða muni ráða. Við gerð skólanámskrár þarf að hugsa til framtíðar og að viðfangsefni taki mið af því. Framtíðarsýn er lykill að framförum innan skólans því hún vísar veginn, segir Ólafur H. Jóhannsson (2003). Hann bendir jafnframt á að framtíðarsýn auðveldi gerð skólanámskrár og auðveldi mönnum að taka ákvarðanir um áhersluatriði og for- Þ Ö G U L Þ E K K I N G F Æ R M Á L – S K Ó L A N Á M S K R Á R G E R Ð Í L E I K S K Ó L A 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.