Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.2003, Blaðsíða 9

Bjarmi - 01.10.2003, Blaðsíða 9
Hafliði Kristinsson Fjölskyldan í fallvöltum heimi klámsins Mikiö vatn hefur runnið til sjáv- ar síöan frumkirkjan var að fást viö vandamál saurlifnaöarins. Samt sem áöur er baráttan enn háö í tengslum við sömu grunn- hvatir mannsins, kynhvötina og þau tækifæri eöa freistingar sem þessi góöa gjöf getur leitt ein- staklinga í. Það er mikilvægt aö gera sér grein fyrir þvi aö kyn- hvötin er í eðli sínu góð, en þrátt fyrir jákvæð skilaboð Heil- agrar Ritningar gagnvart þessari gjöf Guös, þá hefur kirkjan á stundum í aldanna rás bjagað þann boöskap og gert þessa hvöt að óvini í staö afls til góöra verka. Vissulega er aövörun á misnotkun áberandi á síöum Biblíunnar, en ein af fegurstu bókum Ritningarinnar, Ljóöaljóð- in, fer afar vel meö þessa sterku en viðkvæmu tilfinningu án tepruskapar. Bjögun klámsins Klámiö er aftur á móti alvarleg bjögun á þessum boöskap. Gríska rótin aö baki orðinu „porn- ography" (klám) er „porneia” sem þýðir m.a. vændiskona. Þaö er ef til vill sú mynd sem lýsir hvaö best eöli þessarar afbökunar. Nýlega var sýnt viötal viö þekkta klám- drottningu sem snúið haföi viö blaðinu og skrifað bók um reynslu sína. Hún sagðist aldrei hafa kynnst nokkurri stúlku í þessum geira sem hafi verið hamingjusöm meö starf sitt. í dag er mikil um- ræða um nútímamansal, sem snýr einmitt aö nauöaflutningi stúlkna frá löndum fárra tækifæra til Vest- urlanda, þar sem þessar stúlkur eru neyddar til vændis og vinnu í klámiðnaöinum. Allur þessi „iön- aður" hefur þann tilgang að svala þessari hvöt sem í upphafi var ætluö til góös og göfugs hlutverks í ástriku sambandi karls og konu. Niðurstaöa þeirrar svölunar af gnægtaborði klámsins skilur síöan eftir sig rammt eftirbragð sem veldur illum áhrifum og vanliöan og getur haft mikil áhrif á nánasta umhverfi þess sem neytir. Börnin, Netið og klámið Meö tilkomu Internetsins hefur heimur klámsins tekið stökkbreyt- ingum. Erfitt aögengi aö klámefni geröi þaö að verkum að menn fóru sér hægar og reyndu að fela slóö sína þegar þeir létu undan freistingunni að skoða forboöiö efni. í dag er sáraeinfalt að fela Niðurstaða þeirrar svölunar af gnægtaborði klámsins skilur síðan eftir sig rammt eftirbragð sem veldur illum áhrifum og vanlíðan og getur haft mikil áhrif á nánasta umhverfi þess sem neytir. slóöina og gífurleg aukning á framboði efnis á Netinu bendir til mikillar notkunar í skjóli leyndar- innar sem Netiö býöur upp á. Þaö sem gerir þessa leiö aö klámi enn verri er auðveldur aögangur barna og unglinga aö þessum bjöguöu upplýsingum. Þaö er og verður

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.