Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.2003, Blaðsíða 19

Bjarmi - 01.10.2003, Blaðsíða 19
eöa tilbeiöslu. Hinn trúaöi finnur guö í verkum sínum en ekki með verkleysi. En Gandhi er ekki eini fulltrúi karma jóga. Hann var friö- arsinni og féll fyrir moröingja- hendi. Morðingi hans var líka áhangandi karmajóga. En hann og hans fylgismenn litu þannig á aö meö ofbeldi, moröum og hemdarverkum, birtist guö í verk- um mannanna í heiminum. Því miður verður aö segjast eins og er aö þessari skoöun hefur vaxið fiskur um hrygg á undanförnum árum og áratugum. Ofbeldi er því á engan hátt eins fjarri hindúism- anum eins og margur vill vera láta. Meira aö segja friöarpostul- inn Gandhi sagði aö þaö væri betra að beita ofbeldi en að sýna hugleysi. II. Sögulegt yfirlit Bregðum okkur nú 5000 ár aftur í timann. Þar verður þá fyrir okkur á Indlandi villt og illfært land, þakið miklum og óyfirstíganlegum hitabeltisfrumskógi þar sem villi- dýr ráöa ríkjum. Við rætur Himalajafjalla hefur þá um nokk- uö skeiö þróast menning sem kall- ast „Indusmenningin" Reis þessi menning hæst frá því um 3000 f.Kr. og þangað til um 1000 f.Kr. Hefur hún einnig verið kölluö fimm borga menningin, því hún var grundvölluð á fimm borgríkj- um aö því er fræðimenn um mál- efniö hafa talið. Megingoömagn þessa tímabils var hin mikla móö- urgyöja. Móðurgyðjan á sér reyndar langa og merkilega sögu í trúarbrögðum okkar mannanna. Til forna var hún tilbeðin allt frá Indlandi og til Miðjarðarhafsins í margs konar myndum. Þar lifði hún góöu lífi fram aö sigri kristn- innar. Viö mætum henni í gyðjum Egypta og í hinni dulúðugu Artemis þeirra Efesusmanna sem segir frá í Postulasögunni. Aríar byrjuöu aö leggja undirsig Ind- land um 1500 f.Kr. Enginn veit nákvæmlega hvaðan þeir komu. En hitt er víst aö þeir áttu upphaf sitt einhvers staðar á víöáttum Asíu sem hafa getið af sér svo margar þjóöir og þjóöflutninga i aldanna rás. Hvaö sem veldur þá taka þessir ættbálkar aö bæra á sér um svipað leyti og forfeöur ísraelsmanna sækja yfir eyöimörk- ina frá Mesópótamíu og aö landi Kanverja. Hluti arianna sækir þá inn í Evrópu en annar hluti til Indlands. Á Indlandi brutu þessar flökkuþjóöir Indusmenninguna á bak aftur. En hin fornu trúarbrögö voru sterkari trúarbrögðum sigur- vegaranna. Því blandaðist átrún- aöur arianna fljótt þeim átrúnaöi sem fyrir var í landinu. Fram undir 1000 f.Kr. veröa til hinar miklu trúarbókmenntir, Vedaritin. Má segja aö þau séu eins konar af- kvæmi þeirri blöndun menningar- heima sem þá haföi átt sér staö. í Vedaritunum er að finna heim- spekilegar pælingar um lífið og tilveruna og þar ber fyrir augu griöarlegan fjölda guða, goða, meinvætta og hálfguða. Vedarit- unum var safnað í fjögur megin- ritverk. Heita þau Rigveda, Sama- veda, Yajurveda og Atharvaveda. Þessi fjögur rit geyma þann átrúnaö sem gjarnan hefur verið kallaður Veda-átrúnaöurinn eftir þeim. Tímabilið sem fýlgdi eftir innrás aríanna og ritun Vedarit- anna var mikill mótunartími í ind- verskri menningarsögu. Segja má aö þá hafi náö aö blandast saman forn og nýr átrúnaöur innrás- armanna og frumbyggja Indlands. Smátt og smátt ná brahminarnir í Vedaritunum er að finna heimspekilegar pælingar um lífið og tilveruna og þar ber fyrir augu gríðarlegan fjölda guða, goða, meinvætta og hálfguða. eða prestarnir, undirtökunum á Indlandi og ný rit veröa til, Upan- ishadaritin. Brahminarnir eru þeir prestar sem annast helgihaldiö í musterum hindúismans enn þann dag i dag og eru æðsta stétt þjóðfélagsins. En þetta var ekki eina gerjunin á Indlandi því um leið og þessi nýju rit voru skráð byrjaði Siddharta Gautama, ööru nafni Búdda aö kenna og búdd- Hof i Kamcheepuran, Indlandi. Borgin er e.k. miöstöö trúarlífs og þar er að finna um 1000 hof. 19

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.