Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.2003, Blaðsíða 23

Bjarmi - 01.10.2003, Blaðsíða 23
Gunnar Finnbogason dósent Uppeldi og áhrif ofbeldis í heimi afþreyingar þá tilfinningalegu ringulreiö sem ólgar innra meö þeim og þau bregðast oft við með neikvæðri hegöun og láta reiði sina bitna á öörum einstaklingum og dauöum hlutum i umhverfinu. Allt í kringum okkur er ofbeldi; í sjónvarpinu, í kvikmyndum, í tölvuleikjum og úti á götu. Mik- ið af ofbeldi er ekki sýnilegt og þess vegna vitum við oft svo lít- ið um það sem er að gerast í samfélaginu í kringum okkur en það eru helst fjölmiölarnir sem upplýsa okkur ef um gróft of- beldi er að ræöa. Það sem fram fer á bak við luktar dyr heimilis- ins vitum við lítið um. Ofbeldi gagnvart börnum Að beita barn ofbeldi er glæpur, sem varðar við lög. Ofbeldi gagn- vart börnum er aldrei, undir nokkrum kringumstæðum, hægt að réttlæta. Barn sem lifir viö stöðugt andlegt eða líkamlegt of- beldi er rænt barnæskunni. Þetta stöðuga ofbeldi skilur eftir sig djúp sár sem erfitt getur verið að græða eða verða aldrei grædd. Spyrja má viö hvað sé átt þeg- ar talað er um ofbeldi. Ofbeldi er hvers kyns beiting valds, sem hindrar aöra manneskju í að framkvæma, hugsa eöa hafa þær tilfinningar sem hún vill, eða aö fá aðra til að gera eitthvað gegn vilja sinum. Ofbeldi getur verið líkamleg misþyrming, andleg mis- þyrming, kynferðisleg misnotkun eða vanræksla. Á íslandi búa mörg börn við heimilisofbeldi. Talað er um heim- ilisofbeldi þegar einn fjölskyldu- meðlimur kúgar annan í skjóli friðhelgi heimilisins og beitir lík- amlegum, andlegum, tilfinninga- legum og jafnvel fjárhagslegum þvingunum. Börn eru beitt ofbeldi bæði beint, þegar ofbeldinu er mark- visst beint gegn þeim, og óbeint þegar þau verða vitni aö ofbeldi á heimili sínu. Árlega koma um 100 börn í Kvennaathvarfið með mæðrum sínum. Beiting ofbeldis er alltaf til marks um aö einstak- lingur sé kominn í þrot með sjálf- an sig og í samskiptum við aðra og þarf því að aö leita sér hjálpar. Börn búa við mismunandi upp- eldisaðstæður en allt of mörg þeirra búa við likamlegt og and- legt ofbeldi og oft á tíðum lélegar félagslegar aðstæður. Áfengis- og fíkniefnaneysla erviða mikil þar sem hvorugt foreldranna eru í því ástandi að geta veitt börnunum það öryggi, umhyggju og leiðsögn sem þau þarfnast. Þau þurfa oft að axla of mikla ábyrgð miðað við aldur. Orð og gjörðir hinna full- orðnu standast ekki og hvatning og örvun oft lítil sem engin. Þessi börn eru oft reið, þola ekki lengur Áhrif ofbeldis í kvikmyndum og tölvuleikjum Börn og unglingar horfa mikiö á ofbeldi í kvikmyndum og mynd- böndum. Reynt er aö vernda börn og ungmenni fyrir ofbeldi og ósæmilegu efni í kvikmyndahúsum og á myndbandaleigum og sér Kvikmyndaeftirlit ríkisins um það eftirlit. Þrátt fyrir þetta eftirlit er ofbeldiö alls staðar nálægt. í sjón- varpinu sjá börn stöðugt ofbeldi beitt t.d. í Tomma og Jenna þar sem jafnvel er hægt að hlæja af ofbeldinu. Erfitt er að sanna lang-

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.