Heilbrigðismál - 01.09.1981, Side 12

Heilbrigðismál - 01.09.1981, Side 12
minnka eða koma í veg fyrir hann með meðferð og að upphitun fyrir erfiðar æfingar dregur úr áreynslu- astma. Rétt er að hafa í huga að astmi eldist oft af börnunum. Það þýðir hins vegar ekki það að ekkert þurfi að gera fyrir þau, þetta lagist hvort sem er. Miklu frekar ætti það að vera hvatning til þess að veita þeim sem allra besta umönnun, þannig að þau sem fullorðnir, heilbrigðir einstaklingar hafi átt sem eðlileg- asta bernsku. Hlutverk lækna og heilbrigðis- VESTURBÆJAR APÚTEK Melhaga 20-22 Reykjavík þjónustunnar í landinu þarf að vera það að fræða foreldra og uppal- endur barnanna um sjúkdóminn, hvernig beri að umgangast astma- veik börn, hvernig umhverfi þeim henti best og hvernig lyfjameðferð og annarri meðferð er beitt. Ef börnin eru nógu þroskuð þarf einnig að veita þeim slíka fræðslu. Það er augljóst að miklu máli skiptir fyrir astmasjúklinga og fjöl- skyldu þeirra hvernig þjónusta og hjálp þeim stendur til boða. Einnig hlýtur það að skipta þjóðfélagið miklu hvernig til tekst að halda sjúklingnum í sem eðlilegustu ástandi. Því betur sem til tekst því meiri not hefur þjóðfélagið af ein- staklingnum. Astmasjúklingur þarf að eiga greiðan aðgang að sjúkrastofnun þar sem hægt er að veita meðferð þegar um bráð astmaköst er að ræða. Göngudeild eða skyndivakt sjúkrahúss hentar vel til slíks, þannig að hægt sé að leggja beint inn á sjúkradeild ef einföld fyrsta meðferð nægir ekki. Ekki er síður nauðsynlegt að vel sé séð fyrir langtímaeftirliti þessara sjúklinga. Til eru börn sem hafa mörg of- næmiseinkenni svo sem astma, of- næmi fyrir frjókornum og fæðu- tegundum, og exem. Þau eru sér- stakt vandamál út af fyrir sig og eiga þau oft í miklum erfiðleikum. Þessi börn og fjölskyldur þeirra þurfa því á mjög víðtækri aðstoð að halda. Horfur á bata þessara barna og reyndar annarra barna með of- næmissjúkdóma eru yfirleitt góðar og oft hverfa einkennin eða lagast mikið á unglingsárunum eða jafn- vel fyrr. En eins og áður hefur verið minnst á er mikilsvert að halda einkennunum sem mest niðri á meðan þau eru til staðar til þess að barnið geti notið lífsins sem best og nái sem mestum þroska. Björn Árdal lœknir er sérfrœðingur í barnaicekningum, ofnœmisfrœði og klín- ískrí ónœmisfrœði barna. Hann slarfar á Barnaspilala Hringsins, Landspitalan- um. Fékkst þú þér 12 Fréttabréf um HEILBRIGÐISMÁL 3/1981

x

Heilbrigðismál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.