Samtíðin - 01.06.1969, Blaðsíða 11

Samtíðin - 01.06.1969, Blaðsíða 11
SAMTÍÐIN 7 korn á því, áður en þú þværð hana af. 8. Döggvaðu hörundið öðru hverju með þunnri tómatsneið eða gulrótarsafa og nuddaðu það því næst með lanólínkremi, þegar það er orðið þurrt. 9. Leggðu vikulega á andlitið þykka fegrunargrímu úr 1 msk. af hunangi og 1 msk. af þeyttum rjóma, blönduðu saman. Þurrkaðu hana síðan af eftir hæfilegan tíma. 10. Berðu ávallt ögn af feitu kremi undir' hökuna, þegar þú hefur lokið við að snyrta andlitið. 11. Gættu þess að neyta daglega hollr- ar fæðu, því að án hennar eru fyrrnefnd- ar snyrtiaðgerðir tilgangslitlar. 12. Borðaðu alltaf hægt og rólega og mundu að tyggja matinn vel. Gættu þess að borða þig aldrei of sadda. " Kvenþjóðin og hanzkarnir NO á dögum eru allar vel klæddar kon- ur með hanzka, en fyrir 800 árum var konum bannaður sá munaður. Fyrir 1100 máttu engir aðrir en prestar vera með hanzka. Við guðsþjónustur voru þeir með hvíta hanzka, er táknuðu hreinleika. Loks var konungbornu fólki einnig leyft að vera með hanzka í kirkjum, og um miðja 17. öld. var svo komið, að ekki þótti hæfa, að neinn maður sæti hanzkalaus í kirkju. Um*svipað leyti voru hanzkar tald- ir mikilsverðari en hringir. Ungur mað- ur bauð stúlkunni, sem hjarta hans girnt- ist, hanzka að gjöf. Ef hún svaraði hon- um með því að gefa honum annan hanzk- ann sinn, hafði hún um leið játazt honum fyrir sitt leyti. Samþykkis föður stúlk- unnar leitaði biðillinn með því að bjóða honum hinn hanzka sinn að gjöf. Átti það að merkja, að hann gæti með annarri hendinni vel veitt dóttur hans sízt lakara atlæti en hún hefði átt aðvenjast. (Ur London Journal frá 1885). Varaliturinn fer illa HELGA skrifar: Mér gengur alltaf fjarska illa að mála á mér varirnar. Lit- urinn hreistrar á þeim og vill auk þess fara út í smáhrukkurnar við munninn. Hvernig á ég að ráða bót á þessu? Held- urðu, að það sé varalitnum að kenna? SVAR: Ef til vill er þetta því að kenna, að varirnar á þér eru of þurrar. Reyndu að bera krem á þær á kvöldin eða nudda þær með kókosfeiti. Þrýstu alltaf þurrum púðurkvasta að vörunum, áður en þú berð varalitinn á þæi', og eftir um það bil 10 mínútur skaltu þrýsta pappírsþurrku að vörunum til að hreinsa af þeim lit, sem tollir ekki á þeim. Ef þér finnst varirnar þurrar, geturðu annaðhvort borið á þær hvítan varalit eða kókosfeiti. Hvað segirðu um aldursmuninn? K. skrifar: Eg er tvítug og er orðin mjög ástfangin í manni, sem er 6 mánuð- um yngri en ég. Hann er líka ástfanginn í mér. Nú segja vinkonur mínar, að ekk- ert vit sé í, að ég fari að giftast manni, sem sé yngri en ég; það fari oftast illa. Hvað á ég að gera? SVAR: Því er fyrst til að svara, að 6 mánuðir eru alls enginn aldursmunur á hjónum. Svo get ég frætt þig á því, að ég þekki hjón, þar sem konan er nokkr- um árum eldri en maður hennar, og hjóna- band þeirra er eins farsælt og hugsazt get- ur. Eg held, að þú eigir ekki að taka alit of mikið mark á því, sem þessar vinkonur þínar eru að segja í þessum efnum, ef þær eru ekki skynsamari en þetta. Naglaböndin fara illa ÁSTA skrifar: Geturðu ekki ráðlagt mér eitthvað til að laga naglaböndin á mér. Þau vaxa svo óskaplega í hverri viku. Á ég að láta þau vaxa eftir vild, eða get-

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.