Samtíðin - 01.06.1969, Blaðsíða 22

Samtíðin - 01.06.1969, Blaðsíða 22
18 SAMTÍÐIN Ingólfur Davíðsson: Ur ríli náttúrunnar 1. ERUM VIÐ ÖLL SNÍKLAR í HELLAS hinu forna var mönnum, sem eitthvað höfðu unnið sér til ágætis, stund- um boðið að borða ókeypis í veizlum. Voru þeir nefndir Parasit, þ. e sá, sem situr með, og þótti virðingarheiti. Nú er parasit samsaín sníkjuvera, dýra eða jurta, sem lifa á öðrum lifandi verum. Sem dæmi um sníkla má nefna bandorma, hnúðorma, bakteríur, sem valda sjúkdómum, og fjölda annarra líívera. Já, raunar er flest, sem lífsanda dregur á jörðinni, sníklar, þótt ótrúlegt kunni að virð- ast; allt nema græni gróðurinn. Hann hefui- blaðgrænukorn, vinnur koltvísýring úr loit- inu, breytir ólífrænum efnum í lífræn og not- ar til þess orku sólargeislanna. Þannig er gróðurinn undirstaða lífsins á jörðinni, og á honum lifir maðurinn og dýrin beinlinis eða óbeinlínis. Kýrin, kindin og nytjafiskarnir eru milliliðir. Athugið orsakasamhengið. Við sjáum mörgum dýrum fyrir fóðri, en notum í staðinn mjólkina, ullina o. s. frv., og etum þau venjulega að lokum. Og mörgum dýra- tegundum hefur maðurinn eytt gegndarlaus- ara en nokkurt rándýr hefur gert. Fóstur spendýranna sníkir í raun og veru á móður sinni, það sýgur úr henni næringu gegnum æðakerfið og gengur svo fast að henni, að ef skortur verður á einhverju efni, t. d. kalki, þá fær fóstrið sitt, meðan nokk- uð er til, en móðirin líður skort og missir e. t. v. sumar tennurnar, ef kalki er ekki bætt í fæðuna í tíma. Þannig hagar náttúran þessu einnig hjá mönnunum. Flestir hafa lesið söguna um mistilteininn, sem Höður skaut að Baldri. Mistilteinninn er fræg sníkjujurt, — SædjöfuIIinn er held- ur ófrýnilegur fiskur allstór, sem er fræg- ur fyrir það, að á kviði hinnar stóru hrygnu sitja hængarnir fastir og sjúga úr henni nær- ingu. Þeir eru örsmáir og hafa það hlutverk eitt að frjóvga hrygnuna. — . Gaukurinn verpir í hreiður smáfugla og lætur þá unga út fyrir sig. Svona dafnar sníkjulífið út um alla veröld. Það finnst alls staðar, ef að er gáð. II. Flúor eða fosfat? SUMS STAÐAR er flúor blandað í neyzlu- vatn til að minnka tannskemmdir. En flúor er talsvert eitrað og varasamt. í Ástralíu hafa undanfarið verið gerðar tilraunir með að setja ýms fosföt í matinn til að styrkja tennurnar, og hefur kalsium-sucrose-fosfat gefið góða raun. Þetta var látið í mat 1409 barna og unglinga 5—17 ára og dró álíka mikið út tannskemmdum og ef flúor vav notað. Áður var fosfatið reynt á rottum og reyndist þeim einnig vel. Hið fyrrnefnda fos- fat er til í mörgum kolvetnasamböndum á náttúrlegan hátt. En oft er fosfatið í kolvetna- samböndunum eyðilagt með rangri mat- reiðslu. Verður fróðlegt að frétta frá lækn- unum í Melbourne og Sidney, hinum megin á hnettinum í framtíðinni. Það er gott og rétt að bursta vel tennurnar, en maturinn er og verður alltaf undirstaða að heilbrigði tann- anna. Margt barnið og unglingurinn etur úr sér tennurnar með sælgæti og óhemju mik!.- um sykri í margs konar mat. Á grímudansleik. Hann: „Ég elska þig“. Hún: „Bull, þú veizt ekki einu sinni, hvernig ég Ht út!“ Sir Tliomas Beecham var að útskýra, hvers vegna hann hefði aldrei konur í hljómsveit sinni. Hann sagði: „Ef þær eru fallegar, trufla þær hljóð- færaleikarana mína, en ef þær eru Ijót- ar, trufla þær mig“. MERKINGAR ORÐA á bls. 16. 1. Vönib, 2. lítilsigld og roluleg stúlka, 3 Iit- ill hnykill, 4. gimsteinn, 5. gull, 6. mikill náms- maður, 7 rýr maður, 8 möskvi í neti, 9 sein- læti, 10. furðuleiki. NÝTT OG NOTAÐ. Hjá okkur fáið þið ódýran kven- og lierrafatnað. Já, — það borg- ar sig að verzla hjá okkur, leiðin liggur til okkar. Verzlun GUÐNVJAR, Grettisgötu 45.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.