Fréttablaðið - 23.08.2010, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 23.08.2010, Blaðsíða 42
26 23. ágúst 2010 MÁNUDAGUR folk@frettabladid.is Hinn heimsfrægi Martin Scorsese er einn af leikstjórum nýrrar sjón- varpsþáttaraðar, Boardwalk Emp- ire, sem hefur göngu sína á Stöð 2 í haust. Höfundur þáttanna er Ter- ence Winter, hinn sami og stóð á bak við hina vinsælu mafíuþætti, Sopranos. Boardwalk Empire kemur úr smiðju sjónvarpsstöðvarinnar HBO eins og Sopranos og gerist í Atlantic City árið 1920 þegar bannárin eru að hefjast í Banda- ríkjunum. Þá lagði ríkisstjórnin blátt bann við sölu áfengis í landinu, sem varð til þess að glæpagengi spruttu upp eins og gorkúlur. Vegna staðsetning- ar sinnar var Atlantic City kjör- in til að smygla áfengi en borginni stjórnaði Enoch „Nucky“ Thomp- son sem Steve Buscemi leikur. Á meðal kunnra glæpmanna sem koma við sögu í þáttunum eru Al Capone, Lucky Luciano og Arnold Rothstein. Þættirnir eru byggðir á bók- inni Boardwalk Empire: The Birth, High Times and Corruption of Atl- antic City eftir Nelson Johnson. Scorsese stýrir sjónvarpsseríu VIÐ TÖKUR Martin Scorsese við tökur á Boardwalk Empire. Söngkonan Beyoncé Knowles segir það hafa verið eina bestu stund lífs sín sem listamanns þegar hún söng fyrir Obama, Bandaríkjaforseta. „Að syngja fyrir Barack Obama þegar hann var vígður inn í embættið var mikið og persónulegt afrek fyrir mig, bæði sem listamann og Bandaríkjamann,“ sagði Bey- oncé. Hún hefur einnig tjáð sig um góðgerðarstarfsemi sína en hún hefur sett á laggirnar bæði snyrtiskóla og meðferðarstofnun. „Foreldrar mínir tóku þátt í góð- gerðarstarfsemi og það sýndi mér hversu mikilvægt er að gefa mikið af sér.“ Stolt af söng fyrir Obama BEYONCÉ Ein besta stund hennar sem listamanns var þegar hún söng fyrir Obama. Leikarinn Will Smith hefur verið kjörinn besti leikarinn sem áður var rappari samkvæmt skoðana- könnun síðunnar Movietickets. com. Smith, sem er 41 árs og hefur leikið í myndum á borð við Men in Black og Hancock, sigr- aði með yfirburðum og fékk 58% atkvæða. Hann var þekktur sem rapparinn The Fresh Prince áður en hann sneri sér að leiklistinni. Í öðru sæti í könnuninni lenti Mark Wahlberg, áður þekktur sem Marky Mark, með 23% atkvæða og TI komst í þriðja sætið með 7% atkvæða. Á eftir þeim komu Mos Def og Ludacris með 6% hvor. Besti fyrrum rapparinn WILL SMITH Smith kallaði sig The Fresh Prince áður en hann sneri sér að leiklistinni. > FIMM PÚTTVELLIR Popparinn og golfáhugamaðurinn Justin Timberlake hefur látið setja upp fimm púttvelli fyrir utan heimili sitt í Los Ang- eles. Þannig getur hann æft sig að pútta hvenær sem honum dettur í hug. Púttvellirnir fylgja í kjölfar körfuboltavallar sem poppar- inn hafði áður látið koma fyrir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.