Akurliljan - 01.12.1932, Blaðsíða 6

Akurliljan - 01.12.1932, Blaðsíða 6
6 AKURLILJAN þekkja landið sitt sem best, vera kurt- eisir og hjálpsamir, er svo mikils vert fyrir unglinga og jafnvel þá sem eldri eru, að mér finst bæði foreldrum, kennurum og öðrum leiðtogum æsku- íyðsins skylt að gefa meiri gaum að og kynna sér betur lög, reglur og starfsemi skátahreifingarinnar en áð- ur hefir gert verið. Er eg viss um, aö ef það væri gjört og unglin um haldið meir að skátastarfsemi hér eftir, en áður heíir verið, þá myndi þar stórt spor stigið í þá átt, að skapa heilbrigðar sálir í hraustum líkömum eftirkomenda vorra. Akureyti í nóvember 1932. ]ón Noröfjörð. Borgaraley lttg og rttttur. Effir Gunnar Guðlaugsson, Skátarnir hafa lagt þá spurningu fyrir mig, hvernig eg líti á hinar margvíslegu skoðanir sem nú eru uppi viðvlkjandi þjóðskipulaginu og lögum þess. Þetta er ákaílega alvarleg spurn- ing og varasamt að leggja út í svona- efni. Eg er enginn lögvitringur, en hinsvegar get eg vel sagt mína mein- ingu á víð og dreif, Það er höfuö atriði og stefna skáta- reglunnar að gera hvern skáta sem best hæfan til allra nytsamlegra starfa í þágu ættjarðarinnar, að innræta þeim viiðingu og hlýðni í öllu því er lýtur að stjórn og lögum lands vors, svo aö þeir verði góðir borg- arar. En nú á tímum þegar ofstopi og lftilsvirðmg fyrir landslögum og rétti virðist fara vaxandi, verður hver borgaralegur skáti, nefnilega >Rover- skátarnir*, sem komnir eru yfir 18 ára aldur, og sein nokkuð hugsa íram í tímann, að gera sér skýra grein fyrir því sem gei ist inn- an þjóðfélagsins, og grandgæfilega að lhuga, hvað þeir sem vilja rífa niður núverandi þjóðskipulag hafa að bjóða, í staðinn fyrir þau réttindi er vér höfum þegar öðlast og erum vaxnir upp við, og skal hér lítillega vikið að uppruna þeirra og tilveru- rétti eftir því sem rúm leyfir í einni smá grein. Réttarfar það sem við og aðrar þjóðir hafa búið við um langan ald- ir er kendur við Rómverja, og að miklu leyti bygt á rétti þeim sem kallaður er < Rómarétturc Róm- verjar voru eins og allir vita vold- ugasta og stærsta þjóð heimsins í margar aldir. Rómarétturinn var upp- haflega einungis helgur réttur sem prestarnir íóru með, ( Jus sacrum) og óskráðar venjur, en um 450 f. Krist er hann skráður á 12 töflur og þrosk- ast svo smásaman við lagasamþykt- ir frá Sanati og þjóðinni i heild sinni. Rómverjar sáu það fljótt að hin helsta skylda ríkisins var að semia góö lög, og að gengið væri eftir þeim með réttvisi og afli, ennfremur að efla og vernda frelsi og rétt borgaranna. Það er efamál hvort nokkru sinni fyr eða síðar helir verið fullkomn- ara réttarfar hvað hvern einstakan snertir, og skýr er sú mynd af róm- verskum borgararétti, er postulasag- an bregður upp fyrir oss í sambandi við upphlaupið sem varð í Eíesus út- af gyðjunni »Díönu» og sem Páli var ranglega kent um. Pg, 23., 35. Þegar þeir fóru að strengja hann með taugum, segir Páll við hundrnðs höfðingann er hjá stóð : »Er yöur leyft að húðstrýkja rómverskan mann og það ódæmdan? 26. En sem hundraöshöföinginn heyrði það, gekk hann til herforing- ans, innti honum frá og sagði: hvað ætlaöu að gera? Þessi maður er róm- verskur. 27. Herforinginn kom þá og talaði til Páls: seg mér ert þú maður rómverskur? hann svaraði já. 29. Ilerforinginn svaraði: fyrir ærið fé mátti eg kaupa þenna borgararétt. En Páll svaraöi: en eg er svo fædd- ur. — Ef við nú hugleiðum að Páll er vinalaus einstæðingur staddur í heiöinni stórborg, með alia á móti sér, og að foringjar í liði rómverja voru strangir og miskunarlausir, er um óeirðir og upphlaup var að ræða í ríkinu þá getur þaö ekki hafa veriö af öðru en skyldurækni og virðingu fyrirlögum og réctarfari að hundraðs höfðinginn fer til herforingjans og að herforinginn kemur til Páls, Ekki er það heldur sennilegt að foringar í liði keisarans hafi verið mjög hræðslu- gjarnir; en í 29. v. stendur: < — og heríoringinn varð hræddur, þá hann varð þess vís, að hann (Páll) var rómverskur, af því hann hafði látiö binda hann.« Það var ekki lítil hjálp fyrir Pál í hinu mikla lífsstarfi hans, að hann var fæddur Rómverji, og það ei enn ekki lítilsvirði aö vera fæddur innan vébanda þess þjóðfélags sem á jafn íul'komna löggjöf og við eigum, en eg er hræddur um að rnargur geri sér ekki grein fyrir þeirri ham- ingju sem hann fær í vöggugjöf. Hiti borgaralegu lög og réttur er ákaflega viðfangs mikið efni, góö og vitur lög hafa mikiö frelsi f för með sér, veita allskonar réttindi, en rétt- indum má skifta í tvo aðalflokka. Upprunaleg réttindi og áunnin rétt- indi. Til hins fyrra teljas'. beinlínis þau réttindi sem hverium manni ber af því hann er fæddur maður, rétt- ur til þess að halda lífinu frelsi til þess að stunda þaö sem honum best lætur. Undir áunnin réttindi heyr- ir alt það sem lögin á ýmsan hátt vcita mönnum tilkall til, annaðhvort gegn endurgjaldi t. d. réttindi til að reka verslun. eöa þá að menn upp- fylla einhver skilyrði sem lögin ákveða t. d. þegar einhver tekur fullnaðar- próf f siglingafræði, þá hefir hann áur.nið sér réttindi til að færa skip o. s. frv. á þessum smá dæmum sjáum við að lög og réttur er nátengt hvaö öðru, og í sjálíum sér ekki annaö en viturlegar reglur sem bestu menn þjóðarinnar hafa samiö og þjóöar- heildin hefir samþykt að skuligilda, og sett yfirvöldin til þess að gæta að þeim sé hlýtt, Þessvegna geta þaö ekki verið annað en vitgrannir aumir.gar eöa þá blátt áfram illa inn rættir menn sem rísa á móti settum lögum. Nú þekkjast óvandaðir lýðskrum arar og flugumenn lang best á far- angrinum sem ávalt er merktur: Til sælu og eilífra gæða, og þeim sem

x

Akurliljan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akurliljan
https://timarit.is/publication/659

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.