Akurliljan - 01.12.1932, Blaðsíða 9

Akurliljan - 01.12.1932, Blaðsíða 9
AKURLILJAN 9 sér það sem fyrir innan rúðuna var, fann hann allt í einu hendi lagða mjúklega á öxl sér, ,og sagt með viðfeldnum drengjaróm: »Ert þú srona hrifinn af stóra skipinu með fallegu seglunum, Tumi?« Tumi rankaði við sér, leit við og sái, að' það var Sveinn sonur bæjar- fógetans, sem hjá honurn stóð. Sveinn , cg Tumi voru jafnaldrar og leikbræður. ÍÞeim kom altaf ljómandi vel saman. íeg er afskaplega hrifinn af því«, sagði Tumi. »En rnikil ósköp hefir þú af böglum, Sveinn. Það er' varla að maður geti séð framan í þig fyrir hrúgunni*. »Já«, sagði Sveinn, »Ég er með jólagjafir handa pabba, mömmu og systrum mínum««. ■ Tumi varð hugsi. Honum datt í hug', hvað það væri sárgrætilegt, að hann gæti ekki sjálfur gefið neina jólagjöf, ekki einu sinni clskrt mömmu sinni, hvað þá heldur 3 litlu systrum sínum.1 En hverju var það að kenna? Jú, það var af því að ' pabbi hans drakk svo mikið og eyddi mestöllum launum.sínum í vfn. Ef þannig hefði ekki verið, þá hefði allt verið öðruvísi og skemti- legra, hugsaði Tumi. Hann and- varpaði. Honum lá við gráti. »En hvað þú ert fölur og þreytu- legur, Tumi minn«, sagði Sveinn. »Viltu ekki skreppa heim með mér og sjá allar gjafirnar sem ég hefi keypt?* »Jú,« svaraði Tumi, eins og utan við sig, »það «r best ég gangi með þér, — Eg skal halda á einhverju af bögglunum fyrir þig-, bætti hann svo við Sveir.n þáði það. Svo gengu þeir af stað. Hvor- ugur mælti orð. Báðir voru þéir niðursokknir í hugsanir sínar, Sveinn var að hugsa um, hvað hann gæti gefið Tuma í jólagjöf, ' sem honúm þætti reglulega vænt um. En Tuma var þungt niðri fyrir, Honum þótti svo sárt, að hann gat enga jólagjöf gefið. Honum var sama þó hann fengi ekkert sjálfur. — f’eir hrukku upp úr þessum hugleiðingum sínum við það að þeir voru komnir heim til Sveins. Hús bæjarfógetans var stórt og fallégt.. Það var 3 hæðir og hvítt að lit. Drengirnir fóru beint upp á loft og inn í herbergi Sveins. Þegar þeir kómu þangað sagði Sveinn litli: »Nú skalt þú bíða hér Tumi minn, og gæta þess að enginn komi hingað inn, en eg ætla að fara snöggvast niður. Ég verð • fljótur og þú getur leikið þér að einhverju hérna á meðan. Sveinn flýtti sér síðan niður. Hon- um hafði dottið snjallræði f hug. Hann ætlaði að biðja pabba sinn stórrar bónar. »Bara að hann geri það nú fyrir mig«, hugsaði Sveinn. litli með sér um leið og hann drap létt á dyrnar að skrifstofu föður síns. »Kom inn,« var sagt inni fyrir í höstum róm. Sveinn'oþnaði hurðina í hálfa gátt og gægðist inm. Við skrifborðið sat bæjaríógetinn niður- sokkinn í verk sitt. ' Svipur hans bar 'vott um þreytu og áhyggjur. " Sveinn snaraðist inn, og gekk rösklega til pabba síns. »Heyrð.u pabbi«, sagði hann, »mig langar til 'að'tala dálítið við þig'. Bæjarfógetinn leit upp úr þétt- skrifaðri pappírsörk, sem hann hafði fyrir framan sig á borðinu, og tók af sér gleraugun. Hann var einn af þeim, sem höfðu þá skoðun, að að um úppeldi barnanna yrði móð- irin ein að sjá algerlega fyrir. Eigin- menii heíðu svo mikið að gera við störf sín í lífinu, að þeir mættu ekki Vera að því að sinna um börnin. , »Geturðu ekki farfð til mömmu þinnar, ef þig var.tar eitthvað? Ég hefi ekki tíma til að sinna þér, dreng- ur minn«, sagði hann. »Já, en elsku pabbi, það er svo áríðandi sem jeg þarf að tala um við þig«', sagði Sveinn. Hann horfði svo barnslega biðjandi á babba sinn, að bæjarfógetinn stóðst það ekki. »Jæja, hvað er það þá, sem þú vilt, drengur minn«. »Heyrðu pabbi. Það verða víst engin jól hjá honum Tuma litla Jóns,. af , því pabbi hans er sva fátækur. Mig langar svo mikið til að gefa honum eitthvað i jólagjöf handa hon- um ,og 'fjölskyldunni hans«. »Nú,«' sagði bæjarfógetinn, »það er sömur hans Jóns, sem býr í litla húsinu sem ég keypti í fyrra. Jón er ekki farinn að borga neitt í húsa- leigunni ennþá«. »Já,1 en eÉku pabbi minn, þau eru svo voðalega fátæk. Viltu nú gera það sem jeg ætla að biðja þig um, af því nú eru jóliru að byrja*. íagði Sveinn með tárin í augunum. »Já, drengur minn, farðui nu ekki að gráta«, sagðv bæjarfógetinn, »ég skal gera það ef þú verður góður drengur*. »En hvað þú ert 'góður, pabbi. Viltu þá gefa mér húsið, sem hann Tumi á heinia í. Éað er svo ósköp lítið, — ekki nema fyrir feina fjöl- skyldu*, sagði Sveinn. »Hvað ætlarðu eiginlega að gera með það, drengur,* sagði bæjarfó- getinn. »Jæja, það er nú best að ég gefi -þér það í jólagjöþ af þvf ég löfaði þér aö gera það sem þú bæðir mig um«. »f’akka þér fyrir, elsku hjartans pabbi minn«, hrópaði Sveinn. Hann réði sór ekki fyrir gleði og rauk á pabba sinn og kysti hann remb- ingskoss. »En, heyröu! Hvað . ætlarðu þá að gera við húsið?« »Ég ætla að gefa Tuma húsið. Það á að vera jólagjöfin mln til hans«, sagði Sveinn og- hentist út úr stofunni. Bæjarfógetinn horfði á eftir hon- um og brosti. Hann hugsaði um hvað það væri yndislegt að eiga svona elskulegan dreng sem hugs- aði svona mikið 'um aðra. Nokkru seinna lét hann Svein litla afhenda Tuma skjal, þar sem því var lýst yfir, að hann gæfi Turna húsið. Og þið getið gert ykkur í hugarlund hvort: gleðin hafi ekki verið mikil á heimili Tuma, Svona yndisleg jól höfðu þau aldrei lifað áður. Nú eru þeir Sveinn og Tumi orðn-

x

Akurliljan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akurliljan
https://timarit.is/publication/659

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.