Morgunn


Morgunn - 01.12.1953, Page 49

Morgunn - 01.12.1953, Page 49
Merkir draumar ★ Drauma þá, sem hér fara á eftir hefur hr. Einar Lofts- son skráð eftir draumamanninum P. J. Morgunn hefur einu sinni áður birt merkilega drauma eftir þennan óvenju- lega draumspaka mann og á í fórum sínum fleiri drauma hans, sem sennilega verða síðar birtir. Kassinn, ivö hundruð króna virði. Ég var á leiðinni inn á Patreksfjörð undan vondu veðri, en þegar komið var inn í miðjan fjörðinn fór ég niður og lagði mig og sofnaði sem sönggvast. Mig dreymir þá að ég sé aftur kominn upp á þilfar og sé að drengirnir mínir em að fást við kassa á þilfarinu. „Farið þið varlega með þennan kassa,“ segi ég, „hann kostar tvö hundruð krónur,“ og þetta voru töluverðir peningar á þeim tím- um. En þeir sinna orðum mínum ekki hið minnsta, gera sér lítið fyrir og reisa hann upp á rönd, en hann dettur í sundur, en ég lét þess getið um leið, að þarna hefði ég tapað tvö hundruð krónum, og við þetta vaknaði ég. Ég fór svo upp á þilfar, en þar var enginn kassi, enda ekki til í skipinu. Þetta er eitthvað skrýtið, hugsaði ég með mér, og segi við stýrimanninn: „Farðu varlega, mig dreymdi hálf illa.“ „Uss, þú hefur ekkert sofið,“ segir hann. Síðan gengur hann fram á skipið til að losa atkerið, við vorum komnir inn á höfn. En svo vill það óhapp til, að atkerið tekur ekki við sér, eins og sagt er á sjómanna- máli, heldur rekur skipið út í ála og frá landi. Við „hífð- um“ upp, en atkerið var horfið. Þetta tók sinn tíma, og sigldum við að „bauju“ þar á höfninni og festum okkur

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.