Morgunn


Morgunn - 01.06.1947, Page 40

Morgunn - 01.06.1947, Page 40
34 MORGUNN „ . . . Nú er ég komin að einni forspá, sem ekki kom fram fyrr en eftir hálft sjöunda ár. Ég er þakklát fyrir það, að aðilarnir hafa gefið mér leyfi til að birta þessa frásögn af áhuga fyrir málinu, ef það gæti orðið einhverjum til gagns. Sagan sýnir, hve mikla hjálp við getum fengið frá þeim, sem komnir eru inn í hina æðri tilveru. Ég þarf ekki að taka það fram, að öll nöfnin, sem notuð eru, eru duinefni. Ungur læknanemi, sem virtist eiga glæsilega framtíð fyrir höndum, andaðist áður en hann lyki námi. Foreldrar hans og systur höfðu gert sér glæsilegar vonir um framtíð hans, og þvi var sorg þeirra mikil, þegar þær virtust að engu orðnar. Ákaflega rík samheldni var í fjölskyldunni, og sonurinn, Georg, var miðdepillinn, þótt ungur væri var hann forystumaður í hópnum. Hann hafði lagt ráðin á um framtíð systra sinna og beið þeirrar stundar, að hann gæti veitt þeim efnalega hjálp. Faðir þeirra var af- burða vinsæll læknir, hann starfaði í fátækrahverfi stór- borgar einnar, þar sem hann fórnaði tíma sínum og orku í starfið fyrir fátæklingana. Georg fórnaði einnig öllum þeim tíma, sem hann gat misst frá námi sínu. Foreldr- arnir voru teknir að eldast, Georg var einkasonur þeirra á lífi. Skömmu eftir andlát sitt gerði hann, öllum á óvart, til- raun til þess heima hjá ættingjunum, að láta þá verða vara návistar sinnar, og það tókst svo vel, að þeir bæði heyrðu hann og sáu. Þá var það að elzta systirin, Margaret, skrifaði alkunnum vísindamanni, sem kunnur er að því, að hafa áhuga fyrir þessum málum, og skýrði honum frá því, sem við hafði borið heima hjá þeim og bað hann um útskýringu og leiðbeiningar. Vísindamaðurinn setti þetta fólk í samband við mig, en það varð upphaf þess, að samband hófst milli Georgs og ættingja hans og að mjög nánar orðsendingar fóru milli þeirra, fyrir mitt tilstilli, árum saman, Hann hélt áfram

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.