Morgunn


Morgunn - 01.06.1947, Side 55

Morgunn - 01.06.1947, Side 55
MORGUNN 49 og geri enn, en hún bandar hendi í móti mér, en kemur sjálf til mín, og tek ég hana þar í faðm minn. Við töluðumst margt við, en allt án orða. Við lásum hvors annars leynd- ustu hugsanir, eins og maður les á bók. Eitt meðal annars, sem ég spurði hana um, var, hvað hún væri að starfa, og sagðist hún vera að hjúkra, alltaf að lækna og hjúkra. Ég spurði hana hvort ég mætti ekki vera þarna hjá henni. Hún svaraði: „Ekki strax“ og leit hún mjög ástúðlega í augu mín. Þegar ég hafði notið þessarar sælu litla stund, leið hún úr faðmi mínum, og á þann stað, sem hún var áður á. Ég stóð og starði góða stund og rétti fram báða arma mína í von um að hún kæmi aftur, en hún hristi, brosandi, höfuðið, og ég sá að hún sagði: „Bíddu rólegur, vinur!“ Allt fólkið, sem þarna var inni brosti blítt til mín og leit um leið þakklátum augum til hennar 1 sömu svipan var tekið um axlir mér aftur og var þá haldið af stað heim. Þegar langt er komið á leið heim, dettur mér í hug, að gaman væri nú að skreppa austur að „Kumlhól," sem er hóll fyrir ofan Sandeyri á Miðnesi, og vita hvort satt sé að huldufólk búi þar, en sú hefir verið trú manna, frá því að huldufólkstrú hófst hér á landi. Ástæðan til þess að mér flaug þetta í hug er sú, að ég var á þeim slóðum nokkrum dögum áður, og var þá rætt um þjóð- trúna viðvíkjandi þessum hól. 1 sömu andrá og þessi hugs- un grípur mig, hreyfði drengurinn minn sig, en hann svaf við hlið mína, sem fyrr getur, og kem ég þá sam- stundis til fullrar meðvitundar. Það skal tekið fram, að í næst herbergi hékk klukka á vegg, skáhallt við dyr svefn- herbergisins og heyrði ég gang hennar allan tímann. Ég legg við drengskap minn, að þessar frásagnir eru réttar og sannar í alla staði. HaZldói' Hattgrímsson, 4

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.