19. júní


19. júní - 19.06.1955, Síða 40

19. júní - 19.06.1955, Síða 40
JCoeHnaiáðstelna Qllú^usamtiaH^s dslanc)s Dagana 22.-23. janúar 1955 var haldin verka- kvennaráðstefna í Reykjavík. Var það Alþýðu- samband íslands, sem ráðstefnuna hélt og náði hún til allra stéttarfélaga kvenna innan samtak- anna, svo og þeirra, sem eru sameiginleg félög kvenna og karla. Aðdragandinn að þessu var í stuttu rnáli, að nokkrir kvenfulltrúar, sem sátu þing Alþýðusambandsins s. 1. haust, báru þar fram tillögu um að slík ráðstefna yrði haldin, og skyldi hún fjalla um launajafnrétti kvenna og karla og samræmingu á kaupi verkakvenna innbyrðis. Aður hafði þetta nokkuð verið rætt í þáverandi stjórn Alþýðusambandsins og fengið þar góðar undir- tektir. Tillaga kvennanna var samþykkt af Al- þýðusambandsþingi og væntanlegri sambands- stjórn falið að sjá um að ráðstefnan yrði haldin. Var það síðan gert 22.-23. janúar s. 1., en svo ó- heppilega vildi til, að veður og færð reyndist mjög óhagstætt um það leyti, svo að miklir samgöngu- örðugleikar voru jafnvel um næsta nágrenni Reykjavíkur. Mun þetta hafa verið orsök þess, að aðeins 7 fé- lög utan Reykjavíkur sendu fulltrúa á ráðstefn- una. Voru þeir alls 10, en úr Reykjavík voru 13 fulltrúar frá 9 félögum. Auk þessa voru áheyrnar- fulltrúar frá þremur félögum, þar á meðal Kven- réttindafélagi Islands. Einnig sat stjórn Alþýðu- sambandsins að sjálfsögðu ráðstefnuna. Verkefni ráðstefnunnar var, eins ogáður er sagt, tvenns konar: Annars vegar að vinna að samræm- ingu kaupsins, en þau mál stóðu þannig, þegar ráðstefnan var haldin, að í gildi voru 7 mismun- andi kaupstig í almennri dagvinnu kvenna, frá kr. 7.20 á klukkustund í grunn og niður í kr. 6.00. — Á sama tíma var kaup karla nálega eins hvar sem er á landinu, enda hafa verkamenn lagt á það áherzlu hin síðari árin, að þeim sé greitt sama kaup um allt landið. Hitt verkefnið var, að félögin bind- ist samtökum um að ná sem beztum og skjótustum árangri í að koma á launajafnrétti kvenna og karla. Það mál hefur nú um árabil verið eitt af baráttu- málum verkakvenna, og hafa þær leitazt við að fá inn í kjarasamninga sína atriði, sem stefna að því marki. Hefur t. d. verkakvennafélaoið Framsókn O í Reykjavík ásamt öðrum verkakvennfélögum við Faxaflóa og nokkur fleiri félög fengið það inn í samninga sína, að ýmis vinna er greidd með karl- mannskaupi. Þetta gildir enn þá einkum um erfið- ustu og óþrifalegustu störfin, en ef vinnuveitend- ur viðurkenna, að konur séu jafnokar karla við þau störf, þá virðist augljóst, að þær geti eigi síður verið það við hin léttari störfin. Aðalatriðin, sem fram kornu í ályktun, sem ráð- stefnan samþykkti eru þessi: 1. Að algert jafnréti karla og kvenna í launa- og kjaramálum sé það lokatakmark, sem verkalýðs- samtökin Jiljóti að keppa eftir að ná með hverjum þeim úrræðum, sem samtökin geta beitt í þvi skyni, og sé jafnl'ramt leitast við að fá fullt launa- jafnrétti kvenna og karla viðurkennt í landslög- um. 2. Að gera tilraun til að ná þeim bráðabirgða- áfanga, að kvennakaupið verði livergi Jægra en 90% af karlmannskaupi. 3. Að stefnt sé að því að samræma kaup verka- kvenna innbyrðis miðað við það, sem bezt hefur náðst á einstökum stöðum, svo að sama kaup sé greitt fyrir sömu vinnu, livar sem hún er unnin á landinu. Var kosin löst nefnd kvenna, sem skyldi ásamt stjórn Alþýðusambandsins liafa fornstu um fram- kvæmd þeirra mála, sem ráðstefnan fjallaði um. Ég lief hér í stuttu máli sagt nokkuð frá þessari fyrstu verkakvennaráðstefnu, sem ltaldin hefur verið hér á Jandi. — Höfuðmarkmið hennar var launajafnréttið, sem einnig er eitt aðalbaráttumál ýmsra annarra kvennasamtaka en verkakvenna, svo sem oft hefur komið frarn á ýmsum fundum og samkomum þeirra, meðal annars á Landsfundi K. R. F. í. En bezta og raunar eina leiðin til þess að ná þessu marki er, að mínu áliti, að konurnar treysti fyrst og fremst sínum eigin samtökum og að þær viti, hvað þær vilja. Skrifað í maí 1955. Guðný Helgadóttir. 19. JÚNÍ 26

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.