19. júní


19. júní - 19.06.1955, Síða 52

19. júní - 19.06.1955, Síða 52
E L S A E. GUfiJÓNSSON: GERVIEFNI - GÆÐAMERKING Það er vissulega ekki lítið ijárliagslegt atriði fyr- ir heimilin, að farið sé vel með fötin og að kaupum á fatnaði sé hagað á sem hagkvæmastan hátt. Dug- leg og hagsýn húsmóðir getur sparað stórfé á því einu að halda fatnaði heimilisfólksins vel við og saumasjálf allar einfaldar flíkur. En til þess aðliús- móðir geti gert góð kaup á vefnaðarvöru, verður hún að þekkja vöruna það vel, að hún geti verið örugg um gæði hennar, Jrví að ekki er nærri alltaf liægt að treysta þeim upplýsingum, sem afgreiðslu- fólk verzlana lætur viðskiptavinum í té, og um ís- lenzka gæðamerkingu á vefnaðarvöru og fatnaði er ekki að ræða. Hér áður fyrr var tiltölulega auðvelt að átta sig á vefnaðarvöru, Jrví að þá voru gerðirnar fáar og hráefnin, sem vita þurfti deili á, aðallega fjögur: bómull, hör, ull ogsilki. En nú er öldin önnur. Nú úir og grúir af alls konar dúkum, gerðirnar eru nær óteljandi, og tala algengra vefjarefna hefur að minnsta kosti þrefaldazt, síðan skriður komst á framleiðslu gervivefjarefna. Svo er vefjarefnum nti iðulega blandað saman tveim eða fleirum í sama dúknum, og auk Jress er stöðugt veriðað finna upp nýjar og nýjar frágangsaðferðir á efnum, til Jress að auka notagildi þeirra. Af Jressu öllu sézt Jrví, að ti 1 mikils er ætlazt af húsmóður að kunna skil á vefnaðarvöru eins og nú er háttað. Sum hinna nýju gervivefjarefna eru nú þegar vel kunn liér á landi, eins og t. d. rayon, acetat og nylon. Önnur munu minna þekkt, þóttþau hafi nú í nokkur ár flutzt til landsins í einliverri mynd, að- allega Jró í tilbúnum fatnaði eða sem blendings- efni í ýmis konar álnavöru. Skal hér vikið nokkuð að þessum nýjustu gervivefjarefnum, eiginleikum þeirra og notkun, en fyrst drepið á nokkur aðal atriði viðvíkjandi gervivefjarefnum almennt. Gervivefjaref n i. Orðið gervivefjarefni er látið ná yfir öll tilbúin vefjarefni til aðgreiningar frá hinum náttúrlegu. 38 Silki, hör, bómull og ull teljast náttúrleg vefjar- efni, en t. d. rayon — sem enn er oft ranglega nefnt gervisilki — og nylon eru gervivefjarefni. Fram- leiðslu gervivefjarefna er í höfuðdráttum hagað þannig, að búin er til upplausn af efnasamband- inu, sem nota á í vefjarefnið. Nefnist hún spuna- upplausn. Henni er Jrrýst gegnunr áhald alsett ör- smáum götum, og myndast þá fíngerðir þræðir. Má h'kja þessari aðferð við aðferð Jrá, sem silkilirfan notar til þess að framleiða silkiþráð, enda hug- myndin upprunalega frá henni komin. Gerviþræði er liægt að framleiða eins langa crg vill, og taknrarkast lengdin aðeins af spólunum, senr þeir eru undnir á. Þeir eru því stundum nefnd- Rayon spuna- u pplausn cr scig- fljótandi, ápekk sykur- kvoðu. 19. J Ú N í

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.