19. júní


19. júní - 19.06.1960, Síða 36

19. júní - 19.06.1960, Síða 36
NYJAH LEIHIR ii Gluggaskrcyting er h<‘nnar grcln. Ásgerður Höskuldsdóttir lærði gluggaskreytingu í Kaupmannahöfn 1956 í Bergenholz Dekorations Fagskole. Nemendur þar voru piltar og stúlkur frá öllum Norðurlöndum nema Finnlandi. Frá fs- landi 4 stúlkur og 2 piltar, en annars voru pilt- arnir í miklum meirihluta, því að erlendis stunda piltar þessa atvinnu meira en stúlkur. — Fenguð þið atvinnu, þegar heim kom? spyr ég Ásgerði. — Ég fékk atvinnu strax hjá stóru verzlunar- fyrirtæki og hef unnið þar nokkur ár. — Notfæra kaupmenn sér yfirleitt kunnáttu ykkar, sem lært hafa þetta fag? — Mér finnst, að margir kaupmenn hafi enn ekki skilið, að falleg og smekkleg gluggaskreyting er hezta og ódýrasta auglýsingin, sem þeir geta fengið. Þeir búðargluggar, þar sem fagfólk hefur verið að verki, eru auðþekktir úr. — Er þetta ekki skemmtileg atvinna? — Jú, mjög skemmtileg, og getur þó haft sínar 34 skuggahliðar, eins og t. d. þegar búið er að verja miklum tíma í að hugsa sér gluggasýningu, velja liti, hluti, sem fara vel saman, og allt, sem því fylgir, og svo er ef til vill aðalhluturinn tekinn og seldur, rétt áður en verzluninni er lokað. En þó að okkur, sem vinnum að þessu, líki þetta ekki alltaf vel, er þó víst tilganginum með sýn- ingunni náð. — Er þetta ekki hentugt starf fyrir húsmæður? — Það álít ég hiklaust, því að það er hægt að stunda það sem ígripavinnu með heimilisstörf- unum. En auðvitað verður að fylgjast með tízku- nýjungum á þessu sviði. Það er ótrúlegt, hvaða áhrif það hefur á viðskiptavinina, ef vel er skreytt. Helzt eiga áhrifin að vera þannig, að kaupandinn sjái sjálfan sig í anda í flíkinni, ásamt öllu þvi, sem henni fylgir, t. d. hálsklút, hönzkum, tösku o. s. frv., og fyllist óstöðvandi löngun til að eign- ast þetta. Mér er minnisstætt, er ég eitt sinn sýndi í vefn- aðarvöruverzlun köflótt kjólaefni, sem illa hafði gengið að selja. Aðaluppbygging sýningarinnar var mjög gömul saumavél, sem auðsjáanlega dró athygli að glugganum og þar af leiðandi að vör- unni, sem seldist upp á skömmum tíma. Og hug- myudin var: „Saumið sjálfar!“ — Hvað er það, sem fyrst og fremst þarf til að ná þessum áhrifum? Bezta auglýsingin fyrir vöruna er, að hún sé sem greinilegust, kjóll t. d. settur á „gínu“ eða brotinn þannig, að hann njóti sín eins vel og mögu- legt er. Litir eru líka mjög veigamikið atriði. Enn frem- ur að vekja athygli með einhverjum sérstökum blæbrigðum, t. d. í samhandi við árstíðir, og um- fram allt verður að vera létt yfir sýningunni, — þunglamaleg má hún aldrei verða. S.J.M. 19. JÚNf

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.