19. júní


19. júní - 19.06.1967, Blaðsíða 16

19. júní - 19.06.1967, Blaðsíða 16
hann í efstu tröppunni, sperrti eyrun, þefaði út í loftið og rak upp smábofs, en ég hafði nú mína athugasemd við það: „Huh, ég tek nú ekki lengur mark á þessu. Það er eins og hundar sjái og heyri stundum allt annað en ég. Stundum geltirðu svo- leiðis í ergi og grið, að manni dettur helzt í hug að tugir manna séu að flengríða í hlað. En auð- vitað er enginn á ferðinni, sem ég sé eða heyri“. Oft var þessi hundskömm búin að láta magann í mér fá fiðring. Nema þarna sem ég nú stend og er að illskast við hundinn í huganum, þá er barið á eldhúsgluggann, þrjú högg. Ég hrökk í kút og leit út í gluggann, sá mann standa fyrir utan, klæddan í brún föt og í uppreimuð reiðstígvél. Ég sá að hann hafði grált og þykkt hár, alveg silfurgrátt. Ég flýtti mér í inniskóræflana mína og þaut upp eldhússtigann og opnaði útidyrnar. Maðurinn gekk upp tröppurnar til mín, heilsaði mér með þéttu handtaki og bauð gott kvöld. Ég heilsaði í sama máta og leit síðan beint framan í hann. Og þá, já, þá sökk ég bara á bólakaf í aug- un lians, ég gat hvorki hrært legg né lið, starði bara í þessi ótrúlega ungu augu, svona dásamlega djúpblá, starði og hélt áfram að sökkva í þetta bláa hyldýpi. „Það má nú sjá hver þú ert, stúlka mín“, sagði hann djúpri rödd, en með norðlenzk- um framburði, eins amma hafði. Röddin hæfði heldur ekki þessum aldna manni, hún var jafn- ung og augun. „Þú munt vera dótturdóttirin," hélt hann áfram, „ætli ég kannist ekki við augn- svipinn og munninn.“ Ég saup hveljur og stundi upp: „Ha, já, þa-það er ég,“ og starði bergnumin í þessi ungu bláu augu. „Ég ætlaði að koma hing- að íyrir 45 árum,“ sagði hann, „en er nú að koma hingað fyrst í kvöld. Þetta hefir verið langt ferða- lag hjá mér, finnst þér það ekki, stúlka litla?“ — „Juuú, það hefir nú verið meira ferðalagið,“ stam- aði ég út úr mér. Liklega hefði ég orðið að salt- stólpa þarna í dyragættinni, ef ég hefði ekki heyrt trygga fótatakið hennar ömrnu fyrir aftan mig, þá féll af mér álagahamurinn. „Er kominn gestur, dótturdóttir?" spurði hún. „Því ertu ekki búin að bjóða honum inn. Hann er kannski þreyttur?“ Ég ætlaði að fara að segja eitthvað, en gesturinn tók af mér ómakið. „Þetta er hann Hóla-Steini, Ingibjörg mín, og komdu nú blessuð og sæl, hús- frevja í Vogabæ.“ Ég bjóst við að amma myndi svara kveðju hans undireins sem hún var vön. Þar að auki þekkti þessi maður hana ömmu mína, — en það varð dauðaþögn — — lengi. Ég leit for- viða á hana. Amma mín, blessunin, stóð þarna, starði og skók höfuðið. Það var eins og hún tryði ekki sínum eigin augum, eða sæi, —- ja, ég veit ekki hvað. „Nú, þetta eru barasta gjörningar, hún gónir alveg eins og ég,“ hugsaði ég. Mér fannst þögnin vera orðin óralöng, — já, jafnvel óþægi- leg, en þá rétti hún amma mín úr sér, tíguleg en fíngerð og andlitið á henni fvlltist og yngdist, brún augu hennar urðu undarlega skær og fengu þennan fjólulita blæ, sem ég hef hvergi séð nema í hennar augum. Hún rétti manninum hendina: „Komdu ævinlega sæll og blessaður. Forlögin hafa þá séð fyrir þessu, Steini minn.“ Hún hló við, einn af þessum léttu snöggu hlátrum, sem henni var tamt að grípa til. „Ja hérna, og það eftir öll þessi ár.“ % var eitthvað svo utangama þarna sem ég stóð og horfði á þau til skiptis. Amma mín fann það á sér: „Farðu upp, dótturdóttir, og lagaðu til í gestaherberginu, ég skal standa gesti okkar fyrir beina“. Ég lét ekki segja mér það tvisvar, þaut upp og leit inn í gestaherbergið, sem ég kallaði „bláa herbergið“. Þar var auðvitað allt hreint og fágað, uppbúið rúmið, með bláu brekáni. Veggfóðrið var Hka blátt með hvítu, fíngerðu mvnstri, gluggí^jöld- in Ijósblá. Glugginn sneri i vestur, svo að vel sást út á vatnið bláa. Ég gekk úr skugga um að allt væri i lagi, strauk af ryk úr glugganum og opnaði til að hleypa fersku kvöldloftinu inn, þá flýtti ég mér inn í austurherbergið, en þar svaf ég og kaupa- konan. Hún hafði brugðið sér á næsta bæ, svo að ég var alein. Ég flevgði mér upp í rúmið mitt, en að ég gæti farið að sofa, það var ómögulegt, til þess var ég allt of æst. Forvitnin var alveg að drepa mig. Ég ætlaði að biða þar til amma færi inn i sitt herbergi, — þá, já, þá ællaði ég að fá að vita allt um þennan marm. Það hefur vist liðið um það bil hálf klukkustund. Mér fannst það eins og heil nótt, og ég bylti mér á alla enda og kanta. Jú, nú heyrði ég að amma visaði Hóla-Steina inn i gestaherbergið. Um leið og ég heyrði að hún var komin inn í sitt herbergi, spratt ég fram úr og æddi inn til hennar. Hún sat á rúminu sínu, horfði út um gluggann, upp í hlíð- ina fyrir ofan bæinn, var byrjuð að leysa flétt- urnar og liafði greiðuna sína í kjöltunni. Ég sett- ist hjá henni og sagði: „Ó, amma mín, hver er hann? Eða augun í honum, ég hef bara aldrei séð jafn falleg augu. Segðu mér frá honum, amma
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.