19. júní


19. júní - 19.06.1967, Blaðsíða 26

19. júní - 19.06.1967, Blaðsíða 26
VeSurathugunarslöfiin n Hveravöllum. V. Mönnum vilja gjarnan verða minnisstæðastir at- burðir, sem erfiðleikar eru samfara eða óhöpp. Og satt er það, þeir skilja oft eftir skemmtilegustu end- urminningamar, þegar allt hefur farið vel að lok- um. En þó ég hafi nú rætt um slík atvik hér, er langt frá því að þau verði mér minnisstæðust frá dvölinni á Hveravöllum. Þau hverfa i skugga hinna mörgu góðviðrisdaga, sem aldrei gleymast og eiga engan sinn líka nema á öræfum Islands. Einn slik- ur dagur hætir upp margan óveðursdaginn. Eða haustkvöldin, þessi dásamlegu kvöld, þegar ekki blaktir hár á höfði, jörðin er þakin snjóbreiðu, himininn alsettur stjörnum og norðurljósin geys- ast fram á sinni þeysireið um himinhvolfið með undraverðum og ólýsanlegum breytingum í litum og formi. — Þarna skildist mér í fyrsta sinn, hvað öræfi landsins hafa upp á að bjóða, skildi hina þrot- lausu baráttu margra við að komast þangað. VI. Eins og margir vita, er heit laug á Hveravöllum, og fórum við í hana flesta daga ársins, nema þegar hitinn fór niður fyrir mínus 10 stig. Var það okk- ur til mikillar ánægju og heilsubótar. Þessi laug er sérstök heilsulind. Verst er bara, hve illa hún ligg- ur við samgöngum, því að ég er sannfærð um, að þangað gælu margir leitað bóta meina sinna. Aldrei urðum við vör við Ey vind og Höllu, eða að andar þein a leituðu á fornar slóðir. En við eignuð- umst samt góða vini. Fyrst og fremst vom það refahjón, sem héldu til hjá okkur allan veturinn og fram á sumar, eða þar til grenjaskyttur skutu bóndann og afkvæmin. Þá hvarf tófan, en þó frétt- um við af henni í grendinni allt sumarið. Þau héldu mest til fyrir utan stofugluggann, og þar gáf- um við þeim allan matarúrgang. Oft var gaman að sjá til þeirra. Stundum, þegar létt lög voru í út- varpinu, opnuðum við glugga, svo að þau gætu heyrt betur. Þá stilltu þau sér upp á skafl og vellu vöngum í takt við hljóðið. Þegar þau voru svöng, kom annað þeirra stundum í humátt á eftir okk- ur, er við vorum að mæla snjó á stöngum, sem var dreift um melinn norður og vestur af húsinu. Svo þegar við snerum heim, hljóp rebbi á undan okkur og var setztur á skaflinn fyrir framan gluggann, þegar við komum inn. Hrafnshjón komu líka til okkar, þegar gott var veður, en hurfu svo aftur þegar versnaði. Þegar við heyrðum í krumma, gátum við reiknað með góðu veðri framundan, en þegar hann hvarf, skall venjvdega á illviðri. Var það líka eina gáfumerkið, sem við urðum vör við hjá þeim hjónum. Þau virt- ust skelfing heimsk. Þegar þau komu, settust þau fyrir framan stofugluggann, þar sem við vorum vön að gefa refahjónunum. Sættum við þá lagi að setja mat til þeirra, þegar rebbi var hvergi nærri. En krummi hoppaði bara í kringum matinn þang- að til refirnir komu, þá fyrst l'ór hann að reyna að fá sér bita, sem ekki lá lengur á lausu. Rjúpur sáust öðru hvoru, en hurfu svo alveg á milli, enda var fálki þarna á sveimi og fældi hann þær og smáfugla í burtu. Einn morgunn, þegar við komum í Dísel-skúrinn, var rjúpa þar inni. Senni- lega hefur hún flúið undan fálka og falið sig, en við ekki séð hana um kvöldið, þegar við lokuðum skúrnum. Sú var nú frelsinu fegin, þegar við hleypt- um henni út eftir næturlanga fangelsisvist. Um vorið komu maríuerlur, og ílengdust ein hjón hjá okkur. Þau eltu okkur hvert sem við fór- um. Þegar við fórum t. d. í laugina, böðuðu þau sig i læk, sem rennur þar hjá. VII. Eftir að bilfært var orðið inn á Hveravelli um sumarið, var ekki lengur um neina einangrun að ræða — við vorum komin í þjóðbraut. Viðbrigðin urðu mikil — okkur fannst að nokkru eins og dvöl- inni þarna væri lokið, þótt tveir mánuðir væru enn eftir. Vissulega var ánægjulegt að veia aftur kominn í samfélag annarra — en þó vcrður ekki skilið við þennan stað án alls trega. 24 19. JÚNÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.