19. júní


19. júní - 19.06.1967, Blaðsíða 14

19. júní - 19.06.1967, Blaðsíða 14
HVER KALLAR? NELLY SACHS Eins og kunnugt er, hlaut þýzka skáldkonan Nelly Sachs bókmenntaverðlaun Nóbels, ásamt ísraelska rithöfundinum Samuel Agnon, fyrir árið 1966. Nelly Sachs er fædd í Berlín 10. des. 1891, einkadóttir verksmiðjueigandans William Sachs. Llún ólst upp í föðurhúsum í yndislegri villu í Tiergartenhverfinu i Berlín, hlaut ágæta mennt- un hjá einkakennurum og tók snemma þátt í sam- kvæmislifi heldra fólksins, lagði stund á hljóm- list, dans og skáldskap. Sautján ára lét hún fyrstu ljóðin frá sér fara, en þau vöktu enga sérstaka athygli. Hið sama var að segja um ævintýri, smá- sögur og brúðuleikrit frá þessum bernskuárum hennar, sem báru með sér hinn rómantíska blæ samtíðarinnar. Nelly Sachs komst í kynni við sænsku skáldkonuna Selmu Lagerlöf og hafði við hana bréfaskipti um margra ára bil. Þessi kvnni urðu seinna til að bjarga lífi hennar, þegar gyð- ingaofsóknir Hitlers ógnuðu henni, ekki aðeins sem rithöfundi, heldur einnig lífi hennar. Þá var það Hver kallar? Eigin rödd. Hver svarar? DauSi. Líður vináttan undir lok í herbú'Öum svefnsins? Já. Hvers vegna galar enginn hani? Hann bíður unz koss sœdöggvarjurtarinnar syndir á vatninu. II va'Ö er þaö? Úr stundarkorni einverunnar féll tíminn niÖur og eilífðin tortímdi honum. HvaÖ er þaÖ? Svefn og dauÖi hafa enga eigind. Sigriður Einars þýddi. fyrir atbeina Selmu Lagerlöf og sænsku konungs- fjölskyldunnar, að henni auðnaðist að flýja með móður sína til Stokkhólms vorið 1940. Ættingj- um hennar og fjölskyldu hafði þá verið tortímt í fangabúðum Þriðja rikisins. Hún dvaldi svo í Svíþjóð eftir það í útlegð við kröpp kjör með móð- ur sína aldurhnigna og sjúka og þá hefst seinna tiinabil ritstarfs hennar sem fullþroskaðs höfund- ar, alveg ólikt byrjendaverkunum: Ljóð, leikrita- skáldskapur, þar á eftir i'yrsta þýzka þýðingin með skýiángum á sænskri nútíma ljóðagerð. Fyrir það öndvegisverk hlaut hún sína fyrstu opinberu heið- ursviðurkenningu: bókmenntaverðlaun Sambands sænskra ljóðskálda 1957. Árið 1959 fékk hún heið- ursverðlaun Menntahrings þýzka iðnaðarsambands- ins, 1960 Drostiverðlaun (sýsluverðlaun), 1961 bókmenntaverðlaun Dortmundborgar, Nelly Sachs- verðlaunin, frá stofnun, sem síðan ber nafn skáld- konunnar. 1965 hlaut hún svo friðarverðlaun þýzkra bóksala. S. E. 12 19. JÚNÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.