19. júní


19. júní - 19.06.1967, Side 14

19. júní - 19.06.1967, Side 14
HVER KALLAR? NELLY SACHS Eins og kunnugt er, hlaut þýzka skáldkonan Nelly Sachs bókmenntaverðlaun Nóbels, ásamt ísraelska rithöfundinum Samuel Agnon, fyrir árið 1966. Nelly Sachs er fædd í Berlín 10. des. 1891, einkadóttir verksmiðjueigandans William Sachs. Llún ólst upp í föðurhúsum í yndislegri villu í Tiergartenhverfinu i Berlín, hlaut ágæta mennt- un hjá einkakennurum og tók snemma þátt í sam- kvæmislifi heldra fólksins, lagði stund á hljóm- list, dans og skáldskap. Sautján ára lét hún fyrstu ljóðin frá sér fara, en þau vöktu enga sérstaka athygli. Hið sama var að segja um ævintýri, smá- sögur og brúðuleikrit frá þessum bernskuárum hennar, sem báru með sér hinn rómantíska blæ samtíðarinnar. Nelly Sachs komst í kynni við sænsku skáldkonuna Selmu Lagerlöf og hafði við hana bréfaskipti um margra ára bil. Þessi kvnni urðu seinna til að bjarga lífi hennar, þegar gyð- ingaofsóknir Hitlers ógnuðu henni, ekki aðeins sem rithöfundi, heldur einnig lífi hennar. Þá var það Hver kallar? Eigin rödd. Hver svarar? DauSi. Líður vináttan undir lok í herbú'Öum svefnsins? Já. Hvers vegna galar enginn hani? Hann bíður unz koss sœdöggvarjurtarinnar syndir á vatninu. II va'Ö er þaö? Úr stundarkorni einverunnar féll tíminn niÖur og eilífðin tortímdi honum. HvaÖ er þaÖ? Svefn og dauÖi hafa enga eigind. Sigriður Einars þýddi. fyrir atbeina Selmu Lagerlöf og sænsku konungs- fjölskyldunnar, að henni auðnaðist að flýja með móður sína til Stokkhólms vorið 1940. Ættingj- um hennar og fjölskyldu hafði þá verið tortímt í fangabúðum Þriðja rikisins. Hún dvaldi svo í Svíþjóð eftir það í útlegð við kröpp kjör með móð- ur sína aldurhnigna og sjúka og þá hefst seinna tiinabil ritstarfs hennar sem fullþroskaðs höfund- ar, alveg ólikt byrjendaverkunum: Ljóð, leikrita- skáldskapur, þar á eftir i'yrsta þýzka þýðingin með skýiángum á sænskri nútíma ljóðagerð. Fyrir það öndvegisverk hlaut hún sína fyrstu opinberu heið- ursviðurkenningu: bókmenntaverðlaun Sambands sænskra ljóðskálda 1957. Árið 1959 fékk hún heið- ursverðlaun Menntahrings þýzka iðnaðarsambands- ins, 1960 Drostiverðlaun (sýsluverðlaun), 1961 bókmenntaverðlaun Dortmundborgar, Nelly Sachs- verðlaunin, frá stofnun, sem síðan ber nafn skáld- konunnar. 1965 hlaut hún svo friðarverðlaun þýzkra bóksala. S. E. 12 19. JÚNÍ

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.