19. júní


19. júní - 19.06.1973, Blaðsíða 14

19. júní - 19.06.1973, Blaðsíða 14
tækja, vegna þess að sendandi og móttakandi eru fjarri hvor öðrum í tíma og rúmi. f öðru lagi er um að ræða einstefnumiðlun. Er þar átt við, að móttakandi hefur ekki tækifæri til að svara sendanda. f þriðja lagi er fjölmiðlunin óper- sónuleg, það er að segja, ekki löguð að þörfum hvers einstaks móttak- anda. Og í fjórða lagi ná boðin oftast til mikils fjölda fólks sam- tímis. Bamið verður því vitni að at- burðum, sem gerast fjarri þvi í tíma og rúmi, og það getur ekki haft áhrif á þessa atburði eða beðið sendanda um nánari upp- lýsingar og útskýringar. Sendandi getur ekki lagað boðin að þörfum og þroska einstakra bama. Af þessu leiðir, að mikil hætta er á, að börn misskilji og mistúlki, það sem fjölmiðlar bera á borð fyrir þau. Spyrja má, hvaða snertifletir séu milli fjölmiðla annars vegar og heimilis. fjölskyldu, foreldra og uppeldis hins vegar? Þvi er til að svara, að fjölmiðlar ná fyrst og fremst til bamanna á heimilinu, þar eru bækur og blöð lesin og þar er horft á sjónvarp og hlustað á útvarp. Augljóst er því, að áhrif þeirra á bömin hljóta að blandast öðrrnn uppeldisáhrifum foreldra- heimilisins. Rannsóknir hafa sýnt, að bæði notkunameiijur bams og þau á- hrif, sem það verður fyrir frá fjöl- miðlum, em mjög háð afstöðu for- eldra og þeim félagslegu og menn- ingarlegu aðstæðum, sem fjöl- skyldan býr við Foreldraáhrifin mynda gmndvöll þess gildismats, sem ákvarðar, hvemig bamið vel- ur lir, skynjar og tileinkar sér þann boðskap, sem fjölmiðlamir flytja. Brezka sjónvarpið gerði fyrir nokkmm árum nokkra þætti, sem nefndust „Þeir sem stjóma Eng- landi árið 2000“, en í þessum þátt- rnn höfðu sjónvarpsmenn viðtöl við 7 ára böm úr ýmsum hémð- um landsins, úr mismunandi hverfum í London og úr mismun- andi stéttum. Þættimir sýndu, að jafnvel 7 ára börn hafa þegar til- einkað sér gildismat og hleypi- dóma umhverfisins. Skoðanir þeirra á kynþáttamisrétti, kynja- misrétti, á félagslegum vandamál- um o. fl. vom þegar myndaðar, sem næstum nákvæm endurspegl- un af skoðunum foreldranna. En rannsóknir sýna, eins og áð- ur segir, að bamið tileinkar sér fyrst og fremst þann hluta af boð- skap fjölmiðilsins, sem fellur að þeim skoðumnn og því gildismati, sem það hefur áður fengið úr for- eldrahúsum. Þau böm, sem annaðhvort em vanrækt, að því er varðar tengsl við foreldra, eða alast upp við óljóst, afbrigðilegt eða andfélags- legt mat foreldra á umhverfinu, em því í sérlega mikilli hættu með að verða fyrir óheillavænlegum áhrifum frá fjölmiðlum. Komið hefur í ljós við rannsókn- ir í Svíþjóð, að böm ómenntaðra foreldra, böm, sem eiga í erfið- leikum í samskiptum sínum við foreldra og félaga, og böm ein- stajðra foreldra sækja meira léleg- ar kvikmyndir, sem gefa falska mynd af raunvemleikanum, en böm, sem ekki búa við þessar að- stæður. Bæði í Englandi og Bandaríkj- unum hafa rannsóknir á áhuga barna á mismunandi sjónvarpsefni sýnt, að börn ómenntaðra foreldra hafa að jafnaði. meiri áhuga á spennandi, en óraunhæfum ævin- týramyndum, en böm menntaðra foreldra, en stærri hundraðshluti hinna síðamefndu höfðu áhuga á þáttum um raunvemleikann. Af þessu má draga þá ályktun, að þau böm, sem búa við erfiðastar heimilisaðstæður, flýi inn í ímyndaðan gerviheim kvikmynda og sjónvarps, en geti í minna mæli notfært sér það efni, sem veitt geti þeim fræðslu og aukinn þroska. Athuganir í fátækrahverf- um stórborga hafa raunar sýnt, að þar er sjónvarpið beinlínis notað sem bamfóstra (eins og hjá okkur á aðfangadag jóla), og telja margir sérfræðingar í Bandaríkjunum, að heimsmynd sú sem sjónvarpið veitir börnunum sé ekki eimmgis óraunvemleg og fölsk, heldur bein- linis hættuleg fyrir geðheilsu þeirra. Ég hefi rætt nokkuð almennt um áhrif fjölmiðla á böm. Hvað um innihald þess boðskapar, sem fjölmiðlar flytja? Því efni verða ekki gerð nein tæmandi skil hér, en benda má á, að þær raddir ger- ast æ háværari, sem gagnrýna mjög val fjölmiðla á efni, sem ætlað er bömum; bamið fái gegn- um fjölmiðlana ónákvæma og ó- fullnægjandi mvnd af raunvem- leikanum, til dæmis þá hugmynd, að til séu tveir aðgreindir hópar af fólki, gott fólk og vont fólk, og vonda fólkið sé mjög oft með gula eða svarta húð. Atburðir séu alltof 12 19. JÚNÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.