19. júní


19. júní - 19.06.1973, Blaðsíða 24

19. júní - 19.06.1973, Blaðsíða 24
Halldóra Bjarnadóttir fyrrv. skólastjóri og ritstjóri Allir íslendingar sem komnir eru um miðjan aldur kannast við nafnið hennar Halldóru Bjamadóttur, yngri kynslóðin tæplega, því langt er síðan hún fæddist, eða 14. október 1873 í Ási í Vatnsdal, en hún lifir enn, þegar þessar línur eru skrifaðar og ætlar sér að verða 100 ára í október n. k. 1 fyrrasumar þegar ég leit inn til hennar á Héraðs- hælinu á Blönduósi var hún full af áætlunum um, hvað gera þyrfti landi og lýð til góðs, en efst í huga var þó árið 1974 og þá ætti að minnast Sigurðar málara og vera búið að gera eitthvað íslenzka þjóð- búningnum til. vegsauka, gera hann almennari, að hann væri meira notaður. Mörg yngri konan mætti taka Halldóru sér til fyrirmyndar, að halda við áhugamálum sínum og finna sér ný. Enn sendir hún greinar í ritið „Heima er bezt“; af nógu að taka, gömlum og nýjum fróðleik. Hall- dóra hefur alla tíð unnið að málefnum heimilanna með óþreytandi festu og óbilandi kjarki; ljós sú Hátíð er til heilla best Það var daginn fyrir Gamlaársdag 1955, sem flutt var inn í nýja Hjeraðshælið hjema á Blönduósi. — Þá vóru sjúklingarnir á gamla Hælinu fluttir hingað, og við tvær konur, gamlir Húnvetningar, hjerna á Ellideildina, á 4. hæð: Sigurlaug Guðmundsdóttir, frændkona min, frá Ási í Vatnsdal og jeg með alt mitt hafurtask. — Lauga hafði ekki mikið hafurtask, hún átti 5 fósturbörn, og var búin að losa sig við búslóðina. Síðan, þessi 17 ár, hef jeg verið hjer í Kolkakoti, sem ég kalla stundum, því Páli Kolka, lækni, á jeg það að þakka. — Hann bjó svo vel um mig hjer, blessaður. Hjer er gott að vera: bjart og hlýtt, rúm- gott, ágætt fólk og nltaf gott veður, það er það skrítna, við opinn Húnaflóa. Hjer er miðslöð allra Húnvetninga, fjöldi verslana, og viðskifti öll góð. — Margt um manninn. — Og Húnvetningar halda fast við sitt fagra, frjósama hjerað, flestir innfæddir. — Jeg er komin á þá skoðun, að jeg sje a. m. k. fjórmenningur við alla Himvetninga. Minar ættir em, ámm og öldum saman, hreinræktaðir Húnvetningar. — Því vel til fallið að evða hjer siðustu æfidögunum. — Hef kynst fjölda af góðu, skemtilegu fólki, fræðast um líf liess og störf. Maður ætti þvi að hafa margt að segja, þvi minni og heilsa hefur haldist öll árin. Guði sje lof! — Jeg hef ferðast mikið þessi árin sem fvr: Gefið „EIlín“ út á Akureyri og send þaðan — Samið „Vefnaðarbókina“, send út frá Reykjavik. Skrifað frá 1968, eftir að Hlín hætti í „Heima er best“, það ágæta rit. Jeg tek undir það, sem haft er eftir merkum Norðlingi, fróðum og frægum, að árin um 1900 hafi verið bestu og skemmtilegustu árin á Islandi. Má vel vera, margt hefur breyst, og margt heldur til þess lakara. — Eðlilegt eftir tvær heimsstyrjaldir. —Látum oss halda fast við gamla, góða siði, lands- siSi. Halldóra Bjarnadóttir 22 19. JTJNÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.