19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1978, Qupperneq 23

19. júní - 19.06.1978, Qupperneq 23
eiginmann sinn. „Útlit konu skiptir ekki máli“, útskýrði hún. „Við segjum aldrei að hún sé fal- leg eða ljót eftir því hvernig lík- ami hennar lítur út. Auðvitað tölum við aldrei um hvort hún sé feit eða grönn. Það er eðlileg af- leiðing af því að hún gengur með börnin og breytir því sífellt um vöxt. Það væri út í hött að tala um vöxt á konum“. Rut Bram hafði lokið samtal- inu með því að segja að gallinn við Kristófer væri sá, að hann þjáðist af verndunaráráttu yfir syni sínum og að þeir yrðu að horfast í augu við staðreyndir. Og staðreyndirnar væru þær, að vöxtur kvenna hefði enga mikil- væga þýðingu. En eitt var Bram forstýru ljóst: Ef Petróníus gengi ekki út yrði hann að fá vinnu . . . (Bram forstýra hefur talið Lis Ödeskjær skiþstýru á að leyfa Petrón- íusi að fara með í eina veiðiferð til að kynnast sjókonulífinu.) Stóri, hvíti seglkútterinn — Anders Lovindus — lá ferðbúinn í Suðurhöfn. Hann var glæsilegur á að líta, hámastraður og á stefn- inu gnæfði stytta af íturvöxnum pilti. Hann hélt höfðinu hátt, svo að hökuskeggið myndaði trjón- una á stefninu. Karlmennirnir stóðu í hnapp á bryggjunni, tilbúnir að veifa i kveðjuskyni. Petróníus fékk suðu fyrir eyr- un, þegar hann gekk upp land- göngubrúna með töskuna sína, í nýju síðu pilsi, sem hann hafði fengið af þessu tilefni. Það var svo þröngt, að hann varð að taka stutt skref. Ödeskjær stóð við borðstokkinn og tók á móti hon- um. — Velkomin um borð, unga sjókona, sagði hún og rétti út höndina honum til hjálpar. Hann fann til stolts að hún skyldi kalla hann sjókonu. Rut Bram hafði reynst erfitt að koma þessu i kring. Drengurinn mátti gjarna reyna eitthvað nýtt, fannst henni. A ýmsum sviðum skorti hana alla tilfinningu fyrir raunveru- leikanum. Auk þess var hún af gamalli landbúnaðarætt, en þar höfðu karlar nokkuð virtan sess sem veiðikonur. Hún hafði meira að segja heyrt, að fyrr á timum hefðu þeir veitt smáfisk i stöðu- vötnum. En nú hafði hún rekist á fordóma, sem hana hafði ekki ór- að fyrir. — Karlmenn á sjó. Nehei, sagði forkonan fyrir 6. köfunar- deild. Það er eilíft klandur þar sem þeir eru, slagsmál og af- brýðisemi á milli kvenfólksins. Við erum oft vikum saman úti. Nei, það getur ekki gengið, sagði hún og sýndi ógnandi tattóver- ingarnar á handleggnum, hóp af smávöxnum nöktum piltum með bústna maga. En Lis Ödeskjær, sem hafði lofað að hjálpa Rut Bram, lét hart mæta hörðu. Hún fullvissaði hina um að þetta væri einungis reynsluferð og pilturinn fengi næstu káetu við hliðina á sér. Hún mundi vitaskuld sjá til þess að hann leggði ekki snörurnar fyrir neina af stelpunum. Og sæi einhver nokkuð athugavert við stjórn hennar, gæti sú hin sama tekið pokann sinn . . . Lis Ödeskjær var glæsileg á- sýndum í bláa og hvíta einkenn- isbúningnum þar sem hún stóð í brúnni. Þær léttu akkerum og tóku stefnu á Eyðiskerin. Á skipinu var 25 kvenna áhöfn að meðtöldum yfirköfurum, köfurum og ó- breyttri áhöfn. Að ysta skerinu í eyjaklasanum var margra klukkustunda sigling . . . Ödeskjær blés í flautu. Kafar- arnar komu upp á þilfar. Þær voru vopnaðar stórum spjótum, sem við voru festar langar línur, en þær svo í hinn endann tengdar við vindur svo auðvelt væri að draga línuna inn þegar spjótbit- urinn væri tryggilega skutlaður. Kafararnar stukku fyrir borð og hurfu. Petróníus varð hræddur. Skyldu þær komast upp aftur? Hann spurði Ödeskjær. Hún hló hjartanlega, strauk hökuna og svaraði, að vissulega væri mögu- legt að einhverjar þeirra yrðu eftir á hafsbotni, ha, ha. Petróníus starði á loftbólurnar, sem stigu upp á yfirborðið. Þær væru líklega merki um að þær væru enn lifandi? Ödeskjær skellihló. Þetta væri alveg rétt hjá Petróníusi, hann væri bráðgreindur lítill herra. Petróníus spurði, hvernig spjótbíturinn væri veiddur. — Þær stinga spjótinu inn í ginið á honum og rykkja svo í línuna. Þá setjum við vinduna í gang og drögum línuna inn í hvelli. Þegar kafararnar hafa lok- ið við spjótin, koma þær upp aft- ur, taka þau saman og kafa á ný. — Ég er viss um að það er fal- legt þarna niðri, sagði Petróníus dreymandi. - Hvar? — Á hafsbotni, á ég við. — Ha, ha, konur hafa ekki tíma til að hugsa um fegurð. Þær hafa nóg með að sinna veiðinni. — En var ekki fallegt þar, þeg- ar þú varst að kafa? Öll þau ár, sem Petróníus hafði dreymt um að verða kafara, var það fyrst og fremst landslagið á hafsbotni, sem heillaði hann. Hann hafði séð stór málverk þaðan og það hlaut að vera eins og annar heimur, þar sem allt var kyrrt, mjúkt og lifandi. Ödeskjær kinkaði kolli. — Jú, það var fallegt. En þú skilur Petróníus, að ævintýrin eru konunni raunveruleiki. Karlar halda að allt, sem konur gera, einkennist af hetjudáðum og glæsikvennsku. Veruleikinn er allur annar. Lífið er hörð og ó- vægin barátta, Petróníus. Þessi orð sagði Ödeskjær með vilja. Hún áleit það ungherra Bram fyrir bestu, að hann sæi að 21
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.