19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1978, Qupperneq 33

19. júní - 19.06.1978, Qupperneq 33
að heimilisstörfunum, hvað þá að hún skari fram úr honum. Karlmaðurinn vill hafa yfir- höndina, á að hafa hana sam- kvæmt forskrift samfélagsins. Honum finnst því grafið undan stöðu sinni og valdi, ef eiginkon- an sýnir yfirburði í greind eða haslar sér völl í atvinnulífinu með góðum árangri. Eiginkonan, sem gengur inn’ í fyrirmyndar-eiginkonu-móður- hlutverkið, sýslar við fögru hlut- ina sína, stjanar við börnin og gætir þess, að heimilið sé eigin- manninum „friðsæll griðastað- ur“, þegar hann kemur þreyttur heim frá þvi að vinna fyrir lifs- gæðunum. En börnin vaxa úr grasi. Störf- in á heimilinu dragast saman. Auðvitað er alltaf hægt að finna sér nóg til að gera, ryksjúga, þurrka af fínu húsgögnunum . . . Þær konur, sem eru áhuga- lausar um annað en fyrirmynd- arheimilið og framsækna eigin- manninn, hafa oft ekki kjark eða hugsun til að rífa sig upp og fara að starfa að einhverju. Þær sökkva sér niður í sherry-drykkju og dagdrauma, sem snúast að miklu leyti um nýja, meira spennandi upplifun á því sviði, sem þær þekkja. Nýjan Prins Valiant, ástfanginn, stimamjúk- an og áhugasaman, sem gæti búið þeim nýtt, lifandi ástar- hreiður. Stundum komast þær í sam- band við óánægðan karlmann, sem er tilbúinn til að ljúga heima Á fínum heimilum, þar sem karlinn hefur góða stöðu, er al- gengast að konunni sé ekki þolað Jaað að taka sig upp og fara að starfa. Karlinn er búinn að byggja upp öll fínheitin og oln- boga sig upp í viðurkenndan sess. Hann lítur því á það sem lítils- virðingu við framtak sitt og upp- byggingu, að hún láti sér það ekki nægja. Hún á að vera ánægð á heimilinu hans. Honum finnst grundvelli lífs- starfs síns hætta búin og fyllist afbrýðisemi. Hann er afbrýði- samur út í starf hennar, hún gæti orðið áhugasamari um það en hann. Út í vinnufélagana, allir þessir karlmenn . . .? Hvað gera þau í kaffitímum . . .? Yfirvinna . . .? í Eru karlmenn öryggislausir og hræddir um að geta ekki bjargað sér, ef konan færi frá þeim? Hégómagirndin er sterkasta tilfinningin. Þeim finnst þeir vera búnir að fórna svo miklum kröft- um til einskis, að þeir geta ekki horfst í augu við það. Hvað er hægt að gera til að fyrirbyggja að það ástand skap- ist, sem þú hefur verið að lýsa? Þótt ég hafi nú lýst aðstæðum, sem ég tel nokkuð algengar meðal þeirra, sem stundum eru nefndir betri borgarar, máttu ekki lita á það sem alhæfingu mína. Allir menn, karlar og konur, ættu að miða að því að standa uppréttir á eigin fótum sem sjálf- stæðir einstaklingar. Þeir sem gagnrýna hjónaband- ið sem stofnun, einblína á þessa undarlegu afskræmingu, sem hefur siðfágað yfirbragð. En frelsi er ekki fólgið í einlífi. Við verðum að byggja okkur sjálf upp til að geta miðlað öðr- um. Til þess verður maður að vera sæmilega heiðarlegur við sjálfan sig. Venjuleg manneskja þarf á nánum félagsskap að halda til að geta tjáð sig. Sá, sem ekki getur það, er lítils virði fyrir aðra menn. Og við þurfum aga. Tveir hljómar óma betur saman en einn, þeir veita hvor öðrum að- hald, bæta hvor annan upp, mynda hljómmikla heild. Ef vel á að fara, þurfa báðir aðilar — það er í samræmi við tíðarandann — að nálgast sem jafningjar og hafa sömu mögu- leika til að glíma við samfélags- legu kvaðirnar, sem venjulega hvíla á eiginmanninum. Auk þess að hafa sömu möguleika á að umgangast annað fólk. Það skap- ar jafnræði og er eini möguleik- inn til hamingju og til að miðla hvort öðru og umhverfinu. Allt er þetta vandi. En hefur nokkurn tíma staðið til að |:>að væri vandalaust að vera maður? L. Ó. Hjónabandsstofnunin er vinna og aftur vinna Fimmtug kona segir írá: „Eftir þrjú hjónabönd er óhætt að segja, að maður sé reynslunni ríkari. Ég var komin undir þrítugt, þegar ég gifti mig í fyrsta skipti, svo að ekki er hægt að segja, að það hafi verið bernsku- brek.“ „Aðdragandi að fyrsta hjóna- bandinu var stuttur. Að vísu þekktumst við lítillega frá yngri árum, vissum um tilveru hvors annars. Og svo er við hittumst aftur eftir mörg ár, fór svo, að við ákváðum að giftast. Þetta var í alla staði góður og traustur maður, sem veitti mér fyllsta öryggi. Samt verð ég að viður- kenna, að ég var aldrei yfir mig ástfangin.“ 31
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.