19. júní


19. júní - 01.10.1995, Blaðsíða 30

19. júní - 01.10.1995, Blaðsíða 30
• BOKMENNTASYN Þórunn Sigurðardóttir Þórunn Sigurðardóttir Um Men, Women, and Chain Saws. Gender in the Modern Horror Film eftir Carol J. Clover London: British Film Institute, 1992 Carol J. Clover er prófessor við Kali- forníuháskóla í Berkeley í Bandaríkjun- um. Hún hefur skrifað fjölda greina um norrænar miðaldabókmenntir og gefið út bækur um sama efni. Bókin Karlar, kon- ur og keðjusagir fjallar þó um allt annað efni og nær okkur í tíma. í henni athugar Clover bandarískar hryllingsmyndir frá áttunda og níunda áratugnum; kvikmynd- ir sem voru gerðar fyrir litla peninga og hafa verið taldar til svokallaðrar ‘lág- menningar’. Áhorfendur þeirra eru í miklum meirihluta ungir karlmenn1’ og gengur Clover út frá því að þessar kvik- myndir höfði sérstaklega til þeirra. í rannsókn sinni beinir hún sjónum einkum að sambandi karláhorfandans við kven- fórnarlamb og kvenhetju umræddra kvik- mynda. Tekst henni á mjög sannfærandi hátt að sýna fram á að kyn og kynferði (sex og gender) séu víxlanleg fyrirbæri og ekki algild og endanleg í þeim þremur tegundum hryllingsmynda sem hún tekur fyrir. Hún heldur því fram að karláhorf- andinn samsami sig persónu fórnarlambs- ins/hetjunnar og að hann geri það ekki einungis þrátt fyrir að hún sé af öðru líf- fræðilegu kyni en hann heldur líka af þeirri sömu ástæðu. Hvernig og hvers vegna það gerist er meginviðfangsefni bókarinnar. Þær þrjár tegundir hryllingsmynda sem Clover skilgreinir í bókinni eru ‘slasher’- kvikmyndir, ‘possession’-kvikmyndir og ‘rape-revenge’-kvikmyndir.21 Fyrst- nefnda tegundin sýnir manndrápara sem er karlkyns en kynferðislega brenglaður. Oft lifir hann enn í heimi bernskunnar þar sem hann hefur orðið fyrir skelfilegri reynslu sem hefur gert hann næstum ómannlegan, eða ‘ókarllegan’. Drápin 30 eru yfirleitt kynferð- isleg; fórnarlömbin eru ungar og falleg- ar konur sem lifa ‘frjálsu’ kynlífi. Hann drepur eina eftir aðra af persón- unum þangað til að- eins eitt fórnarlamb er eftir, það sem Clover kallar ‘Final Girl’. Hún er sú sögupersóna sem þarf lengst að eiga við manndráparann, hún veit af honum í langan tíma, öfugt við fyrri fórnar- lömbin, flýr undan honum í skelfingu og berst að lokum við hann með kjafti og klóm, þangað til hjálp berst eða henni tekst að fyrirkoma honum. Einkenn- andi fyrir persónuleika ‘Final Girl’ er að hún er varkár, úrræðagóð og klár. Hún er, öfugt við aðrar kvenpersónur myndarinn- ar, frábitin kynlífi og er að mörgu leyti afar stráksleg. Rétt eins og manndrápar- inn er ekki fullkomlega karllegur er hún ekki fullkomlega kvenleg. Staða hennar sem fómarlamb er þó kvenlæg (feminine) en hún breytist í lok myndarinnar í karllægan (masculine) sigurvegara. Um leið og ‘Final Girl’ kvengerir mann- dráparann (gerir hann að fórnarlambi, drepur hann eða geldir) karlgerir hún sjálfa sig með sigri sínum. Önnur tegund kvikmynda sem skil- greind er í bókinni er hryllingsmynd af dulrænum toga þar sem fórnarlambið, sem oftast er ung kona, er haldin illum anda og karlmaðurinn, sem oft er unnusti fórnarlambsins, eða tengdur því á ein- hvem hátt, neitar að trúa á yfirskilvitlega hluti en leitar læknisfræðilegra eða sál- fræðilegra skýringa á ástandi konunnar. I þessum kvikmyndum er teflt saman and- stæðunum ‘hvít vísindi’ sem karlmaður- inn (karlmennskan) er fulltrúi fyrir og ‘svartagaldri’ sem konan (kvenleikinn) er fulltrúi fyrir. Clover bendir á að þessar myndir séu í raun og vem ekki um konu sem haldin er illum anda, heldur um karl- mann í tilvistarkreppu; um togstreitu milli hins karllæga og hins kvenlæga í honum. Til þess að jafnvægi náist þarf karlmaður- inn að viðurkenna tilveru hins yfirskilvit- lega; hann þarf að ‘opna sig’ og ‘hleypa hinu yfirskilvitlega inn’. Undir yfirboð- inu skín í erótískar lýsingar sem beinast annars vegar að kvenlíkamanum og hins vegar að samförum samkynhneigðra karl- manna. I lok myndarinnar hefur konan hreinsast af hinum illa anda og er orðin sú

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.