19. júní


19. júní - 01.10.1995, Blaðsíða 31

19. júní - 01.10.1995, Blaðsíða 31
sama og í byrjun en karlmaðurinn er breyttur; kvenleikinn hefur fundið stað við hlið karlmennskunnar í sálarlífi hans. Á áttunda áratugnum verður sýnileg breyting á hryllingsmyndum þar sem nauðgun kemur við sögu. Glæpurinn ‘nauðgun’ verður þungamiðja myndarinn- ar í stað þess að vera aukaatriði og sögu- þráðurinn hverfist um hefnd fórnarlambs- ins sjálfs á nauðgaranum en ekki um gerðir bjargvættarins í líki unnusta, föður eða annars karlmanns. Persóna fórnar- lambsins þróast í rás myndarinnar úr óvirku fórnarlambi í herskáan hefnanda, þ.e. kvenleikinn umbreytist í karl- mennsku. Sjónarhornið er allan tímann hennar, bæði sem fórnarlambs og hefn- anda, og samúð áhorfandans er með henni í báðum hlutverkunum. Hvernig karl- áhorfandinn samsamar sig þeirri kvenlegu reynslu að vera fórnarlamb nauðgunar byggist á því að upplifa algert valdaleysi og niðurlægingu. í þessum kvikmyndum er nauðgunin að sumu leyti endurskil- greind sem verknaður er byggist á valdi/valdbeitingu miklu fremur en kyn- ferðislegum losta. Clover heldur því jafn- framt fram að í þessari tegund hryllings- mynda birtist heimur þar sem körlum get- ur verið nauðgað á sama hátt og konum og með sömu afleiðingum. Hún bendir á sjáanleg áhrif kvikmyndar eins og Deli- verance á þessar ‘rape-revenge’-myndir. I henni er karlmanni, velstæðum borgar- búa sem fer með félögum sínum upp í óbyggðir, nauðgað af fátækum og rudda- legum fjallabúa. Félagarnir úr borginni hefna þessa atburðar grimmilega og drepa fjallabúann. Með þessari greiningu er Clover aftur að benda á að kyn og kyn- ferði eru ekki algild og endanleg. En urn leið setur hún fram þá tilgátu að til þess að karláhorfandinn afberi að horfa á hryll- inginn sem fórnarlambið verður fyrir (sem hann samsamar sig með) þurfi hann að gera það gegnum kvenlíkama, líkama sem samkvæmt hefðinni hefur haft það hlutverk að vera fórnarlamb vegna kyn- ferðis síns. Hefðbundin kvikmyndagagnrýni hefur einkum beint sjónum sínum að ‘sadisma’ í hryllingsmyndum en í þessari bók er því haldið fram að ‘masokismi’ eigi miklu stæm þátt í hvernig áhorfandinn upplifir þessar þrjár tegundir hryllingsmynda. Þeir upplifa fyrst auðmýkingu og ótta með fórnarlambinu og svo aftur sigur- gleðina að hefndinni lokinni. Það að fórnarlambið og sigurvegarinn eru ein og sama persónan, og að þessi persóna er kvenmaður sem karláhorfandinn sam- samar sig með, er þróun sem verður í hryllingsmyndum á áttunda áratugnum. Þróun sem Clover stingur upp á að megi m.a. rekja til kvennabaráttunnar og nýs fjölskyldumunsturs þar sem báðir foreldr- ar vinna utan heimilis. Engan veginn má þó lesa út úr grein- ingu Clover að hér sé um að ræða fem- inískar kvikmyndir heldur aðeins að í þeim birtist viðhorf til kynjanna og skynj- un kynferðis á mjög hráan og einfaldan hátt. Skelfing og kynferðisleg auðmýk- ing eru ennþá kvenlægir þættir en að bjarga sjálfum sér og að hefna sín er ekki lengur bundið við karlhetjur kvikmynd- anna eingöngu. Bókin varpar þannig nýju ljósi á afurðir ‘lágmenningar’ og skoðar unt leið kynferði út frá spennandi sjónar- hóli. "Höfundur bókarinnar studdist við könnun sem hún gerði meðal 60 starfsmanna myndbandaleiga og athugun sem hún gerði á því hverjir leigðu tvær ákveðnar hryllingsmyndir um fjögurra vikna skeið. ‘ Samsvarandi hugtök eru ekki til í íslensku en þau skýrast með umfjöllun um þessar þrjár tegundir hryllingsmynda. NYTT LEIKRIT eftir Steinunni Jóhannesdóttur Hver var Guðríður Símonardóttir? Hvaða áhrif hafði hún og hennar einstæði æviferill á skáldið Hallgrím Pétursson? ✓ I þessu áhrifamikla verki fá lesendur að kynnast Guðríði Símonardóttur í nýju ljósi. Bókin fæst í helstu bókabúðum í Reykjavík. Verð kr. 800.- 31

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.