Fréttablaðið - 04.12.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 04.12.2010, Blaðsíða 2
2 4. desember 2010 LAUGARDAGUR Stefán, er gagnvirkni það sem koma skal í leikhúsheiminum? „Ja, hann gerði nú ekki mikið gagn þessi blessaði gestur.“ Leikarinn Stefán Hallur Stefánsson þurfti að setja ofan í við málglaðan gest í miðri sýningu leikritsins Mojito á dögunum. HEILBRIGÐISMÁL Áætlað er að um fimm prósent Íslendinga þjáist af heilsukvíða. Ástandið einkennist af óhóflegum og hamlandi kvíða þar sem fólk óttast að vera hald- ið alvarlegum sjúkdómi þrátt fyrir að niðurstöður læknisfræðilegra skoðana sýni fram á annað. Sóley Dröfn Davíðsdóttir, sálfræðingur hjá Kvíðameð- ferðarstöðinni, og Ólafur Árni Sveinsson, taugalæknir hjá Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi, skrifuðu grein sem birtist í Læknablaðinu í gær, sem ber heit- ið Heilsukvíði – aukin þekking og meðferðarmöguleikar, þar sem fjallað var um helstu einkenni vandans og ný meðferðarúrræði. Sóley Dröfn segir að heilsukvíði sé algengari en margir halda. Utan við þessi fimm prósent sem eru áætluð að eigi við þetta vandamál að stríða sé mikill fjöldi fólks sem óttast á einhverjum tímapunkti að vera haldinn alvarlegum sjúk- dómi þrátt fyrir að lítil rök liggi fyrir því. „Þetta hefst oftast snemma á fullorðinsárunum, þegar fólk er undir andlegu álagi,“ segir Sóley Dröfn. „Hugsanlega hefur náinn ættingi orðið alvarlega veikur eða látist úr sjúkdómi og með því myndast sú hugmynd hjá viðkom- andi einstaklingi að hann sjálfur eigi á hættu að veikjast.“ Tíðni heilsukvíða er jöfn meðal karla og kvenna, en almenn kvíða- röskun og fælni sé mun algengari meðal kvenna heldur en karla. Áður fyrr var sjúkdómurinn kallaður ímyndunarveiki. Sóley Dröfn segir að það sé rangnefni vegna þess að hugtakið „ímynd- un“ gefur í skyn að einkenni fólks séu ekki raunveruleg. „Líkaminn er sjaldnast ein- kennalaus,“ segir Sóley. „Þeir sem þjást af heilsukvíða eru ekki að gera sér upp einkenni, heldur eru þau rangtúlkuð í hugum fólks sem telur að þau stafi af alvarleg- um sjúkdómi.“ Sóley Dröfn segir mikilvægt að komast að rótum vandans og átta sig á því hvað það er sem fólk óttast. Hvort sem það sé dauð- inn, veikindaferlið, einangrun, að skilja börnin eftir eða í raun hvað sem er. „Þetta þótti áður illviðráðan- legur vandi. En hugræn atferlis- meðferð og ákveðin lyfjameðferð geta hvort um sig skilað miklum árangri.“ sunna@frettabladid.is 5 prósent Íslendinga þjást af heilsukvíða Áætlað er að fimm prósent fólks þjáist af heilsukvíða. Vandamálið einkenn- ist af þrálátum kvíða og áhyggjum yfir því að vera haldinn sjúkdómi. Enginn munur er milli kynjanna. Stuðst er við atferlismeðferð og lyfjagjöf í meðferð. SÓLEY DRÖFN DAVÍÐSDÓTTIR KVÍÐI Tíðni heilsukvíða skiptist jafnt á milli kynja og er vandamálið skilgreint sem miklar og hamlandi áhyggjur yfir því að vera haldinn alvarlegum sjúkdómi. MYND/GETTY IMAGES HEILBRIGÐISMÁL Elsa B. Friðfinns- dóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir að í breytingartillögum sem heil- brigðisráðherra er nú að kynna á hagræðingaráformum í heil- brigðisþjónustu sé enn þrengt að umönnunar- og hjúkrunarþætti heilbrigðisstofnana. „Faglærðum starfsmönn- um verður fækkað til að lækka launakostnað, gæði þjónustunnar minnka, öryggi sjúklinga verður ógnað og kostnaður eykst þegar til lengri tíma og á heildina er litið. Fylgikvillum meðferða mun fjölga og legutími mun lengj- ast,“ segir Elsa í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag. pg / sjá síðu 25 Framlög til heilbrigðismála: Segir frekari skerðingu í til- lögum ráðherra STJÓRNSÝSLA Hópur þeirra kvenna sem hafa ásakað Gunnar Þor- steinsson í Krossinum um kyn- ferðislega áreitni hafa sent dóms- málaráðuneytinu bréf þar sem ráðherra er beðinn um að rann- saka mál Gunnars. Greint var frá málinu á Pressunni. Í bréfinu er þess krafist að Gunnar verði sviptur stöðu sinni sem forstöðumaður. Óskað er eftir því að samneyti Gunnars við safnaðarmeðlimi verði rannsak- að. Þá segir að stjórn Krossins sé vanhæf í málinu, en í henni sitji Gunnar, dóttir hans, tengdasonur og einn ótengdur aðili. - sv Meint fórnarlömb Gunnars: Biðja ráðuneyti um rannsókn MATVÆLI Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) sendi um mánaðamótin stjórnvöldum bréf þar sem fram kemur að grunur leiki á að fjölfos- föt séu enn notuð í saltfiskverkun hér. Notkun fjölfosfata við saltfisk- verkun er bönnuð á Evrópska efna- hagssvæðinu (EES) og innan aðild- arríkja Evrópusambandsins Fjölfosföt eru aukaefni sem sprautað er í saltfisk til að gera hann hvítari og bindur vatn í honum sem þyngir hann. Efnið hefur ekki áhrif á bragðið. Ólafur Valsson, aðstoðarfram- kvæmdastjóri Matvælasviðs hjá innra markaðssviði ESA í Brussel, segir ESA líta málið mjög alvar- legum augum. Hann væntir þess að stjórnvöld bregðist skjótt við og framfylgi banninu. Norskir fjölmiðlar hafa fjall- að um notkun fjölfosfata í fryst- um fiski upp á síðkastið. ESA hóf rannsókn á notkun efnisins hér eftir að fiskverkun Karls Svein- sonar á Borgarfirði eystri sagði upp öllu starfsfólki sínu í september. Ástæðan var sú að saltfiskur fyrirtækisins þótti ekki samkeppnishæf- ur í útflutningi þar sem efninu var ekki sprautað í hann. Matvælastofnun, sem hefur eftirlit með fram- fylgni reglna í matvæla- iðnaði, gaf út í septemb- er að hún vilji bíða með aðgerðir fram yfir ára- mót. Ólafur segir stofn- unina ekki hafa heim- ild til þess. „Yfirvöld verða að standa við samninga.“ - jab AFGANISTAN, AP Barack Obama Bandaríkjaforseti kom í óvænta heimsókn til Afganistans í gær að stappa stálinu í bandaríska hermenn þar og ræða við Hamid Karzai forseta. Vegna veðurs gat Obama þó ekki hitt Karzai augliti til auglit- is, en lét í staðinn duga að hringja í hann til höfuðborgarinnar Kabúl frá flugvellinum í Bagram. „Ég þarf ekki að segja ykkur að þetta sé erfið barátta,“ sagði Obama við bandarísku hermenn- ina, en kvaðst þó sannfærður um að þeim muni takast ætlunarverk sitt. Um 100 þúsund bandarískir hermenn eru í Afganistan. - gb Obama fór til Afganistans: Stappaði stál- inu í hermenn BANDARÍKJAFORSETA FAGNAÐ Banda- rískir hermenn tóku leiðtoga sínum vel. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VIÐSKIPTI Skilanefnd og slitastjórn Kaupþings hefur tekið afstöðu til allra krafna í bú bankans. Í kringum 28 þúsund kröf- um var lýst í bú Kaupþings. Þar af námu forgangskröfur tæpum 2.100 milljörðum króna. Þær eru nú um 550 milljarðar króna. Þar af voru aðeins tíu milljarðar króna samþykktar sem forgangs- kröfur. Afganginum, kröfum upp á 540 milljarða, var hafnað. Hluti krafna færist til almennra krafna. Ólafur Garðarsson, lögmaður og formaður slitastjórnar Kaup- þings, segir þá kröfuhafa sem ósáttir séu með niðurstöðuna geta mótmælt, leitað sátta, jafnvel leit- að til dómsstóla. - jab Búið að fara yfir allar kröfur: Gefa grænt ljós á tíu milljarða Í fangelsi fyrir stuld í Byko Karlmaður hefur verið dæmdur í Hér- aðsdómi Suðurlands fyrir að stela 5,5 metra löngu málbandi úr Byko, sem kostaði 4.809 krónur. Hann játaði sök og var dæmdur í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi. DÓMSMÁL Eftirlitsstofnun EFTA gagnrýnir stjórnvöld fyrir að horfa framhjá brotum á reglum: Aukaefni í saltfiski eru bönnuð SALTFISKUR Bannað er að sprauta auka- efni í saltfisk við vinnslu. Efnið gerir fiskinn hvítari en ella auk þess að binda vatn í fiskinum svo hann verði þyngri. VIÐSKIPTI Umami Sustainable Sea- food hefur lokið kaupum á túnfisk- eldisfyrirtækinu Baja Aqua Farms í Mexíkó. Umami er að stærstum hluta í íslenskri eigu, en fyrirtækið er dótturfélag Atlantis Group. Óli Valur Steindórsson, starfandi stjórnarformaður Umami og for- stjóri Atlantis, segir kostnað félags- ins við kaupin nema 30 milljónum Bandaríkjadala, eða sem nemur tæpum 3,5 milljörðum króna. Hann segir fyrirtækið, sem nú rekur tún- fiskeldi bæði í Króatíu og Mex- íkó, það langstærsta í heimi á sínu sviði, með um fimmtungsmarkaðs- hlutdeild. „Ætli félagið sé ekki fjórum til fimm sinnum stærra en næsta félag í geiranum,“ segir Óli Valur. Núna segir Óli Valur að áhersl- an verði lögð á innri vöxt, en á markaðnum séu miklir möguleikar. Túnfiskveið- ar hafi verið hart gagnrýndar af umhverfisverndarsamtökum og í þeim séu sóknarfæri. „Þetta er vara sem selur sig sjálf og eftirspurnin miklu meiri en framboðið.“ Óli Valur segir að aðstandend- ur félagsins hafi hitt á réttan tíma- punkt í að skrá félagið á smærri verðbréfamarkað í Bandaríkjunum til að safna fé í kaupin. Félagið sé hins vegar enn að stærstum hluta í íslenskri eigu, beint eða óbeint. Kjarnahópurinn sem staðið hafi að stofnun þess telji um 20 manns, en hluthöfum hafi nú fjölgað í 180. Óli segir stefnt að því að fjölga hluthöf- um í 400 og skrá félagið í kjölfarið á Nasdaq-hlutabréfamarkaðinn. - óká Umami Sustainable Seafood hefur lokið yfirtöku á túnfiskeldi Baja Aqua Farms í Mexíkó: Stærsta túnfiskeldi heims í íslenskri eigu ELDISKVÍAR Túnfiskeldi Kali Tuna í Króatíu er líka í eigu Umami Sustainable Seafood. ÓLI VALUR STEINDÓRSSON SPURNING DAGSINS Verið hjartanlega velkomin MAGNAÐ helgartilboð Sími 568 9400 KRINGLUNNI 20-50% afsláttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.