Fréttablaðið - 04.12.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 04.12.2010, Blaðsíða 6
6 4. desember 2010 LAUGARDAGUR Allur ágóði sölunnar rennur óskertur til starfs í þágu fatlaðra barna og ungmenna. SÖLUSTAÐIR Casa - K r i ng lunn i og Ske i funn i Epa l - Ske i funn i og Le i f ss töð Kok ka - Laugaveg i L i s tasa fn Reyk jav íku r - Ha fna rhús inu L í f og l i s t - Smára l i nd H a f n a r b o rg - H a f n a r f i r ð i Módern – H l í ða r smára Blóma- og g ja fabúð in - Sauðá rk rók i Norska hús ið - S tykk i shó lm i Pó ley - Vestmannaey jum Va l rós - Aku rey r i STYRKTARFÉLAG L A MAÐRA OG FATLAÐRA SÖ LU TÍ M A BI L 4. -1 8. D ES EM BE R FJARLÆGÐ eftir Katrínu Sigurðardóttur 2 0 1 0 „Sumum til undrunar er Sigfússon að sanna sig sem alvarlegur og ábyrg- ur fjármálaráðherra,“ segir í skýrslu Neils Klopfenstein sendiráðu- nauts í bandaríska sendi- ráðinu 4. júní 2009. Dag- inn áður átti Steingrímur J. Sigfússon fund með Klopfenstein og ræddi stöðu ýmissa lykilmála á Íslandi. „Þótt margir í flokki hans hafi frá byrjun verið tor- tryggnir í garð lánsins frá AGS hefur ráðherrann við ýmis tæki- færi viðurkennt mikilvægi AGS- pakkans. Sigfússon hefur stað- ist (sennilega gnístandi tönnum) flestar freist- ingar til að skella skuld- inni af núverandi kreppu alfarið á öfgar kapítal- ismans,“ segir í skýrsl- unni. Fram kemur að banda- rísku sendiráðsstarfs- mennirnir efist um túlkun Steingríms á framgangi viðræðna um Icesave. Breski sendi- herrann hafi dregið upp mun dekkri mynd af þeim í við- ræðum. Hann segði meðal ann- ars að þeir hefðu uppi barnaleg- ar áætlanir um endurgreiðslu Icesave. - gar Steingrímur J. kom bandaríska sendiráðinu á óvart: Reyndist ábyrgur fjármálaráðherra STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON Jóhanna Sigurðardóttir forsæt- isráðherra sagði nokkrum þing- mönnum Vinstri grænna í júlí í fyrra að hún væri að missa þolinmæðina og að hún myndi segja af sér innan fárra daga ef þeir styddu ekki samkomulag sem náðst hafði í Icesave-mál- inu. Þetta kemur fram í skýrslu Neils Klopfenstein, sendiráðu- nauts í bandaríska sendiráðinu. Vitnað er til orða sem Össur Skarphéðinsson utanríkisráð- herra er sagður hafa látið falla í samtali við breska sendiherr- ann á Íslandi. Össur er sagður hafa talið að þessir úrslitakostir Jóhönnu til VG ásamt viðaukum við samninginn myndu duga til að bæta við atkvæðum til að ná naumum meirihluta fyrir sam- komulaginu á Alþingi. - gar Össur við sendiherra Breta: Jóhanna hótaði að segja af sér Þann 26. maí 2006, hálfum öðrum mánuði eftir að Bandaríkjamenn tilkynntu um brottför hersins, skrifar Carol Van Voorst sendi- herra stjórnvöldum í Washington greinargerð um þá kenningu Vals Ingimundarsonar sagnfræðings, að væri Davíð Oddsson enn forsætis- ráðherra myndu Bandaríkjamenn ekki hafa kallað herinn heim. „Kenning Ingimundarsonar líkist mjög kenningu sem sonur Oddssonar og pólitískur ráðgjafi Björns Bjarnasonar dómsmála- ráðherra (Sjálfstæðisflokki), Þor- steinn Davíðsson, setti fram 17. mars í viðræðum við stjórnmála- fulltrúa sendiráðsins [POLOFF],“ segir Van Voorst, og bætir því við að Þorsteinn, Björn og „aðrir á hægri væng Sjálfstæðisflokksins“ séu „ævareiðir“ vegna þess að hinn hófsami Geir Haarde hafi orðið for- maður Sjálfstæðisflokksins og verði líklega næsti forsætirsáðherra. Hún segir að í einkasamtölum láti þeir fara í taugarnar á sér þann sáttatón sem Geir hafi verið með gagnvart Bandaríkjunum eftir að tilkynnt var um brotthvarf hersins. „Það er mögulegt,“ segir Van Voorst og kemur þar með sína eigin kenningu, „að þeir hafi hvatt Ingi- mundarson (sem er sonur banda- manns Oddssonar) til að fínpússa það orðspor, sem Oddsson skilur eftir sig, og þrýsta á Haarde um að taka harðari samningaafstöðu.“ - gb Sendiherra Bandaríkjanna veltir fyrir sér kenningu Vals Ingimundarsonar: Sáttatónn Geirs pirraði Björn Í bandaríska sendiráðinu var grannt fylgst með viðbrögðum Íslendinga við brotthvarfi Banda- ríkjahers frá Keflavíkurflugvelli. Í nokkrum leyniskjölum frá bandaríska sendiráðinu, sem Fréttablaðið hefur undir höndum og birt verða á vefsíðunni Wik- ileaks, lýsir Carol van Voorst, þáverandi sendiherra Bandaríkj- anna hér á landi, vonbrigðum og andstöðu íslenskra ráðamanna með þessa ákvörðun. „Ef fimm stig sorgarviðbragða eru afneitun, reiði, samningavið- ræður, þunglyndi og sátt, þá eru sumir íslenskra gáfumanna nú komnir á reiðistigið,“ skrifar van Voorst þann 20. mars 2006, nokkr- um dögum eftir að Bandaríkin til- kynntu ákvörðun sína um brott- hvarfið. Nokkrum dögum síðar leggur hún til að Bandaríkjamenn hvetji Íslendinga til að afla sér fræðslu um varnarmál og sætta sig við að þeir þurfi sjálfir að taka ábyrgð á vörnum landsins. „Jafn- vel þótt Bandaríkin tryggi áfram varnir þeirra, sem auðugt ríki og aðili að NATO,“ skrifar hún hálf- um mánuði eftir að Bandarík- in tilkynntu um brottför hersins, „þá þurfa Íslendingar að taka þátt í kostnaðinum af vörnum sínum og íslenskir embættismenn munu loksins þurfa að gera heimavinn- una sína varðandi öryggismál svo þeir verði upplýstir neytendur.“ Ári eftir brotthvarf hersins, haustið 2007, skýrir van Voorst síðan frá því að Björn Bjarna- son dómsmálaráðherra og aðrir á Íslandi hafi „verið nánast aðfram- komnir af „Ég sagði þér það“-veik- inni“ eftir að rússneskar herþotur tóku að gera vart við sig nálægt Íslandi og víðar á Norður-Atlants- hafi. Þeir líti svo á að Bandarík- in hafi gert hernaðarleg mistök með því að kalla herinn heim ein- mitt þegar loftslagsbreytingar með auknum skipaferðum og olíu- vinnslu á Norðurslóðum blasi við. Síðastliðið haust átti þáver- andi staðgengill sendiherra, Sam Watson, síðan viðræður við Össur Skarphéðinsson utanrík- isráðherra, þar sem Össur segir ákvörðun Bandaríkjamanna hafa verið „bölvuð mistök“, jafnvel þótt hann segist skilja rökin að baki þeirri ákvörðun og nauðsyn þess að draga úr kostnaði. Hann sagð- ist telja að Bandaríkin hefðu átt að hafa „einhvers konar viðveru áfram á Íslandi til að verja hags- muni sína á norðurslóðum.“ - gb Taldi Íslend- inga fáfróða Sendiráð Bandaríkjanna fylgdist grannt með við- bröðgum við brotthvarfi hersins. Össur sagði haust- ið 2009 Bandaríkin hafa gert „bölvuð mistök“. Össur Skarphéðinsson utanrík- isráðherra sagðist í septemb- er árið 2009 telja að Evrópu- sambandið hafi vísvitandi gefið Íslendingum frest til þess að skila inn svörum við spurninga- lista þess þann 16. nóvember svo öruggt verði að leiðtogaráð sam- bandsins geti ekki afgreitt aðild- arumsókn Íslands á fundi sínum í desember. Þetta hefur Sam Watson, sem var staðgengill sendiherra Bandaríkjanna hér á landi meðan enginn gegndi því emb- ætti, eftir Össuri að loknum við- ræðum þeirra. - gb Össur gagnrýnir ESB: Skilafrestur úti- lokar afgreiðslu Fréttaskýring: Hvað segja Wikilieaks-skjölin um Ísland? CAROL VAN VOORST Sagði Björn Bjarnason og fleiri hafa verið illa haldna af „Ég sagði þér það“-veikinni þegar Rússaþotur byrjuðu að fljúga kringum landið á ný. Bjarni Benediktsson, for- maður Sjálfstæðisflokksins, vildi í nóvember í fyrra taka upp viðræður til að styrkja tvíhliða tengsl Bandaríkj- anna og Íslands. Þetta kemur fram í skýrslu Sams Watson, sendiráðunauts í bandaríska sendirráðinu. Watson segir Bjarna hafa viljað fá fund í Hvíta húsinu og hafa lagt til að utanríkis- málanefnd Alþingis færi til Banda- ríkjanna. „Hann spurði síðan, í ljósi núverandi fjárhagsvandræða Íslands, hvort vera kynni að fjármögnun slíkrar ferðar gæti komið úr bandarísk- um sjóði,“ segir Watson sem kveðst í skýrslunni ekki viss um ástæður Bjarna fyrir því að ná fundum háttsetra emb- ættismanna í Hvíta húsinu. Segir hann ástæðuna líklega pólitíska; að Bjarni hafi vilj- að ná athygli fjölmiðla og að málið yrði vandræðalegt fyrir ríkisstjórnina. - gar Vildi koma á fundi í Hvíta húsinu en bar við fjárskorti: Bað sendiráðið um farareyri BJARNI BENEDIKTSSON Stefán Eiríksson fullyrðir snemma árs að Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunn- ar, hafi valdið Birni Bjarna- syni dóms- málaráðherra vonbrigðum, þótt Björn hafi persónulega valið Georg í embættið árið 2005. Þetta hefur Carol van Voorst, þáverandi sendiherra Bandaríkjanna, eftir Stefáni, sem þá var skrifstofustjóri í dómsmálaráðuneytinu en er nú lögreglustjóri í Reykjavík, í einu þeirra leyniskjala, sem Frétta- blaðið hefur undir höndum. Sendiherrann segist ekki átta sig á því hvers vegna Stefán sé svona hreinskilinn, en hún telur að líklegast hafi hann rétt fyrir sér. - gb Stefán Eiríksson tjáir sig: Georg olli Birni vonbrigðum GEORG LÁRUSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.