Fréttablaðið - 14.12.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 14.12.2010, Blaðsíða 6
6 14. desember 2010 ÞRIÐJUDAGUR STJÓRNMÁL Um 42 prósent íslenskra kjósenda, tæplega 100 þúsund manns, eru skráð í stjórnmála- flokka. Hlutfallið er töluvert hærra en dæmi eru um annars staðar. Þetta er meðal þess sem kemur fram í grein Gunnars Helga Krist- inssonar, prófessors í stjórnmála- fræði, sem birtist í ritinu Stjórn- mál og stjórnsýsla sem kemur út í dag. „Slíkar tölur eru ekki til í neinum öðrum löndum. Það land sem hefur verið talið með flesta meðlimi í stjórn- málaflokkum er Austurríki með um sautján prósent, og svo Finnland með ellefu pró- sent. Við erum sem sagt með fjórfalt hærra hlutfall en Finnar,“ segir Gunn- ar Helgi. Hann segir að talan 4 2 prósent komi úr með- limaskrám stjórnmála- flokkanna, en í könnun- um segjast 27 prósent kjósenda vera í flokki. „Ef þú spyrð hvort fólk sé virkt í flokk- unum er hlutfall- ið tólf prósent.“ Gunnar Helgi bað fólk sem þekkir til flokkanna að meta hversu margir væru virkir. „Með þeim hætti ko m s t é g niður í tölu sem er um 1,1 prósent. Úr 42 í 1,1 prósent, þ a ð e r dálítið fall. Það segir okkur senni- lega að þessar tölur endurspegla ekki sams konar veruleika og tölur í öðrum löndum. Gunnar Helgi segir langsamlega líklegustu skýringuna á tölunum vera prófkjör, sem laði gríðarlegan fjölda fólks inn á flokksskrárnar. „Flokkarnir gera í vaxandi mæli kröfu um að þú sért meðlimur og það þýðir að flokksskrárnar bara bólgna, en vegna þess að það eru engar kröfur gerðar til þín sem flokksmanns hefur fólk ekkert fyrir því að segja sig úr flokkun- um aftur. Ég þekki sjálfur fjölda fólks sem er í öllum flokkunum. Það er engin fyrirstaða, engin gjöld, engin krafa um að þú gerir neitt, engin hugmynd um einhverj- ar skyldur við flokkinn svo þetta eru bara frígæði.“ Við fyrstu sýn gæti þetta sýnst vera sérstakt styrkleikamerki en Gunnar Helgi telur að því sé ein- mitt öfugt farið og þetta sé veik- leikamerki á því lýðræðislega starfi sem á að eiga sér stað innan stjórnmálaflokka. Þetta drepi meðlimastarfið í flokkunum, þeir verði bara eins og aðrir kjósendur. „Fyrir meðlimi lítur þetta þannig út: ef mig langar í pólitík af hverju ætti ég að fara þá leið að leggja á mig starf fyrir flokkinn þegar það væri sennilega miklu snjallari leið að fá vinnu sem sjónvarpsfrétta- maður eða eitthvað slíkt, verða þekkt andlit, vinna síðan prófkjör. Það er miklu betri leið ef þig lang- ar í pólitík. Það er ekki gott fyrir flokkana því það þýðir að það er enginn til staðar til að sinna þessu daglegu starfi.“ thorunn@frettabladid.is Hvergi fleiri skráðir í stjórnmálaflokka 42 prósent íslenskra kjósenda eru skráð í stjórnmálaflokk. Hlutfallið er miklu hærra en þekkist annars staðar. Ástæður eru prófkjör og að engar kröfur eru gerðar til meðlima í flokkunum, segir Gunnar Helgi Kristinsson prófessor. Fyrir meðlimi lítur þetta þannig út: ef mig langar í pólitík, af hverju ætti ég að fara þá leið að leggja á mig starf fyrir flokk- inn þegar það væri sennilega miklu snjallari leið að fá vinnu sem sjónvarpsfréttamaður eða eitthvað slíkt, verða þekkt andlit, vinna síðan prófkjör. GUNNAR HELGI KRISTINSSON PRÓFESSOR Í STJÓRNMÁLAFRÆÐI KJÖRKASSINN DÓMSMÁL Tæplega þrítug kona hefur verið dæmd í tveggja ára fangelsi fyrir að draga sér 335.768 evrur, ríflega fimmtíu milljónir króna, frá íslenska sendiráð- inu í Vín, þegar hún starfaði þar. Alls eru 22 mánuðir af fangelsis- dómnum skilorðsbundnir. Konan játaði sök fyrir dómi. Hún lýsti því yfir að hún hefði dregið sér fé vegna spilafíknar. Upp komst um fjárdráttinn í október á síðasta ári og var málið kært til lögreglu. Ofangreinda upphæð dró konan sér á tímabilinu 2. mars til 6. október á síðasta ári. Fjármunina millifærði hún í 193 skömmtum af reikningi sendiráðsins, sem hún hafði prókúru fyrir, yfir á eigin bankareikning. Hún hafði endur- greitt tæpar 77.000 evrur, nærri fjórðung fjárins, áður en dómur var kveðinn upp. Við ákvörðun refs- ingar leit dómurinn til þess að hún játaði skýlaust brot sitt og vísaði á gögn sem flýttu rannsókn málsins. Hins vegar hafi verið um að ræða stórfellt brot sem náði yfir sjö mán- aða tímabil. Auk fangelsisrefsingarinnar var konan dæmd til þess að greiða sendiráðinu eftirstöðvar þeirrar upphæðar sem hún hafði dregið sér. - jss Fyrrverandi starfsmaður íslenska sendiráðsins í Vín dæmdur: Dró sér fé vegna spilafíknar HÉRAÐSDÓMUR REYKJANESS Dæmdi konunna í tveggja ára fangelsi, þar af 22 mánuði á skilorði. Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755Skelflettur Humar Humar Súr harðfiskur Ekta hvalur, vel súr og góður. 2000 kr.kg Að vestan hvalur Óbarinn Ég vil hjálpa með 100 krónum á mánuði. Ég skrái mig með SMS- skilaboðunum FHI í síma 1900 og eftir það styrki ég Fjölskylduhjálp Íslands með 100 krónum á mánuði. Viðkomandi fær svo sent eitt SMS á mánuði sem kostar 100 krónur sem færist á símareikning um hver mánaðarmót. Öll símafyrirtækin gefa sína þjónustu. Bílabúð Benna notaðir bílar - Bíldshöfða 10 - www.benni.is S: 587 1000 - Opið í dag frá kl. 12 - 16 Porsche Cayenne Turbo 450 hö Verð 4.890.000 Staðgreitt kr. 3.990.000 Porsche Cayenne Turbo 12/2003, ekinn 115,000 km., 450 hö, leðurklæddur, Bose hljómtæki, topplúga, loftpúðafjöðrun, VIÐSKIPTI Fjárfestar frá Barein hafa lýst yfir áhuga á að kaupa verslanakeðjuna Iceland á 1,5 milljarða sterlingspunda, jafn- virði um 270 milljarða króna. Þetta hefur verið fullyrt í breskum fjölmiðlum undanfarna daga. Páll Benediktsson, upplýsinga- fulltrúi skilanefndar Landsbank- ans, sem á um 67 prósent í keðj- unni, segir þó engar viðræður í gangi um söluna, hvað þá að bor- ist hafi formlegt tilboð. Þó megi gera ráð fyrir því að keðjan verði seld á næsta ári. Malcolm Walker og aðrir stjórnendur fyrirtækisins lýstu yfir áhuga á að kaupa keðjuna á milljarð punda fyrr í haust. Síðan þá hefur ekki orðið vart við mik- inn áhuga, þar til fjárfestarnir frá Barein gerðu vart við sig, samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins. Þá greindi fréttastofa Stöðvar 2 frá því á sunnudag að fjárfestar frá Mið-Austurlöndum hefðu hug á að kaupa leikfangaverslanirnar Hamley‘s fyrir jafnvirði tíu milljarða. Það munu ekki vera þeir sömu og hafa lýst yfir áhuga á Iceland-keðjunni. - sh Engar viðræður í gangi að sögn upplýsingafulltrúa skilanefndar Landsbankans: Bjóða 270 milljarða í Iceland ICELAND Malcolm Walker og aðrir stjórnendur félagsins lýstu fyrir áhuga á því fyrir skemmstu. FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN VERTU MEÐ VIÐSKIPTIN Í RASSVASANUM Meiri Vísir. m.visir.is Fáðu Vísi í símannog iPad! Deildu Vísi með öðrum. Þeir sem setja „like“ við Vísi á Facebook geta unnið óvænta vinninga í hverri viku. TÆKNI Greiðslukortaþjónustan Valitor hefur sent frá sér yfirlýs- ingu þar sem kemur fram að fyrir- tækið hafi aldrei átt í viðskiptum við heimasíðuna Wikileaks. „Valitor sér ástæðu til að leið- rétta hvimleiðan misskilning sem leikur lausum hala í umfjöllun um kortaþjónustu við Wikileaks og tengir Valitor við málið,“ segir í tilkynningunni. Viðar Þorkels- son, forstjóri Valitor, vill enn fremur leggja áherslu á að fyrir- tækið hafi aldrei átt neina aðild að málinu. - sv Valitor vill leiðrétta ranghermi: Engin tengsl við Wikileaks Gefur þú bók eða bækur í jólagjöf? Já 70,9% Nei 29,1% SPURNING DAGSINS Í DAG Styður þú bann við búrkum (höfuðklæðum íslamskra kvenna) á Íslandi?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.