Fréttablaðið - 14.12.2010, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 14.12.2010, Blaðsíða 48
28 14. desember 2010 ÞRIÐJUDAGUR28 menning@frettabladid.is Bækur ★★★★ Arngrímur apaskott og hrafn- inn Kristín Arngrímsdóttir Apaskott miðlar málum Arngrímur apaskott og hrafn- inn er eigu- legur grip- ur. Sagan er stutt og söguþráður- inn einfaldur – bókin er því kjörin handa yngstu lesendunum sem eru að fikra sig upp úr harðspjaldabók- um. Sólrún, Amma Sólrún og Arn- grímur apaskott eru aðalsögu- hetjur bókarinnar, rétt eins og í fyrri bókinni, Arngrímur apaskott og fiðlan. Í þessari sögu hefur að vísu farist fyrir að kynna sögu- hetjur svo það verður dálítið rugl- andi að kvenpersónurnar bera sama nafn. Arngrímur er svo full- trúi smábarna á svæðinu: aðeins á skjön við umhverfi sitt, ómálga, en fjarska sætur og skemmtilegur. Klippimyndir Kristínar eru glaðlegar og frumlegar. Í þeim er heilmikill húmor og þó þær séu einfaldar er ýmislegt að gerast á síðunum sem upplagt er að ræða við yngstu lesendurna. Söguþráðurinn er ekki bráð- frumlegur – krummi stelur glingri af ömmu en iðrast svo gjörða sinna þegar honum er útskúfað frá sam- félaginu og allir sættast að lokum fyrir tilstilli Arngríms. En textinn er góður og það er skemmtilegt að lesa bókina fyrir litlar manneskj- ur. Niðurstaða: Toppgæði á bæði myndum og texta, kjörin fyrir yngstu lesendurna. Bækur ★★★★★ Skrímsli á toppnum Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler og Rakel Helmsdal Kúnstin að eiga vin Skrímslabækur Áslaugar Jóns- dóttur og félaga hennar Kal le Güettler og Rakel Helmsdal hafa komið reglulega út á Norðurlönd- um frá árinu 2004 og notið mikilla vinsælda. Bækurnar segja fyrst og fremst af stóra og litla skrímslinu sem þurfa að glíma við sömu vandamál og allir hinir, þrátt fyrir að vera skrímsli. Í þess- ari sögu reynir litla skrímslið að segja stóra skrímslinu að þau séu alveg jafnfrækin í fjallaklifri, sem er ekki alls kostar nákvæmt. Minnimáttarkenndin vinnur þar gegn litla skrímslinu sem hefði betur þegið hjálp hins stóra vinar síns – tilfinning sem eflaust allir kannast við. Áslaug er höfundur myndanna sem eru stórskemmtilegar eins og í fyrri bókum hennar. Uppsetning bókarinnar er til fyrirmyndar, þar sem hver síða endurspeglar gjörvöll þá atburði sem á henni eru. Skrímslabækurnar fjalla flest- ar að einhverju marki um sam- skipti manna (eða skrímsla) og þær myndir sem fólk hefur af öðrum og reynir að skapa af sjálfu sér. Í fáum orðum og mörgum penna- strikum eru kallaðar fram samm- annlegar tilfinningar sem hljóta að kalla fram ótal bros hjá lesendum. Niðurstaða: Enn ein fjöður í skrímslahattinn. Bækur ★★★ Kanínan sem fékk aldrei nóg Huginn Þór Grétarsson Útrásarkanína í klandri Huginn Þór Grétarsson sendir frá sér fjölda myndabóka á ári hverju sem litríkar myndir eftir erlenda lista- menn prýða, sem eru að sumu leyti ólíkar því sem sést í öðrum íslenskum barna- bókum. Meðal nýjustu afurða Hugins er sagan Kanínan sem fékk aldrei nóg. Sagan segir skemmtilega frá gráðugri kanínu sem leiðist út í vafasama viðskiptasamninga til að komast yfir mun meira grænmeti en hún gæti nokkurn tímann þurft á að halda og í myndmálinu er kan- ínan óhikað borin saman við fjár- málabraskara. Vert er að vara við því að kanínunni hegnist grimmi- lega fyrir græðgina. En Akkillesarhæll Hugins er stíll sagnanna. Textinn er ekki jafngóður hugmyndunum og myndlýsingunum. Skrúðmælgin ber Hugin stundum ofurliði og til- hneiging til stuðlunar gerir textan- um enga greiða. Þegar fer að síga á seinni hluta sögunnar þéttist svo lesmálið fullmikið á síðunum. Hér er skortur á ritstjórn rót vandans, algengur kvilli í bókaflórunni fyrir þessi jól. Það er leitt að sjá hve litlar umbætur hefðu breytt miklu. Arndís Þórarinsdóttir Niðurstaða: Sniðug dæmisaga með flottum myndum, en textanum er ábótavant. Dæmisögur um gort og græðgi NICK CAVE Í BÍÓI PARADÍS Ástralska kvikmyndin Ghosts of the Civil Dead verður sýnd á vegum kvikmyndaklúbbsins Arnarhreiðursins í Bíó par- adís annað kvöld. Myndin er frá 1988. Nick Cave leikur í myndinni, semur tónlist og skrifar handrit ásamt leikstjóraranum John Hillcoat, en þeir leiddu aftur saman hesta sína árið 2005 í myndinni The Proposition. Myndin hefur aldrei verið sýnd í kvikmyndahúsi hér á landi áður og verður þetta eina sýningin. Bækur/ ★★ Ein báran stök Ólafur Haukur Símonarson Söguhetjan í skáldsögu Ólafs Hauks Símonarsonar, Ein báran stök, er kunnugleg persóna úr fyrri verkum höfundarins; unglingurinn listhneigði sem er á skjön við samfélag sitt, en sér í gegnum sortann og verð- ur um leið nokkurs konar sam- viska þorpsins. Hér heitir hann Gvendur fingralangi, föðurlaus píanónemi sem talinn er skrýt- in skrúfa, geðveikur eða jafn- vel leynihommi. Sagan er sögð út frá hans sjónarhóli, en hann virðist hafa þann sjaldséða eig- inleika að sjá í gegnum veggi og heyra samræður í húsum, þótt hann sé þar ekki staddur. Sagan gerist í tilbúnu íslensku sjávarþorpi, Litlu-Sandvík, þar sem kvótakóngurinn og eigandi útgerðar og fiskvinnslu hefur tögl og haldir og ráskast með líf og eigur samborgaranna. Aðrar persónur eru einnig gamalkunn- ar klisjur; amman ráðagóða, þunglyndi frændinn, móðirin sem stakk af, sparisjóðsstjórinn í teinóttu jakkafötunum, kráar- eigandinn sem er fyrrverandi fyllibytta en hættur að drekka, dóttir hans sem lent hefur í slagtogi við fordekraðan son kvótakóngsins sem jafnframt er dópsali þorpsins, bóksalinn umbótasinnaði, presturinn ofsa- trúaði og hans geðveila kona sem heldur við kvótakónginn, gamli kvótakóngurinn sem braust til áhrifa með svikum og prettum, dóttir hans, fyrrver- andi píanóleikarinn, sem flutt er heim eftir þungan harm og svo auðvitað hið nýríka barnabarn þorpsins sem kemur eins og guð úr vélinni og setur allt jafnvægi í samfélaginu úr skorðum. Sagan ber öll einkenni þess að hafa verið skrifuð sem sjón- varpsþáttaröð í anda Himin- blámans og Hvaleyja og ekkert nema gott um það að segja. Hið nýja trend í norrænni sjónvarps- þáttagerð er jú hið afskekkta samfélag sem einhver utanað- komandi afkomandi fyrrverandi íbúa kemur inn í og setur í upp- nám. Vandamálið hér er að það form hentar skáldsögu ekki sér- lega vel, persónur eru of margar og ekki fylgt eftir sem skyldi, fyrir nú utan það að klisjurn- ar virka mun verr á prenti en í mynd. Samfélagið sem hér er lýst er hið hefðbundna íslenska sjávar- þorp sem við þekkjum úr ótal skáldsögum, en gallinn er sá að það samfélag ber öll merki síðustu aldar og nútímaskír- skotanir eins og handrukkarar, peningaþvætti og tilraunir til að gera þorpið vistvænt og breyta því í náttúruparadís fyrir erlenda ferðamenn eru ekki nóg til þess að lesandinn kaupi það að hér sé raunsæ lýsing á íslensku sjávarþorpi dagsins í dag á ferðinni. Margar skemmtilegar og myndrænar senur eru í bók- inni Ólafur skrifar lipran og flæðandi texta og hefur oft á tíðum húmorískt sjónarhorn á viðfangsefnið. Pælingar Gvend- ar fingralanga eru líka á köflum bráðskemmtilegar og ætti ekk- ert að vera því til fyrirstöðu að gera áhorfsvæna þáttaröð upp úr sögunni. Friðrika Benónýsdóttir Niðurstaða: Ein báran stök er fínasta hugmynd að sjónvarpsþáttaröð en gengur ekki alveg upp sem skáldsaga. Mannlífsmyndir úr þorpinu „… merkilegasta skáldskaparrit þessa árs …“ PBB / FT FRUMLEG OG ÖGRANDI „... frábær bók og sönn.“ KS / MIDJAN.IS Jóladagatal Norræna hússins 1.-23. des. kl: 12.34 Spilakvöld ÞRIÐJUDAGINN 14. DESEMBER KL. 20:00 Á SÚFISTANUM Tilboð1.690 kr. Tilboð6.490 kr. Tilboð7.490 kr. Tilboð5.990 kr. Spurt að leikslokum Allir spurningastokkar lakk Kapphlaupið að forna hliðinu Heilaspuni Enn meiri popppunktur Íslenska tónlistarspilið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.