Fréttablaðið - 24.12.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 24.12.2010, Blaðsíða 10
10 24. desember 2010 FÖSTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Eru jólin heiðin eða kristin? Þessi spurning kemur ein- lægt upp í nánd jólanna. „Jólin eru hvort sem er bara heið- in miðsvetrarhátíð,“ sagði ungi maðurinn og yppti öxlum með brosi á vör. „Bara - “? Nei, jólin eru ekkert „bara“. Tákn og hefðir jólanna eru af ýmsum toga og úr ýmsum áttum, ræturnar kvíslast víða í jarðvegi menningar, trúar. Þær verða seint raktar sundur og seint munum við finna hinn hreina tón og taug. Það er þessi blanda hefðanna, hámenningar og lágkúru, heiðni og kristni, til- finningasemi og göfgi, ævintýra og goðsagna, visku og hjátrúar, dellu og speki. Lúkas og Matteus, Matthías Jochumsson, Jóhann- es úr Kötlum, Dickens, Jólablót og Betl ehem, jólasveinar, hirð- ar og englar, allt eru þetta þætt- ir í hinni hlýju voð jólanna. Svo eru það hefðir, skyldur, langanir, þrár, dulúð og helgi í bland við harðan og kaldan þessa heims „raunveruleika“. Ég er samt sannfærður um að við komumst aldrei nær kjarna málsins en móðir þjóðskáldsins þegar hún sagði drengnum sínum: „Þessa hátíð gefur okkur Guð, Guð hann skapar allan lífs- fögnuð.“ Jólin brúa bil milli fólks, kyn- slóða, gefa okkur vitund fyrir því að tilheyra samfélagi sögu og minninga og tengja okkur við rætur trúarinnar. Jólin eru tími minninga, minninga um fyrri jól, um himneska birtu og saklausa sælu, um gleðistundir og stund- ir sorgar og saknaðar, minning- ar um gjafir og eins um missi. Svona eru jólin, þau faðma þetta allt. Engin hátíð jafnast á við jól þar sem svo margir safnast saman um sama boðskap og sömu bæn. Enda setja þau mark sitt á þjóð- lífið allt, tökum eftir því! Og það er ekkert bara. Við grípum til strengjanna sem innst og dýpst liggja og þreifum á barnslegu öryggi þegar helgi jólanætur er yfir og allt um kring og kvíði, áhyggja og órósemi hjartans og kröfurnar þungu eru svo fjarri. Og við njótum fegurðar í ljósum og hljómum og hrífandi söng. Þér finnst þetta ef til vill ein- ber tilfinningasemi án viðfestu við harðan raunveruleikann. Nei, það er það ekki, þetta er raun- veruleikinn! Þetta er lífið. Hvað er raunverulegra en lítið barn? Hvað er sannara, meira ekta en hinar blíðu kenndir umhyggju og kærleika, samkenndar, sáttar og friðar, trúar og vonar? Og meir en það. Í jólaguð- spjallinu eru þau meginstef sem benda á það sem helst er ógnað og um það sem helst má bless- un valda, þar er áleitin siðferð- isleg skírskotun og áminning til okkar allra. Meðganga og fæðing, börn og fjölskylda, ríki og samfé- lag, jörðin, umhverfi og lífsrými manneskjunnar. Og í miðdepli þess alls barnið í jötunni. Barnið sem fæddist á dimmri nóttu fyrir okkur öll, frelsari heimsins, sem fæddist á dimmri nóttu vegna okkar, sem einatt erum í myrkri af ýmsum toga. Það getur krafist talsverðrar leitar að finna hann, um það vitna hirðarnir og vitr- ingarnir, en það er vel þess virði að leita. Jólin eru ekkert „bara“. Leyfum okkur að hrífast og njóta í helgri kyrrð við jötu jólabarnsins. Leyfum yndisleik jólanna að snerta við okkur eins og milda englavængi, og laða okkur að birtu og fegurð himn- anna. Látum þessa helgu hátíð færa okkur nær hvert öðru er við nálg- umst leyndardóminn sem jólin fagna og boða. Látum hana næra og glæða hin góðu gildi er við leitumst við að gera öðrum gott, gleðja aðra og auðga líf annarra, sérstaklega þeirra fátæku og þeirra sem halloka fara. Látum boðskap jólanna lifa í okkur og með okkur og speglast til annarra af viðmóti okkar, ásjónu, afstöðu, verkum er við tökum undir bæn- ina sem sameinar hinn kristna heim á helgum jólum: Friður á jörðu, friður í hjarta, friður frels- arans Jesú með öllum mönnum. Gleðileg jól! Hvað eru jólin? Jólahugvekja Karl Sigurbjörnsson biskup Íslands Tákn og hefðir jólanna eru af ýmsum toga og úr ýmsum áttum, ræturnar kvíslast víða í jarðvegi menningar, trúar. Þær verða seint raktar sundur og seint munum við finna hinn hreina tón og taug. HALLDÓR F æðingu Jesú Krists í Betlehem fyrir rúmum tveimur árþúsundum má kalla mikilvægasta atburð mannkyns- sögunnar, enda miðum við tímatal okkar við hann. Krist- indómurinn hefur skipt meira máli en nokkur önnur trú- arbrögð eða hugmyndafræði. Heimsveldi þess tíma er Kristur fæddist, Rómaveldi, er löngu liðið undir lok, svo og fjölda- mörg önnur ríki sem síðan hafa kallað sig heimsveldi, en kristin- dóminn aðhyllist nú þriðjungur mannkynsins, um 2,2 milljarðar manna um allan heim. Það eru fleiri en nokkru sinni hafa heyrt undir nokkurn jarðneskan kóng eða keisara. Ein ástæða þess að kristin trú hefur náð slíkri útbreiðslu er áhrifamáttur þeirrar einföldu sögu, sem flutt verður af prédik- unarstólnum í kirkjum landsins í kvöld. „Verið óhræddir, því sjá, ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum; því að yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn, í borg Davíðs,“ var boðskapur engils- ins sem birtist fjárhirðunum á Betlehemsvöllum. Jólaguðspjall- ið undirstrikar rækilega að fagnaðarerindinu er beint til allra. Fyrstu móttakendur þess voru ekki fyrirmenni heldur fjárhirðar í haganum. Frelsarinn var lítið, bjargarlaust barn og foreldrarn- ir alþýðufólk, sem hafði komið að lokuðum dyrum í gistihúsum bæjarins. Enginn hefur hins vegar markað dýpri spor í söguna en sá sem var nýfæddur lagður í heyið. Boðskapur Krists hefur mótað heimssöguna í tvö þúsund ár og Íslandssöguna í meira en árþúsund. Við þurfum ekki annað en að horfa á ytri tákn íslenzks þjóðernis; krossfánann, skjaldarmerkið og þjóðsönginn sem upphaflega var kallaður „Lofsöngur“ til að átta okkur á að Ísland er að uppistöðu kristið samfélag. Kristin gildi móta sömuleiðis alla okkar menningu og hefðir, lífsviðhorf og hugsunarhátt. Sjaldan er þetta skýrara en á jólahátíðinni, sem nú má kalla hátíðahöld í heilan mánuð á dimmustu dögum ársins. Ef fagnað- arerindið um fæðingu Krists væri tekið út úr myndinni væri allt tilstandið tilgangslaust, óskiljanlegt og hlægilegt. Fögnuðurinn yfir fæðingu frelsarans er það sem stendur á bak við jólaskapið, þessa þykku, hlýju tilfinningu samansoðna úr náungakærleika, gjafmildi, þakklæti, friðsemd og fastheldni við hefðir samfélags og fjölskyldna. Ef fæðing Krists er tekin út úr myndinni vitum við ekki hver við erum eða hvaðan margt það bezta, fegursta og lífseigasta í menningu okkar, þjóðlífi og fjölskyldulífi er upprunnið. Kirkjan, umboðsskrifstofa Krists í veröldinni, kann að vera ófullkomin og full af mannlegum misskilningi og breyzkum þjónum en kjarni, grundvöllur og uppruni trúarbragða okkar stendur óhaggaður. Það er þessi kjarni, jólaboðskapurinn, sem við fögnum í kvöld. Vonandi eiga sem allra flestir sína hlutdeild í þeim fögnuði. Gleðileg jól! Fæðing Krists er mikilvægasti atburður sögunnar. Sagan á bak við jólaskapið Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN Lækjargata 2a 101 R. sími 511-5001 opið alla daga 9.00 - 22.00 ★Gjafabréf frá IÐU á alltaf erindi★ Við óskum landsmönnum gleðilegra jóla og þökkum fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða. Opið frá 9 til 16 á aðfangadag

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.