Fréttablaðið - 24.12.2010, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 24.12.2010, Blaðsíða 32
 24. desember 2010 FÖSTUDAGUR28 Þú getur sent brandara til krakkar@frettabladid.is krakkar@frettabladid.is HITT OG ÞETTA Hjónin Margrét og Barði voru að skrifa jólakortin þetta árið. Heldur brá vinum þeirra og ættingjum þegar skrifað var undir öll kortin: Magga Barði börnin Jónsi: Veistu hvað pabbi sagði þegar ég bað um flotta tölvu í jólagjöf? Nonni: Nei. Jónsi: Hvernig vissirðu? „Pabbi! Megum við fá hund á jólunum?“ „Nei, ætli við höfum ekki rjúpur eins og venjulega.“ Kona í búð: Gæti ég fengið að máta kjólinn þarna í glugganum? Afgreiðslukona: Nei, því miður, viðskiptavinir verða að nota mátunarklefana. Tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson er oftast kallaður Ingó veðurguð. Hann á heima í Reykjavík en foreldrar hans á Selfossi og þar ætlar hann að vera um jólin. „Ég verð heima hjá mömmu og pabba ásamt bróður mínum og henni ömmu,“ segir Ingó. „Ég er alltaf heima um jólin og það verður ekkert öðruvísi í ár.“ Ingó ætlar að borða góðan mat á aðfangadagskvöld. Humar í forrétt, hamborgarhrygg í aðal- rétt og hann ætlar heldur betur að borða ís í eftirmat. Svo ætlar hann að opna pakkana. „Mig langar í svo margt, en mig vantar rosalega mikið dót inn í íbúðina mína. Ég var að kaupa hana og hún er alveg tóm núna, svo mig vantar eiginlega allt.“ Þá er nú gott að Ingó sé heima á jólunum. Ekki er gaman að sitja á gólfinu og borða jóla- steikina með puttunum. Það væri samt gaman að mega nota puttana í staðinn fyrir skeið í ísinn, en það yrði kannski svolítið subbulegt. Ingó ætlar að halda tvenna tónleika yfir jólin. Eina í Vestmanneyj- um og aðra á Akranesi. „Það er allt- af gaman að spila á gítar en ég er búinn að æfa mig síðan ég var þrett- án ára. Þá var ég í skólanum og spilaði bara á göngunum,“ segir Ingó og hlær. „Ég get líka spilað aðeins á önnur hljóðfæri, trommur og svoleiðis, en ég er bestur á gítarinn.“ Í sumar spilaði Ingó fótbolta með Selfyssingum í efstu deild karla. Hvort er nú skemmti- legra, fótbolti eða tónlist? „Þetta er bæði mjög skemmti- legt. Tónlistin er alltaf skemmtileg, en fótboltinn er ekki skemmtilegur þegar illa gengur. Þegar vel gengur er fót- boltinn samt skemmtilegastur, skemmtilegri en tónlistin.“ Lagið „Gestalistinn“ með Ingó og Veðurguðunum var mjög vinsælt fyrir ekki svo löngu. Skildi Ingó einhvern tímann hafa hitt einhvern af listanum, eða var hann bara að skálda? Hefur hann til dæmis einhvern tímann hitt Eið Smára? „Já, ég hef hitt hann. Hann hefur verið á tónleikum hjá okkur þrisvar held ég. Einu sinni var hann í svo miklu stuði að hann bað alltaf um auka- lag og við sögðum alltaf já. Við áttum að hætta að spila klukkan tvö, en hættum ekki fyrr en klukkan fjög- ur, svo mörg voru aukalög- in.“ SPILAÐI FYRIR EIÐ SMÁRA ALLA NÓTTINA Ingó Veðurguð ætlar að vera heima hjá mömmu og pabba um jólin vegna þess að hann vantar húsgögn í íbúðina sína. Hann byrjaði að spila á gítar þrettán ára gamall og spilar nú á tvennum tónleikum yfir jólin. Tónlistin er alltaf skemmti- leg, en fótboltinn er ekki skemmtilegur þegar illa gengur. Þegar vel gengur er fótboltinn samt skemmtilegastur, skemmtilegri en tón- listin. Jóna Gréta Hilmarsdóttir. WWW.NATMUS.IS/JOL er jólavefsíða Þjóðminjasafns- ins. Þar má fræðast um ýmislegt það sem snýr að jólunum, til dæmis jólasveinana sem koma við í safninu daglega fram að jólum. BARNAMESSUR verða haldnar í kirkjum víðs vegar um landið á sunnudag. Hægt er að nálgast upplýsingar um allt helgihald meðal annars á heimasíðum sóknanna, þær stærri halda flestar úti vefsíð- um. Nánar á heimasíðu Þjóð- kirkjunnar, kirkjan.is. TILVALIÐ ER AÐ SKELLA sér í sund en venju- legur opnunar- tími er í flestum sundlaugum milli jóla og nýárs. Á vefsíðunni sundlaug.is er að finna upplýsingar um hvenær sundlaugarnar eru opnar. ÞAÐ ER GAMALL OG GILD- UR og fjölskyldu- vænn siður að heimsækja kirkju- garðinn um jólin og kveikja ljós á leiði ástvinar og fara með bæn. Aldur: 11 ára. Skóli: Háteigsskóli. Í hvaða stjörnumerki ertu? Steingeit. Helstu áhugamál? Vinir, íþróttir, karate, körfubolti og frjálsar íþróttir og dýr. Besti matur? Vorrúllur og fiskur. Eftirlætisdrykkur? Vatn og safi. Skemmtilegustu námsgreinarnar? Myndlist, textíll og smíði. Enska, dans og stærðfræði. Áttu eða hefurðu átt gæludýr? Ég á hund sem heitir Púki, þriggja ára, og kött sem heitir Grási, nýbúin að fá hann. Ég á líka fiska. Skemmtilegasti dagurinn? Laugardagar. Þá er ég í karate og í fríi og get leikið við vini mína. Uppáhaldslitur? Sægrænn. Hvað gerðirðu í sumar? Ég fór meðal annars í bústað á Tungu. Skemmtilegasta bók sem þú hefur lesið? Matthildur eftir Roald Dahl. Hvað ætlarðu að verða þegar þú ert orðinn stór? Kannski hönnuður, rit- höfundur, bókamynd- skreytir eða ljóðskáld. Áttu eftirlætistónlist: Páll Óskar og Nýdönsk. Áttu happatölu: Níu. Ég er líka með töluna á búningnum mínum í körfuboltanum. 512 5100 STOD2.IS VERSLANIR VODAFONE VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000 G-FORCE ANNAN Í JÓLUM KL. 16:55

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.