Fréttablaðið - 24.12.2010, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 24.12.2010, Blaðsíða 46
42 24. desember 2010 FÖSTUDAGURJÓLAMATURINN „Þátturinn á að vera ógeðslega skemmtilegur og eins fjölbreyttur og hægt er,“ segir uppistand- arinn Ari Eldjárn. Ari og félagar hans í grínhópnum Mið-Íslandi, þeir Bergur Ebbi, Jóhann Alfreð og Dóri DNA, vinna nú ásamt Ragnari Hanssyni að nýrri gam- anþáttaröð. Ari heldur utan um handritsgerðina sem allir í hópnum taka þátt í ásamt Ragnari sem mun leikstýra. Mystery Ísland framleiðir þættina en þeir verða átta talsins og munu bera nafn hópsins. Upptökur hefjast næsta sumar og munu fjórmenningarnir fara með aðalhlutverk- in. Þættirnir verða sýndir á Stöð 2 og stefnt er að því að sýningar hefjist seint á næsta ári. Spurður hvort pláss sé á markaðnum fyrir nýtt grín segist Ari ekki þekkja hversu mett- aður grínmarkaðurinn sé. „En ætli við teljum okkur ekki trú um að við séum að gera eitthvað sem hefur ekki verið gert áður og því sé gapandi svarthol á markaðnum,“ segir hann í laufléttum dúr, en bætir öllu alvarlegri við: „Ég vil ekki hafa nein gífuryrði um þáttinn því þetta er svo nýhafið hjá okkur en svona verkefni hefur verið draumur hjá okkur lengi þannig metnaðurinn er aldeilis til staðar.“ Ásamt því að vera einn vinsælasti uppistand- ari landsins hefur Ari fengist við handritaskrif síðustu misseri. Hann var í hópnum sem skrif- aði þættina Hlemmavídeó og hefur þrisvar tekið þátt í að skrifa áramótaskaupið. „Fyrir mér er þetta fyrst og fremst handritsverkefni og áskor- unin er að skrifa eitthvað sem er bæði spennandi og frumlegt.“ segir hann. Leikstjórinn Ragnar Hansson hefur talsverða reynslu af framleiðslu gamanefnis. Hann leik- stýrði Sigtinu sem sýnt var á Skjá einum og nú síðast þáttaröðinni Mér er gamanmál sem sýnd var á Stöð 2. Þættirnir fjölluðu um afdrif Frí- manns Gunnarssonar sem er leikinn af bróður Ragnars, Gunnari Hanssyni en ásamt honum hefur Ragnar unnið með grínistum á borð við Frank Hvam, Matt Berry og Jóni Gnarr. „Við ætlum að gera frábæran gamanþátt – vonandi tímalausan, þar sem sótt verður í eigin húmor og þaulreyndan húmor,“ svarar Ragnar spurður á hverju áhorfendur eigi von. „Mér líst vel á þáttinn því þetta er í fyrsta skipti sem ég leikstýri hópi þar sem allir eru yngri en ég. Ég held ég sé sá eini sem er vitlausu megin við þrí- tugt. Ég miðla mikilli reynslu til þeirra – ekki bara um þáttagerð heldur mun ég kenna þeim allt um býflugurnar og blómin. Ganga þeim í föðurstað.“ atlifannar@frettabladid.is ARI ELDJÁRN: ÞETTA ER BÚIÐ AÐ VERA DRAUMUR MJÖG LENGI Mið-Ísland gerir sjónvarpsþætti HÓPURINN SAMEINAÐUR Ari Eldjárn, Jóhann Alfreð, Bergur Ebbi og Dóri DNA mynda grínhópinn Mið-Ísland. Nú hefur leikstjórinn Ragnar Hansson gengið í lið með þeim og leikstýrir væntanlegum gamanþáttum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Ég miðla mikilli reynslu til þeirra - ekki bara um þáttagerð heldur mun ég kenna þeim allt um fuglana og fiðrildin. Ganga þeim í föðurstað. RAGNAR HANSSON LEIKSTJÓRI „Það má segja að Tobba sé að fjöl- skylduvæða mig þessi jólin. Ég fer í fleiri jólaboð í ár en í fyrra en held þó í mínar hefðir,“ segir Karl Sigurðsson, borgarfulltrúi Besta flokksins og meðlimur Baggalúts, um hvernig jólahaldi hans og Þor- bjargar Marinósdóttur, Tobbu eins og hún er kölluð, er háttað. Þau byrjuðu saman á árinu en ætla að vera hvort í sínu lagi yfir matinn á aðfangadagskvöld og hittast svo á eftir. „Það eru fleiri fjölskyldu- boð hjá henni en mér yfir hátíð- arnar og ég fer samviskusamlega í þau öll, sem er bara gaman því fjölskyldan hennar er svo hress og skemmtileg,“ segir Kalli en hann segist ekkert vera stressaður þótt hann sé að fara að hitta sum skyld- menni Tobbu í fyrsta sinn. „Nei, ég er ekkert stressaður og hlakka bara til.“ Þegar Fréttablaðið náði tali af Kalla var hann á leiðinni í skötu- boð eða skötumessu eins og hann kallaði það og svo hangikjöt hjá foreldrum Tobbu á Þorláksmessu- kvöld. Hann segist löngu búinn að kaupa jólagjöfina handa kærust- unni en hann þáði smá hjálp frá tengdamóður sinni með gjafaval- ið. „Ég gef henni tvo pakka. Annan keypti ég fyrir löngu en svo fékk ég aðstoð frá tengdamóður minni með seinni pakkann enda þekkir hún dóttur sína út og inn. Það er gott að eiga góða tengdamóður,“ segir Kalli að lokum og heldur af stað í langþráða skötuveislu. - áp Saman í öll jólaboðin HITTAST EFTIR MATINN Tobba og Kalli hlakka til að halda upp á fyrstu jólin sín saman en borða hvort í sínu lagi á aðfangadagskvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Sannkallað áritunaræði hefur gripið þá sem taka þátt í jólabóka- og plötuflóðinu í ár. Allir, hvort sem þeir eru þekktir eða ekki, hafa sest við borð í verslunum og áritað verk sín þó að ágangur aðdáenda ráðist að sjálfsögðu af vinsældum lista- mannsins. Einn sem hefur ekki átt í erfiðleikum með að skapa langar raðir með nærveru sinni er rappar- inn Erpur Eyvindarson og áritar hann jafnan hina nýútkomnu plötu Kópacabana. Erpur hefur reyndar þurft að rita á ýmislegt annað og í vikunni mætti ungur maður í Kringluna með stærðarinnar striga sem Erpur skreytti með listamannsnafni sínu: BlazRoca. Eins og Fréttablaðið greindi frá í vikunni hyggst Sverrir Stormsker rita ævisögu Völu Grand. Sverrir segir þau hafa tekið ákvörðunina í kjölfar viðtals í Útvarpi Sögu. Sverrir er yfir- lýsingaglaður maður – svo yfirlýsingaglað- ur er hann að fréttin kom Völu í opna skjöldu þar sem málið er enn þá á umræðustigi af hennar hálfu. - afb FRÉTTIR AF FÓLKI „Ég tók á móti 150 gestum á Þorláksmessu og bauð upp á snittur. Í dag mun ég svo læsa hurðinni, slökkva á símanum, horfa á Agöthu Christie-myndir og gæða mér á snittuafgöng- um.“ Halldór Högurður handritshöfundur. Eitt flottasta partí ársins var um síðustu helgi á Hótel Borg þegar drykkurinn Vitamin Water var kynntur til leiks hér á landi. Enn eru að berast sögur úr partíinu og ein sú nýjasta er af tröllinu Arnari Grant. Hann var hinn vinalegasti við bæði konur og menn og talaði fús um ágæti prótínvara sem hann og Ívar Guðmundsson eru með á markaðnum. Þegar aðdáendur þeirra tveggja vildu fá að láta smella mynd af sér með hetjunum heimtaði Grant hins vegar að fá greitt fyrir myndatökuna en Ívar fékk hann ofan af þeim áformum fyrir rest. Stefán Karl Stefánsson þykir hafa sýnt ótrúlega hörku og dugnað í bandarísku uppfærslunni af söng- leiknum um Trölla og hvernig hann stal jólunum enda ekki misst úr sýningu sem hafa þó verið ótrúlega margar. Í vikunni varð Stefán hins vegar að játa sig sigraðan þegar röddin gaf sig og því varð að kalla til staðgengil sem heitir Andrew Boetcher. Stefán hristi hins vegar raddleysið af sér í fyrradag og getur því notið jólanna í Toronto. - hdm, fgg FRÉTTIR AF FÓLKI Ólafur Darri Ólafsson hefur hreppt lítið hlutverk í Hollywood-kvikmyndinni Contra- band sem Baltasar Kormákur leikstýr- ir. Meðal mótleikara Ólafs í myndinni eru þau Kate Beckinsale og Mark Wahlberg en myndin er endurgerð á hinni íslensku Reykjavik-Rotterdam. „Ég hlakka alveg rosalega mikið til, ég er búinn að tala við Þjóðleikhúsið og Tinna Gunnlaugs var meira en lítið reiðubúin til að greiða götu mína. Það er ekki amalegt þegar maður hefur svona mikið af velviljuðu fólki í kringum sig,“ segir hann. Ólafur mun leika vélstjóra í myndinni og fær nokkrar línur. Baltasar sjálfur vísar því hins vegar á bug að Ólafur hafi fengið hlut- verkið í gegnum einhvern klíkuskap. „Hann fór bara með þetta í gegnum umboðsmann- inn sinn í London og mætti síðan í prufur og þeir úti í Bandaríkjunum voru það hrifnir af honum að þeir létu hann hafa hlutverkið,“ segir Baltasar. Ólafur Darri er hins vegar ekki alveg jafn viss og telur nokkuð víst að ef Balti hefði ekki setið í leikstjórastólnum hefði hlutverkið fallið einhverjum öðrum í skaut. Ólafur segir það alltaf hafa verið draum hjá sér að prófa Hollywood, og sjá hvernig svona stór framleiðsla fari fram. „Það verður ekkert verra að fá að upplifa þetta með Balt- asar. Ég var einmitt að rifja þetta upp um daginn að við erum búnir að gera saman fjög- ur leikrit og þetta verður fimmta bíómynd- in okkar,“ segir Ólafur sem fer út um miðjan janúar. - fgg Ólafur Darri með Balta í Hollywood ALLTAF VERIÐ DRAUMUR Ólafur Darri leikur lítið hlutverk í Hollywood-kvikmyndinni Contraband sem Baltasar Kormákur leikstýrir. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Fim 30.12. Kl. 19:00 Fös 7.1. Kl. 19:00 Lau 15.1. Kl. 19:00 Sun 16.1. Kl. 19:00 Lau 22.1. Kl. 19:00 Sun 23.1. Kl. 19:00 Lau 15.1. Kl. 20:00 Sun 16.1. Kl. 20:00 Fim 20.1. Kl. 20:00 Lau 22.1. Kl. 20:00 Þri 28.12. Kl. 16:00 Mið 29.12. Kl. 16:00 Fim 30.12. Kl. 16:00 Sun 2.1. Kl. 13:00 Sun 2.1. Kl. 15:00 Lau 8.1. Kl. 13:00 Lau 8.1. Kl. 15:00 Sun 9.1. Kl. 13:00 Sun 9.1. Kl. 15:00 U Fíasól (Kúlan) Íslandsklukkan (Stóra sviðið) Gerpla (Stóra sviðið) Leitin að jólunum Þri 28.12. Kl. 14:00 Þri 28.12. Kl. 16:00 Mið 29.12. Kl. 14:00 Mið 29.12. Kl. 16:00U U Ö Ö Fim 30.12. Kl. 20:00 Frums. Mið 5.1. Kl. 20:00 Fim 6.1. Kl. 20:00 Fös 7.1. Kl. 20:00 Lau 8.1. Kl. 20:00 Kandíland (Kassinn) Ö Fim 6.1. Kl. 20:00 Mið 12.1. Kl. 20:00 Fim 20.1. Kl. 20:00 Sun 30.1. Kl. 20:00 Lér konungur (Stóra sviðið) Sun 26.12. Kl. 20:00 Frums. Þri 28.12. Kl. 20:00 2. sýn Mið 29.12. Kl. 20:00 3. sýn Lau 8.1. Kl. 20:00 4. sýn Sun 9.1. Kl. 20:00 5. sýn Fim 13.1. Kl. 20:00 6. sýn Fös 14.1. Kl. 20:00 7. sýn Fös 21.1. Kl. 20:00 8. sýn U Ö Ö Ö Ö Ö Ö Ö Ö Ö Fim 3.2. Kl. 18:00 Sun 6.2. Kl. 14:00 Sun 6.2. Kl. 17:00 Sun 13.2. Kl. 14:00 Sun 13.2. Kl. 17:00 Sun 20.2. Kl. 14:00 Sun 20.2. Kl. 17:00 Sun 27.2. Kl. 14:00 Sun 27.2. Kl. 17:00 Ballið á Bessastöðum (Stóra sviðið) U Ö Ö Hænuungarnir (Kassinn) U U U Ö U Ö Ö Ö Ö U Ö Ö GEFÐU GÓÐAR STUNDIR Gjafakort Þjóðleikhússins á hátíðartilboði! FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MEIRI SKEMMTUN Meiri Vísir.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.