Fréttablaðið - 28.03.2011, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 28.03.2011, Blaðsíða 14
14 28. mars 2011 MÁNUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN HALLDÓR Ég eignaðist mitt annað barn fyrir nokkrum dögum. Fimm dögum síðar fór ég með barnið í skoðun á Landspítal- anum. Þetta væri nú ekki í frásögur fær- andi á þessum síðum nema vegna þess að á meðan barnalæknirinn er að skoðaði barnið og upplýsa stolta foreldrana um að barnið sé alheilbrigt og á allan hátt til fyrirmyndar, þá spyr hann okkur, hvort við ætlum að láta þetta barn axla byrðarnar af Icesave. Aldrei þessu vant varð ég kjaftstopp, ég hafði bara ekki gert ráð fyrir þessu umræðuefni við þessar kringumstæður. Að venju varð frúin sneggri til og svaraði því til að við værum að hugsa um að kjósa með Ice- save í þetta skiptið. Læknirinn sagði þá (eins og hann væri að tala við barnið) að foreldrarnir ætluðu að láta hana borga. Ég er ekki lögfræðingur og get því litlu bætt við um hvort okkur beri skylda til að greiða Icesave-reikningana frá lagalegu sjónarmiði. Ég veit þó af reynslu af fyrri störfum mínum að ef mögulegt er að semja á viðunandi hátt þá er það besta lausnin því maður skal aldrei gefa sér niðurstöðu dómstóla fyrir fram. Ég var á móti Icesave I og II. Ég taldi þá samninga vonda. Það var sama hvað Þórólfur Matthíasson og félagar reyndu að sannfæra almenning um að þessir samningar væru góðir og vextirnir sanngjarnir; það var ekki möguleiki að þá samninga myndi ég samþykkja. Kostnaðurinn var einfaldlega of hár og áhættan of mikil til að vega upp ábatann. Öðru máli gegnir um Icesave III. Þegar ég skoða hagsmunina sem eru í húfi er matið einfalt. Hvað kostar það íslenskt þjóðarbú að halda áfram með málið í hugsanlega 3-4 ár fyrir dóm- stólum með tilheyrandi stöðnun og/eða samdrætti á meðan, þótt málið vinnist á endanum? Það sparast um 35 milljarðar ef málið vinnst en tapast hugsanlega yfir 600 milljarðar. Það sem endanlega gerir upp hug minn er það að ef samþykkt Ice- save III verður til þess að umfram hag- vöxtur eykst um 0,6% á ári næstu fjögur árin (þ.e. umfram það sem annars hefði orðið) þá mun samningurinn borga sig sjálfur. Ávinningurinn af því að samþykkja samninginn á móti áhættunni og kostn- aðinum af því að bíða eftir niðurstöðu er slíkur að ég kýs með Icesave III með hagsmuni barnanna minna í huga. Á barnið mitt að borga Icesave III? Icesave Þórhallur Hákonarson fjármálastjóri Þegar þú vilt fá það besta út úr lífinu! Faxafeni 14 www.heilsuborg.is Einfalt Illugi Jökulsson er í hópi þeirra manna sem jafnan eiga auðvelt með að orða hugsanir sínar. Hann skrifaði um stjórnlagamálin á vefinn sinn um helgina en hann var kjörinn til setu á stjórnlagaþingi og ætlar að taka sæti í stjórnlagaráði. „Ég er þarna af því kosningin í haust fór eins og hún fór, og ég sæki umboð mitt til þjóðarinnar. Púnditar hjá Agli eða í Kastljósi eða hvar sem er, þeir geta talað sig bleika um „veikt umboð“ stjórnlagaráðsins, en ég gef ekki hót fyrir það. Við sem þar munum sitja gerum það í umboði þjóðarinnar, og ekki orð um það meir.“ Skrýtin lög Innanríkisráðuneytið uppfyllir í dag þá lagaskyldu sína að senda Icesave- lögin sem þjóðaratkvæðagreiðslan 9. apríl snýst um inn á öll heimili. Sú skylda er út af fyrir sig nokkuð sérkennileg því lögin sem slík eru lítt upplýsandi. Efnislega segir aðeins í þeim að þau veiti fjármálaráðherra heimild til að undirrita og þar með efna samninga sem gerðir voru við Breta og Hollendinga 9. desember. Varla er mikið gagn í því fyrir óákveðna. Fáum það á hreint Margir eru þeirrar skoðunar að ýmis- legt er varðar umsóknina um aðild að Evrópusambandinu sé ýmist í þoku eða á huldu. Eitt af því er styrkir frá ESB til Íslands. Nú hefur Birgir Ármannsson lagt fram ítarlega fyrirspurn um þá í þinginu. Vill hann að utanríkisráðherra geri grein fyrir hverri einustu evru sem borist hefur frá Brussel, óskað hefur verið eftir og til stendur að óska eftir. Svörin verða forvitnileg, hver sem þau verða. bjorn@frettabladid.isR íkisendurskoðun tekur í nýrri skýrslu undir með þeim sem hafa gagnrýnt samkrull ríkisvaldsins og Bændasamtakanna. Margir hafa talið í hæsta máta óeðlilegt að hagsmunasamtökum sé falið að úthluta ríkisstyrkjum til félagsmanna sinna og hafa jafn- framt eftirlit með úthlutuninni. Sama á við þegar hagsmuna- samtökin safna hagtölum um landbúnaðinn fyrir hönd ríkisins, en á slíkum tölum geta stjórnvöld þurft að byggja ákvarðanir sem snerta hagsmuni bænda. Kerfið býður annars vegar upp á hagsmunaárekstra og hins vegar að hagsmunasamtökin verði í raun sá sem valdið hefur og segi ríkisvaldinu fyrir verkum. Ríkisendurskoðun bendir einmitt á hættuna á hagsmuna- árekstrum og telur ríkisvaldið hafa ónógt eftirlit með þeirri starfsemi sem Bændasam- tökunum hefur verið falin. Stofnunin leggur til að ríkið taki ýmis stjórnsýsluverkefni úr höndum Bændasamtakanna, þar á meðal hagskýrslugerðina og eftirlit með því að úthlutun framlaga til landbúnaðarins sé í samræmi við lög og reglur. Ríkisendurskoðun vill eyða óvissu um þær lagalegu skyldur sem Bændasamtökunum eru lagðar á herðar með samningum við ríkið, til dæmis hvort ákvæði stjórnsýslulaga, upplýsinga- laga og fleiri lagabálka eigi við. Loks leggur Ríkisendurskoð- un til að Matvælastofnun „annist sjálf stjórnsýsluverkefni á ábyrgðar sviði sínu, s.s. eftirlit, ráðstöfun á almannafé, upp- lýsingagjöf og umsjón skráa um rétthafa greiðslumarks, en ekki Bændasamtökin“. Allar virðast þessar breytingar í raun borðleggjandi. Það getur engan veginn talizt eðlilegt að hagsmunasamtök sýsli með almannafé og hafi eftirlit með sjálfum sér. Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtakanna, sagði í samtali við Fréttablaðið á laugardaginn að samtökin „hefðu ekkert á móti því að losna við eitthvað af þessum verkefnum“. Það væri hins vegar undir sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðuneytinu komið að svara því hvort annað fyrirkomulag kynni að vera betra. Hér kveður við allt annan tón en þegar Búnaðarþing dró á dögunum upp „varnarlínur“ sínar vegna aðildarviðræðnanna við Evrópusambandið. Þar sagði að kæmi til ESB-aðildar yrði að tryggja samtökum bænda „sambærilega stöðu og nú“ og sjá til þess að þau fengju áfram ríkisstyrki. Þetta eru væntanlega viðbrögð við því að af hálfu Evrópusambandsins hafa verið gerðar athugasemdir við stöðu Bændasamtakanna; bæði að þau úthluti ríkisstyrkjum og að þau sjái um hagskýrslugerð. Skýrsla Ríkisendurskoðunar undirstrikar hins vegar að breytingar á stöðu Bændasamtakanna eru nauðsynlegar, hvort sem kemur til ESB-aðildar eða ekki. Og viðbrögð for- manns Bændasamtakanna nú sýna að „varnarlínur“ bænda og áhyggjur þeirra af „aðlögun“ að reglum ESB í þessu efni eru fyrirsláttur. Er ekki tímabært að hætta honum? Breyting á stöðu Bændasamtakanna er nauðsynleg, burtséð frá ESB-aðild. Fyrirsláttulok?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.